Mickelson sá elsti í sögunni til að vinna risamót Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 11:31 Phil Mickelson skráði sig í sögubækurnar í gærkvöldi. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Hinn fimmtugi Phil Mickelson varð í gærkvöld elsti kylfingur sögunnar til að vinna risamót í golfi. Hann vann þá sigur á PGA-meistaramótinu. Var þetta í annað sinn á ferlinum sem Mickelson vinnur PGA-meistaramótið. Mickelson var lengi vel í forystu á mótinu en undir lok síðasta hring mótsins komst spenna í leikinn. Mickelson fékk þá skolla á meðan Brooks Koepka nældi sér í fugl og aðeins munaði tveimur höggum á þeim fyrir lokaholu mótsins. Mickelson þá á sex höggum undir pari en Koepka á fjórum. Sá síðarnefndi kláraði holuna á undan og lék á pari. Því var ljóst að ef Mickelson gæti leikið það eftir væri hann sigurvegari mótsins. HISTORY MADE. With his win at the PGA Championship, Phil Mickelson has become the oldest player to win a major. pic.twitter.com/6k1VOvl5cs— The Players' Tribune (@PlayersTribune) May 23, 2021 Það tókst og Mickelson fagnaði sætum sigri. Hann var að vinna sinn 45. sigur á PGA-mótaröðinni og varð eins og áður sagði elsti kylfingur sögunnar til að fagna sigri á risamóti. „Lefty“ eins og hann er oft kallaður – vegna þess að hann er örvhentur - hefur nú hrósað sigri á sex risamótum á ferlinum. Þrívegis hefur hann unnið Masters-mótið, einu sinni Opna risamótið og PGA-meistaramótið nú tvívegis. Victory shots.... pic.twitter.com/iM4RqUpWNN— Adam Schefter (@AdamSchefter) May 24, 2021 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Bandaríkin PGA-meistaramótið Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mickelson var lengi vel í forystu á mótinu en undir lok síðasta hring mótsins komst spenna í leikinn. Mickelson fékk þá skolla á meðan Brooks Koepka nældi sér í fugl og aðeins munaði tveimur höggum á þeim fyrir lokaholu mótsins. Mickelson þá á sex höggum undir pari en Koepka á fjórum. Sá síðarnefndi kláraði holuna á undan og lék á pari. Því var ljóst að ef Mickelson gæti leikið það eftir væri hann sigurvegari mótsins. HISTORY MADE. With his win at the PGA Championship, Phil Mickelson has become the oldest player to win a major. pic.twitter.com/6k1VOvl5cs— The Players' Tribune (@PlayersTribune) May 23, 2021 Það tókst og Mickelson fagnaði sætum sigri. Hann var að vinna sinn 45. sigur á PGA-mótaröðinni og varð eins og áður sagði elsti kylfingur sögunnar til að fagna sigri á risamóti. „Lefty“ eins og hann er oft kallaður – vegna þess að hann er örvhentur - hefur nú hrósað sigri á sex risamótum á ferlinum. Þrívegis hefur hann unnið Masters-mótið, einu sinni Opna risamótið og PGA-meistaramótið nú tvívegis. Victory shots.... pic.twitter.com/iM4RqUpWNN— Adam Schefter (@AdamSchefter) May 24, 2021 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Bandaríkin PGA-meistaramótið Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira