Enski boltinn

Emma Hayes valin besti þjálfarinn annað árið í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Emma Hayes, besti þjálfari ensku úrvalsdeildar kvenna.
Emma Hayes, besti þjálfari ensku úrvalsdeildar kvenna. Catherine Ivill/Getty Images

Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, var valin besti þjálfari úrvalsdeildar kvenna þar í landi annað árið í röð.

Emma hefur lengi verið við stjórnvölin í Lundúnum en hefur nú tekist að byggja upp eitt besta lið Englands. 

Liðið vann deildina naumlega en að loknum 22 leikjum var Chelsea með 57 stig á meðan Manchester City var með aðeins tveimur stigum minna.

Það ásamt því að stýra Chelsea til sigurs í deildarbikarnum og í úrslitaleik FA-bikarsins, sem verður leikinn á næstu leiktíð, var nóg til að kollegar Emmu völdu hana besta þjálfara deildarinnar.

Þá fór Chelsea alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu en beið þar afhroð gegn Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×