Lífið

Svona er stemningin í græna Gagna­magns­her­berginu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sveitin kom saman í sérútbúnu grænu herbergi, þrátt fyrir einangrun, sóttkví og annað slíkt vesen.
Sveitin kom saman í sérútbúnu grænu herbergi, þrátt fyrir einangrun, sóttkví og annað slíkt vesen. Gísli Berg

Það hefur vart farið fram hjá mörgum að framlag Íslands í Eurovision, lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, var flutt á úrslitakvöldi keppninnar nú í kvöld.

Sveitin gat ekki flutt lagið í höllinni í kvöld, enda ýmist í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirusmits innan sveitarinnar, og því var upptaka af æfingu sveitarinnar fyrir undanúrslitin spiluð. Þá gat hópurinn ekki verið í græna herberginu með öðrum keppendum.

Meirihluti hópsins hefur þó komið sér fyrir í sérútbúnu grænu herbergi fyrir íslenska hópinn, fyrir utan þá Jóhann Sigurð, sem greindist með veiruna og er því í einangrun, og Stefán Hannesson sem er einn í sóttkví.

Daði og Gagnamagnið eru því fyrst í sögu keppninnar til að horfa á sig keppa í úrslitum Eurovision. Hér að neðan má sjá myndir af stemningunni úr græna Gagnamagnsherberginu, sem Gísli Berg, framleiðandi hjá Ríkissjónvarpinu tók. Þó að þeir Jóhann og Stefán hafi ekki getað verið í herberginu voru þeir alls ekki fjarri góðu gamni, og tóku þátt í gleðinni í gegn um fjarfundabúnað.

Systkinin Sigrún Birna og Daði Freyr skemmta sér ásamt iPad-útgáfu af Jóhanni Sigurði.Gísli Berg
Það er eflaust öðruvísi stemning í íslenska græna herberginu, samanborið við græna herbergið í Ahoy-höllinni í Rotterdam.Gísli Berg
Hjónin Árný Fjóla og Daði spennt yfir gangi mála.Gísli Berg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×