Sigurvegarinn spurður hvort hann hafi neytt kókaíns í beinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2021 00:29 Augnablikið sem milljónir manna sáu og fengu einhverja til að geta sér til um að David væri að neyta kókaíns. Damiano David, söngvari ítölsku sveitarinnar Måneskin, var spurður að því á blaðamannafundi eftir sigurinn í Eurovision í kvöld hvort hann hefði tekið kókaín á meðan keppni stóð í Rotterdam í kvöld. David þvertók fyrir það og sagði að félagi hans í sveitinni hefði brotið glas. Þess vegna hefði hann hallað sér fram á borðið eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Does Italy's singer realise this is being live broadcast across an entire continent? pic.twitter.com/QLw9Nnf5tT— Calgie (@christiancalgie) May 22, 2021 David og félagar voru sigurreifir á blaðamannafundinum í kvöld enda búnir að tryggja Ítalíu sinn fyrsta sigur í Eurovision síðan 1990. Hljómsveitin Måneskin fékk alls konar spurningar á blaðamannafundinum en ein vakti meiri athygli en aðrar. Þannig er að myndbönd úr útsendingunni í kvöld hafa farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla þar sem David hallar sér fram á borðið með hreyfingum sem fengu einhverja til að álykta að hann væri að neyta kókaíns. Mögulega langsótt tilgáta en ekki meira en svo að samfélagsmiðlar drukknuðu í myndskeiðum og myndum af augnablikinu, og vangaveltum áhorfenda. Fjölmargir Íslendingar voru þeirra á meðal og gerðu grín. Ekki hafið þið í alvöru haldið í öll þessi ár að Olsen bræður hafi ekki verið útúr kókaðir líka? #12stig— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) May 23, 2021 Ítalir snorta parmesan-ost til að gíra sig upp. Þetta vita allir. https://t.co/9HlkKm2Cs6— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 23, 2021 Allir erað fá’sér #Eurovision2021 #12stig #italy #cocaine pic.twitter.com/lktrpsl5UO— VigdísHowser (@HowserVigdis) May 22, 2021 Er ekki lyfjaprófað í Eurovision? Tökum bronsið ef svo er👌🏻#12stig https://t.co/F5P9ASh3Q5— Jón Ágúst Eyjólfsson (@nonnigusti8) May 22, 2021 David var spurður að þessu á blaðamannafundinum eftir keppnina. „Fólk er að geta sér til um að þú hafir neytt kókaíns,“ spurði sænskur blaðamaður. David sagði Thomas Raggi gítarleikara hafa brotið glas. Thomas staðfesti að það hefði verið tilfellið. „Ég nota ekki fíkniefni,“ sagði David og var afdráttarlaus. Beindi hann orðum sínum til pressunnar að fara ekki að slá því upp að hann hefði neytt kókaíns. Það væri fjarri sannleikanum. „Plís, ekki skrifa það. Ekkert kókaín.“ Svarið má sjá í upptöku af blaðamannafundinum að neðan, eftir tæpar tíu mínútur. Eurovision Ítalía Tengdar fréttir Næstbesti árangur Íslands frá upphafi Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi. 22. maí 2021 23:21 Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49 Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
David þvertók fyrir það og sagði að félagi hans í sveitinni hefði brotið glas. Þess vegna hefði hann hallað sér fram á borðið eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Does Italy's singer realise this is being live broadcast across an entire continent? pic.twitter.com/QLw9Nnf5tT— Calgie (@christiancalgie) May 22, 2021 David og félagar voru sigurreifir á blaðamannafundinum í kvöld enda búnir að tryggja Ítalíu sinn fyrsta sigur í Eurovision síðan 1990. Hljómsveitin Måneskin fékk alls konar spurningar á blaðamannafundinum en ein vakti meiri athygli en aðrar. Þannig er að myndbönd úr útsendingunni í kvöld hafa farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla þar sem David hallar sér fram á borðið með hreyfingum sem fengu einhverja til að álykta að hann væri að neyta kókaíns. Mögulega langsótt tilgáta en ekki meira en svo að samfélagsmiðlar drukknuðu í myndskeiðum og myndum af augnablikinu, og vangaveltum áhorfenda. Fjölmargir Íslendingar voru þeirra á meðal og gerðu grín. Ekki hafið þið í alvöru haldið í öll þessi ár að Olsen bræður hafi ekki verið útúr kókaðir líka? #12stig— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) May 23, 2021 Ítalir snorta parmesan-ost til að gíra sig upp. Þetta vita allir. https://t.co/9HlkKm2Cs6— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 23, 2021 Allir erað fá’sér #Eurovision2021 #12stig #italy #cocaine pic.twitter.com/lktrpsl5UO— VigdísHowser (@HowserVigdis) May 22, 2021 Er ekki lyfjaprófað í Eurovision? Tökum bronsið ef svo er👌🏻#12stig https://t.co/F5P9ASh3Q5— Jón Ágúst Eyjólfsson (@nonnigusti8) May 22, 2021 David var spurður að þessu á blaðamannafundinum eftir keppnina. „Fólk er að geta sér til um að þú hafir neytt kókaíns,“ spurði sænskur blaðamaður. David sagði Thomas Raggi gítarleikara hafa brotið glas. Thomas staðfesti að það hefði verið tilfellið. „Ég nota ekki fíkniefni,“ sagði David og var afdráttarlaus. Beindi hann orðum sínum til pressunnar að fara ekki að slá því upp að hann hefði neytt kókaíns. Það væri fjarri sannleikanum. „Plís, ekki skrifa það. Ekkert kókaín.“ Svarið má sjá í upptöku af blaðamannafundinum að neðan, eftir tæpar tíu mínútur.
Eurovision Ítalía Tengdar fréttir Næstbesti árangur Íslands frá upphafi Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi. 22. maí 2021 23:21 Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49 Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Næstbesti árangur Íslands frá upphafi Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi. 22. maí 2021 23:21
Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49
Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30