Stjórn ÍFF stígur fram að kröfu Play Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. maí 2021 12:50 Stjórn stéttarfélagsins hefur harmað það að nöfn stjórnarmanna verði að koma fram. vísir/vilhelm „Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna það að þetta er afar óheppilegt,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í samtali við Vísi í dag um það að Íslenska flugstéttafélagið (ÍFF) hafi ekki viljað gefa upp hverjir skrifuðu undir kjarasamninga við Play fyrir félagið. Í tilkynningu frá ÍFF segir að ekki hafi allir sem skrifuðu undir samninginn verið í vinnu hjá Play. Vantaði síðu með undirskriftum ÍFF sendi þannig inn kjarasamning á ríkissáttasemjara í síðustu viku en í afriti þeirra vantaði síðustu síðuna, þar sem undirskriftir samningsaðilanna eru. Í kjölfarið óskaði ríkissáttasemjari eftir undirrituðum samningum, sem ÍFF sendi loks í dag. „Þeir vildu fá þarna tíma með lögfræðingum sínum til að fara yfir þetta. Þeir voru að hugsa um einhver persónuverndarsjónarmið og voru að velta fyrir sér hvort það væri réttlætanlegt að draga nöfn manna inn í þessa umræðu, sem hefur farið úr böndunum síðustu daga,“ segir Birgir. Þegar Vísir náði tali af honum hafði ÍFF enn ekki skilað inn undirrituðum samningum til ríkissáttasemjara og sagðist Birgir hafa ítrekað við félagið að það yrði að senda þá inn í dag. „Ég sagði þeim að annars myndi ég þurfa að gera það. Því þetta lítur bara illa út og kemur illa út fyrir okkur – eins og við hjá Play höfum eitthvað að fela, sem við höfum alls ekki.“ Stjórn stéttarfélags vill ekki vera „dregin inn í umræðuna" Vignir Örn Garðarsson flugmaður er formaður ÍFF. Hann vildi ekkert gefa upp um það hverjir sætu í stjórn félagsins eða hefðu komið að samningaborðinu við gerð kjarasamninganna við Play, þegar Vísir innti hann eftir svörum í dag. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ sagði hann einfaldlega. Stjórn ÍFF sendi svo frá sér yfirlýsingu rétt í þessu þar sem meðlimir hennar harma „um að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY." Samningarnir hafi verið gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn. Undir hana kvitta stjórnarmennirnir; Vignir Örn Guðnason formaður, Friðrik Már Ottesen varaformaður og Margeir Stefánsson meðstjórnandi. Þá er tekið fram að ekki hafi allir þeir sem skrifuðu undir samningana verið í vinnu hjá Play. Alþýðusambandið hefur sagt að ÍFF beri öll merki þess að vera svokallað „gult stéttarfélag“ sem gangi erinda atvinnurekenda gegn hagsmunum og lágmarkskjörum launafólks. Þessu hafnar ÍFF og Birgir neitar einnig fyrir þetta. Tilkynning ÍFF í heild sinni: Við, stjórn Íslenska flugstéttafélagins, hörmum að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY. Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Vignir Örn Guðnason, formaður Friðrik Már Ottesen, varaformaður Margeir Stefánsson, meðstjórnandi Play Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Í tilkynningu frá ÍFF segir að ekki hafi allir sem skrifuðu undir samninginn verið í vinnu hjá Play. Vantaði síðu með undirskriftum ÍFF sendi þannig inn kjarasamning á ríkissáttasemjara í síðustu viku en í afriti þeirra vantaði síðustu síðuna, þar sem undirskriftir samningsaðilanna eru. Í kjölfarið óskaði ríkissáttasemjari eftir undirrituðum samningum, sem ÍFF sendi loks í dag. „Þeir vildu fá þarna tíma með lögfræðingum sínum til að fara yfir þetta. Þeir voru að hugsa um einhver persónuverndarsjónarmið og voru að velta fyrir sér hvort það væri réttlætanlegt að draga nöfn manna inn í þessa umræðu, sem hefur farið úr böndunum síðustu daga,“ segir Birgir. Þegar Vísir náði tali af honum hafði ÍFF enn ekki skilað inn undirrituðum samningum til ríkissáttasemjara og sagðist Birgir hafa ítrekað við félagið að það yrði að senda þá inn í dag. „Ég sagði þeim að annars myndi ég þurfa að gera það. Því þetta lítur bara illa út og kemur illa út fyrir okkur – eins og við hjá Play höfum eitthvað að fela, sem við höfum alls ekki.“ Stjórn stéttarfélags vill ekki vera „dregin inn í umræðuna" Vignir Örn Garðarsson flugmaður er formaður ÍFF. Hann vildi ekkert gefa upp um það hverjir sætu í stjórn félagsins eða hefðu komið að samningaborðinu við gerð kjarasamninganna við Play, þegar Vísir innti hann eftir svörum í dag. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ sagði hann einfaldlega. Stjórn ÍFF sendi svo frá sér yfirlýsingu rétt í þessu þar sem meðlimir hennar harma „um að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY." Samningarnir hafi verið gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn. Undir hana kvitta stjórnarmennirnir; Vignir Örn Guðnason formaður, Friðrik Már Ottesen varaformaður og Margeir Stefánsson meðstjórnandi. Þá er tekið fram að ekki hafi allir þeir sem skrifuðu undir samningana verið í vinnu hjá Play. Alþýðusambandið hefur sagt að ÍFF beri öll merki þess að vera svokallað „gult stéttarfélag“ sem gangi erinda atvinnurekenda gegn hagsmunum og lágmarkskjörum launafólks. Þessu hafnar ÍFF og Birgir neitar einnig fyrir þetta. Tilkynning ÍFF í heild sinni: Við, stjórn Íslenska flugstéttafélagins, hörmum að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY. Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Vignir Örn Guðnason, formaður Friðrik Már Ottesen, varaformaður Margeir Stefánsson, meðstjórnandi
Við, stjórn Íslenska flugstéttafélagins, hörmum að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY. Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Vignir Örn Guðnason, formaður Friðrik Már Ottesen, varaformaður Margeir Stefánsson, meðstjórnandi
Play Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira