Guardiola alveg skítsama um söguna á milli hans og dómara úrslitaleiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 14:01 Pep Guardiola reynir hér að ræða málin við spænska dómarann Mateu Lahoz sá hinn sama og mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár. Getty/Stu Forster Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist hafa engar áhyggjur af þvi að Mateu Lahoz dæmi úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Pep var spurður af því að hann og dómarinn eiga sér sögu. Spænski dómarinn dæmdi auðvitað oft hjá Pep í spænsku deildinni en það stóra málið er leikur sem Mateu Lahoz dæmi hjá Manchester City í Meistaradeildinni vorið 2018. Guardiola gagnrýndi Lahoz dómara harðlega eftir leik Manchester City og Liverpool í Meistaradeildinni 2018 þegar Liverpool sló City út. | Pep Guardiola on #UCL referee Lahoz:"No [not been in contact since @LFC game]. Not one second [thought about it]. I could not care less. I am so confident in my team. You cannot imagine how confident I am in my team and what we have to do."[via MEN] pic.twitter.com/ZBsaR0k4bW— City Chief (@City_Chief) May 24, 2021 Guardiola sagði þá um Lahoz að þessi dómari væri hrifinn af því „að vera öðruvísi og vera sérstakur“ en spænski stjórinn var mjög ósáttur með að umræddur Mateu Lahoz dæmdi af mark sem Leroy Sane skoraði í leiknum. Nú er búið að setja Mateu Lahoz á úrslitaleik Manchester City og Chelsea í Porto í Portúgal á laugardaginn kemur. „Ég hef ekki hugsað um það í eina sekúndur. Mér gæti ekki verið meira sama. Ég hef svo mikla trú á mínu liði. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu mikla trú ég hef á liðinu og hvað við getum gert í leiknum,“ sagði Guardiola. "I could not care less. I am so confident in my team. You cannot imagine how confident I am in my team."Pep Guardiola was asked about his history with the #UCLFinal referee Antonio Mateu Lahoz pic.twitter.com/opSO79l2m9— Football Daily (@footballdaily) May 24, 2021 Chelsea hefur unnið Manchester City tvisvar sinnum síðan að Thomas Tuchel tók við Lundúnaliðinu af Frank Lampard, einn í deildinni og inn í undanúrslitum enska bikarsins. Guardiola er ekki sammála því að Chelsea hafi vegna þess eitthvað sálfræðilegt tak á City mönnum fyrir úrslitaleikinn um næstu helgi. „Chelsea býr til vandamál fyrir öll lið. Það er hægt að óska þeim til hamingju með sigurleikina tvo á móti okkur en þetta er allt önnur keppni og líka úrslitaleikur. Við sjáum til hvað gerist,“ sagði Guardiola. „Við mætum þeim vitandi hvað við þurfum að gera til að vinna þá. Ég hef meiri áhyggjur af því hvað við ætlum að gera með boltann og hvað við ætlum að gera þegar við erum ekki með boltann. Við munum einbeita okkur að því síðustu dagana fyrir úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Spænski dómarinn dæmdi auðvitað oft hjá Pep í spænsku deildinni en það stóra málið er leikur sem Mateu Lahoz dæmi hjá Manchester City í Meistaradeildinni vorið 2018. Guardiola gagnrýndi Lahoz dómara harðlega eftir leik Manchester City og Liverpool í Meistaradeildinni 2018 þegar Liverpool sló City út. | Pep Guardiola on #UCL referee Lahoz:"No [not been in contact since @LFC game]. Not one second [thought about it]. I could not care less. I am so confident in my team. You cannot imagine how confident I am in my team and what we have to do."[via MEN] pic.twitter.com/ZBsaR0k4bW— City Chief (@City_Chief) May 24, 2021 Guardiola sagði þá um Lahoz að þessi dómari væri hrifinn af því „að vera öðruvísi og vera sérstakur“ en spænski stjórinn var mjög ósáttur með að umræddur Mateu Lahoz dæmdi af mark sem Leroy Sane skoraði í leiknum. Nú er búið að setja Mateu Lahoz á úrslitaleik Manchester City og Chelsea í Porto í Portúgal á laugardaginn kemur. „Ég hef ekki hugsað um það í eina sekúndur. Mér gæti ekki verið meira sama. Ég hef svo mikla trú á mínu liði. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu mikla trú ég hef á liðinu og hvað við getum gert í leiknum,“ sagði Guardiola. "I could not care less. I am so confident in my team. You cannot imagine how confident I am in my team."Pep Guardiola was asked about his history with the #UCLFinal referee Antonio Mateu Lahoz pic.twitter.com/opSO79l2m9— Football Daily (@footballdaily) May 24, 2021 Chelsea hefur unnið Manchester City tvisvar sinnum síðan að Thomas Tuchel tók við Lundúnaliðinu af Frank Lampard, einn í deildinni og inn í undanúrslitum enska bikarsins. Guardiola er ekki sammála því að Chelsea hafi vegna þess eitthvað sálfræðilegt tak á City mönnum fyrir úrslitaleikinn um næstu helgi. „Chelsea býr til vandamál fyrir öll lið. Það er hægt að óska þeim til hamingju með sigurleikina tvo á móti okkur en þetta er allt önnur keppni og líka úrslitaleikur. Við sjáum til hvað gerist,“ sagði Guardiola. „Við mætum þeim vitandi hvað við þurfum að gera til að vinna þá. Ég hef meiri áhyggjur af því hvað við ætlum að gera með boltann og hvað við ætlum að gera þegar við erum ekki með boltann. Við munum einbeita okkur að því síðustu dagana fyrir úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira