Drífa stendur við yfirlýsingar sínar um kjör hjá Play Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2021 20:14 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir það rangt sem fram kemur í nýlegri yfirlýsingu Íslenska flugstéttarfélagsins, að samkvæmt kjarasamningi félagsins við flugfélagið Play séu grunnlaun flugliða um 350 þúsund krónur. Í yfirlýsingu sem ÍFF sendi fjölmiðlum í dag, sem er undirrituð af stjórn félagsins, hafnar félagið „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ.“ Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og segir forstjóri PLAY framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram heldur 350 þúsund. Óhætt er að segja að heit umræða hafi skapast á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þegar forstjórinn og forsetinn komu saman. Drífa kveðst hins vegar standa við fullyrðingar sínar um að grunnlaun Play samkvæmt samningi séu 260 þúsund krónur. „Ég er með þennan samning undir höndum. Þar stendur rosalega skýrum stöfum, og það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það, hver grunnlaunin raunverulega eru. [Play] eru alltaf að hamra á þessum 350 þúsundum, þá eru þau búin að setja inn í launin alls konar, bílapeninga, dagpeninga og sölulaun, sem eru auðvitað ekki laun í þeim skilningi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir þá að í samningnum komi fram að lífeyrissjóðsgreiðslur séu greiddar af grunnlaunum, sem séu um 260 þúsund krónur. „Þegar því er haldið fram að grunnlaun séu 350 þúsund, þá þarf að spyrja: „Bíddu, eruð þið með einhvern annan samning en þann sem ég er með?“ Því það er augljóst að þetta er ekki í þessum samningi,“ segir Drífa. Ný viðmið á vinnumarkaði Drífa segir að með samningi Play og ÍFF sé verið að gera ný viðmið á íslenskum vinnumarkaði. „Viðmið sem við hreinlega viljum ekki sjá. Við munum ekkert hætta að gagnrýna Play eða draga til baka okkar fyrri yfirlýsingar fyrr en við sjáum einhvern kjarasamning sem er raunverulega í takt við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Drífa. Í yfirlýsingu ÍFF kemur fram að fulltrúar félagsins hafi átt fund við fulltrúa ASÍ síðasta sumar, þar sem starfsemi ÍFF var kynnt. „Eftir fundinn vorum við spurð hvort við höfum skoðað að ganga í samtök ASÍ. Óskuðum við þá eftir kynningu um hvað slík aðild myndi fela í sér. Ekkert hefur enn heyrst frá ASÍ,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa segir það rétt að ÍFF hafi verið boðin aðild að ASÍ en því tilboði hafi verið hafnað. Þá segir hún að ASÍ sé tilbúið bjóða fram alla þá aðstoð sem í valdi sambandsins standi „til þess að gera almennilega kjarasamninga.“ „Ég held að ef Play vill forðast átök næstu ára, þá er ágætt að þau fari að ganga til almennilegra kjarasamninga,“ segir Drífa. Kjaramál Vinnumarkaður Play Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
Í yfirlýsingu sem ÍFF sendi fjölmiðlum í dag, sem er undirrituð af stjórn félagsins, hafnar félagið „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ.“ Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og segir forstjóri PLAY framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram heldur 350 þúsund. Óhætt er að segja að heit umræða hafi skapast á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þegar forstjórinn og forsetinn komu saman. Drífa kveðst hins vegar standa við fullyrðingar sínar um að grunnlaun Play samkvæmt samningi séu 260 þúsund krónur. „Ég er með þennan samning undir höndum. Þar stendur rosalega skýrum stöfum, og það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það, hver grunnlaunin raunverulega eru. [Play] eru alltaf að hamra á þessum 350 þúsundum, þá eru þau búin að setja inn í launin alls konar, bílapeninga, dagpeninga og sölulaun, sem eru auðvitað ekki laun í þeim skilningi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir þá að í samningnum komi fram að lífeyrissjóðsgreiðslur séu greiddar af grunnlaunum, sem séu um 260 þúsund krónur. „Þegar því er haldið fram að grunnlaun séu 350 þúsund, þá þarf að spyrja: „Bíddu, eruð þið með einhvern annan samning en þann sem ég er með?“ Því það er augljóst að þetta er ekki í þessum samningi,“ segir Drífa. Ný viðmið á vinnumarkaði Drífa segir að með samningi Play og ÍFF sé verið að gera ný viðmið á íslenskum vinnumarkaði. „Viðmið sem við hreinlega viljum ekki sjá. Við munum ekkert hætta að gagnrýna Play eða draga til baka okkar fyrri yfirlýsingar fyrr en við sjáum einhvern kjarasamning sem er raunverulega í takt við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Drífa. Í yfirlýsingu ÍFF kemur fram að fulltrúar félagsins hafi átt fund við fulltrúa ASÍ síðasta sumar, þar sem starfsemi ÍFF var kynnt. „Eftir fundinn vorum við spurð hvort við höfum skoðað að ganga í samtök ASÍ. Óskuðum við þá eftir kynningu um hvað slík aðild myndi fela í sér. Ekkert hefur enn heyrst frá ASÍ,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa segir það rétt að ÍFF hafi verið boðin aðild að ASÍ en því tilboði hafi verið hafnað. Þá segir hún að ASÍ sé tilbúið bjóða fram alla þá aðstoð sem í valdi sambandsins standi „til þess að gera almennilega kjarasamninga.“ „Ég held að ef Play vill forðast átök næstu ára, þá er ágætt að þau fari að ganga til almennilegra kjarasamninga,“ segir Drífa.
Kjaramál Vinnumarkaður Play Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira