Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2021 23:23 Heimir og Sigurður hafa náð toppi Everest með fána umhyggju með í för. Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. „Náðum báðir toppi Everest, Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í skilaboðum sem Sigurður hefur sent frá sér í gegn um staðsetningarbúnað sinn. Félagarnir tveir eru í áheitasöfnun fyrir Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna. Þeir hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Fyrir um þremur vikum varð tvíeykið fyrir nokkru áfalli, en Sigurður sneri sig illa á hné í æfingagöngu og þjáðist mjög á leið aftur í grunnbúðirnar. Í samráði við sérfræðinga hér heima var tekin ákvörðun um að hann myndi verja fimm dögum í að styrkja hnéð. Það gekk þó ekki eftir og eftir sjö daga var hann enn sárþjáður og því flogið með hann til Katmandú, höfuðborgar Nepal, til að koma honum undir læknishendur. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. Í umfjöllun um þá félaga fyrir viku síðan kom fram að þeir ætluðu sér að nýta veðurglugga milli 21. og 23. maí til að ná toppi Everest með fána Umhyggju með í för og viti menn, þeir hafa náð toppnum. Eftirtaldir Íslendingar hafa komist á topp Everest (nafn og ártal): Björn Ólafsson 1997 Einar Stefánsson 1997 Hallgrímur Magnússon 1997 Haraldur Örn Ólafsson 2002 Leifur Örn Svavarsson 2013 og 2019 Ingólfur Geir Gissurarson 2013 Vilborg Arna Gissurardóttir 2017 Bjarni Ármannsson 2019 Lýður Guðmundsson 2019 Heimir Fannar Hallgrímsson 2021 Sigurður Bjarni Sveinsson 2021 Everest Íslendingar erlendis Fjallamennska Góðverk Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
„Náðum báðir toppi Everest, Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í skilaboðum sem Sigurður hefur sent frá sér í gegn um staðsetningarbúnað sinn. Félagarnir tveir eru í áheitasöfnun fyrir Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna. Þeir hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Fyrir um þremur vikum varð tvíeykið fyrir nokkru áfalli, en Sigurður sneri sig illa á hné í æfingagöngu og þjáðist mjög á leið aftur í grunnbúðirnar. Í samráði við sérfræðinga hér heima var tekin ákvörðun um að hann myndi verja fimm dögum í að styrkja hnéð. Það gekk þó ekki eftir og eftir sjö daga var hann enn sárþjáður og því flogið með hann til Katmandú, höfuðborgar Nepal, til að koma honum undir læknishendur. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. Í umfjöllun um þá félaga fyrir viku síðan kom fram að þeir ætluðu sér að nýta veðurglugga milli 21. og 23. maí til að ná toppi Everest með fána Umhyggju með í för og viti menn, þeir hafa náð toppnum. Eftirtaldir Íslendingar hafa komist á topp Everest (nafn og ártal): Björn Ólafsson 1997 Einar Stefánsson 1997 Hallgrímur Magnússon 1997 Haraldur Örn Ólafsson 2002 Leifur Örn Svavarsson 2013 og 2019 Ingólfur Geir Gissurarson 2013 Vilborg Arna Gissurardóttir 2017 Bjarni Ármannsson 2019 Lýður Guðmundsson 2019 Heimir Fannar Hallgrímsson 2021 Sigurður Bjarni Sveinsson 2021
Everest Íslendingar erlendis Fjallamennska Góðverk Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira