Mickelson sá elsti í sögunni til að vinna risamót Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 11:31 Phil Mickelson skráði sig í sögubækurnar í gærkvöldi. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Hinn fimmtugi Phil Mickelson varð í gærkvöld elsti kylfingur sögunnar til að vinna risamót í golfi. Hann vann þá sigur á PGA-meistaramótinu. Var þetta í annað sinn á ferlinum sem Mickelson vinnur PGA-meistaramótið. Mickelson var lengi vel í forystu á mótinu en undir lok síðasta hring mótsins komst spenna í leikinn. Mickelson fékk þá skolla á meðan Brooks Koepka nældi sér í fugl og aðeins munaði tveimur höggum á þeim fyrir lokaholu mótsins. Mickelson þá á sex höggum undir pari en Koepka á fjórum. Sá síðarnefndi kláraði holuna á undan og lék á pari. Því var ljóst að ef Mickelson gæti leikið það eftir væri hann sigurvegari mótsins. HISTORY MADE. With his win at the PGA Championship, Phil Mickelson has become the oldest player to win a major. pic.twitter.com/6k1VOvl5cs— The Players' Tribune (@PlayersTribune) May 23, 2021 Það tókst og Mickelson fagnaði sætum sigri. Hann var að vinna sinn 45. sigur á PGA-mótaröðinni og varð eins og áður sagði elsti kylfingur sögunnar til að fagna sigri á risamóti. „Lefty“ eins og hann er oft kallaður – vegna þess að hann er örvhentur - hefur nú hrósað sigri á sex risamótum á ferlinum. Þrívegis hefur hann unnið Masters-mótið, einu sinni Opna risamótið og PGA-meistaramótið nú tvívegis. Victory shots.... pic.twitter.com/iM4RqUpWNN— Adam Schefter (@AdamSchefter) May 24, 2021 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Bandaríkin PGA-meistaramótið Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mickelson var lengi vel í forystu á mótinu en undir lok síðasta hring mótsins komst spenna í leikinn. Mickelson fékk þá skolla á meðan Brooks Koepka nældi sér í fugl og aðeins munaði tveimur höggum á þeim fyrir lokaholu mótsins. Mickelson þá á sex höggum undir pari en Koepka á fjórum. Sá síðarnefndi kláraði holuna á undan og lék á pari. Því var ljóst að ef Mickelson gæti leikið það eftir væri hann sigurvegari mótsins. HISTORY MADE. With his win at the PGA Championship, Phil Mickelson has become the oldest player to win a major. pic.twitter.com/6k1VOvl5cs— The Players' Tribune (@PlayersTribune) May 23, 2021 Það tókst og Mickelson fagnaði sætum sigri. Hann var að vinna sinn 45. sigur á PGA-mótaröðinni og varð eins og áður sagði elsti kylfingur sögunnar til að fagna sigri á risamóti. „Lefty“ eins og hann er oft kallaður – vegna þess að hann er örvhentur - hefur nú hrósað sigri á sex risamótum á ferlinum. Þrívegis hefur hann unnið Masters-mótið, einu sinni Opna risamótið og PGA-meistaramótið nú tvívegis. Victory shots.... pic.twitter.com/iM4RqUpWNN— Adam Schefter (@AdamSchefter) May 24, 2021 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Bandaríkin PGA-meistaramótið Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira