Fjölmiðlafrumvarpið samþykkt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. maí 2021 14:51 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. vísir/Vilhelm Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla var samþykkt á Alþingi í dag. Þrjátíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en ellefu á móti og tólf greiddu ekki atkvæði. Samkvæmt frumvarpinu stendur til að útdeila alls 400 milljónum króna í styrki til einkarekinna fjölmiðla sem geta sótt um 25 prósenta endurgreiðslu á stuðningshæfum kostnaði; eða launum og verktakagreiðslum sem falla til við að afla og miðla fréttum. Frumvarpið hefur verið umdeilt og tekið umtalsverðum breytingum í meðferð þingsins. Ólíkt því sem lagt var upp með er styrkjakerfið nú tímabundið og gildir einungis út næsta ár. Til stendur að skoða umsvif Ríkisútvarpsins og erlendra efnisveitna á auglýsingamarkaði á þeim tíma sem styrkjakerfið gildir. Greiðsluþak styrkja til einstakra fjölmiðla nemur 100 milljónum króna. Fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt á Alþingi í dag.vísir/Sigurjón Lilja sagði atkvæðagreiðsluna sögulega. „Því að hér er verið að stíga langþráð skref. Markmið laganna er að efla einkarekna fjölmiðla, auka fjölmiðlafrelsi og styrkja stöðu fjölmiðla til að sinna sínu lýðræðislega hlutverki,“ sagði hún og vísaði til þess að tilurð frumvarpsins mætti rekja til starfshóps sem var skipaður árið 2016. „Það er fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð jafnvel þó að hann kunni að vera sá fyrsti af mörgum til að efla íslenska fjölmiðla,“ sagði Lilja. Ekki voru allir sammála um ágæti frumvarpsins og sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er hann greiddi atkvæði að málið væri ömurlegt og arfavitlaust. Ömurlegt og arfavitlaust voru orðin sem Guðmundur Ingi notaði til að lýsa frumvarpinu.Vísir/Vilhelm „Þetta heita einkareknir fjölmiðlar. Núna verða þetta einkareknir fjölmiðlar á ríkisstyrk. Fjölmiðlar fá allt upp undir 100 milljónir, í eigu auðmanna. Á sama tíma er ég að fá tölvupóst eftir tölvupóst, þar sem fólk spyr mig hvernig þau eigi að eiga mat eftir fyrstu vikuna í mánuðinum. Þetta er ömurlegt mál og ég segi nei.“ Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði fulla ástæðu til þess að styrkja fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra. Hann vísaði þó í álit sitt og minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar þar sem lagt var til að styrkjaþakið yrði lækkað. „Við hefðum kosið að þingið hefði samþykkt breytingartillögu okkar sem miðaði að því að hafa styrkina lægri þannig að þeir mundu nýtast fleirum og myndu nýtast betur minni fjölmiðlum en meirihluti þingsins leit ekki svo á og því fór sem fór. En engu að síður þá tel ég að þetta sé framfaramál og við munum styðja þetta mál,“ sagði Guðmundur. Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Þrjátíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en ellefu á móti og tólf greiddu ekki atkvæði. Samkvæmt frumvarpinu stendur til að útdeila alls 400 milljónum króna í styrki til einkarekinna fjölmiðla sem geta sótt um 25 prósenta endurgreiðslu á stuðningshæfum kostnaði; eða launum og verktakagreiðslum sem falla til við að afla og miðla fréttum. Frumvarpið hefur verið umdeilt og tekið umtalsverðum breytingum í meðferð þingsins. Ólíkt því sem lagt var upp með er styrkjakerfið nú tímabundið og gildir einungis út næsta ár. Til stendur að skoða umsvif Ríkisútvarpsins og erlendra efnisveitna á auglýsingamarkaði á þeim tíma sem styrkjakerfið gildir. Greiðsluþak styrkja til einstakra fjölmiðla nemur 100 milljónum króna. Fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt á Alþingi í dag.vísir/Sigurjón Lilja sagði atkvæðagreiðsluna sögulega. „Því að hér er verið að stíga langþráð skref. Markmið laganna er að efla einkarekna fjölmiðla, auka fjölmiðlafrelsi og styrkja stöðu fjölmiðla til að sinna sínu lýðræðislega hlutverki,“ sagði hún og vísaði til þess að tilurð frumvarpsins mætti rekja til starfshóps sem var skipaður árið 2016. „Það er fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð jafnvel þó að hann kunni að vera sá fyrsti af mörgum til að efla íslenska fjölmiðla,“ sagði Lilja. Ekki voru allir sammála um ágæti frumvarpsins og sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er hann greiddi atkvæði að málið væri ömurlegt og arfavitlaust. Ömurlegt og arfavitlaust voru orðin sem Guðmundur Ingi notaði til að lýsa frumvarpinu.Vísir/Vilhelm „Þetta heita einkareknir fjölmiðlar. Núna verða þetta einkareknir fjölmiðlar á ríkisstyrk. Fjölmiðlar fá allt upp undir 100 milljónir, í eigu auðmanna. Á sama tíma er ég að fá tölvupóst eftir tölvupóst, þar sem fólk spyr mig hvernig þau eigi að eiga mat eftir fyrstu vikuna í mánuðinum. Þetta er ömurlegt mál og ég segi nei.“ Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði fulla ástæðu til þess að styrkja fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra. Hann vísaði þó í álit sitt og minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar þar sem lagt var til að styrkjaþakið yrði lækkað. „Við hefðum kosið að þingið hefði samþykkt breytingartillögu okkar sem miðaði að því að hafa styrkina lægri þannig að þeir mundu nýtast fleirum og myndu nýtast betur minni fjölmiðlum en meirihluti þingsins leit ekki svo á og því fór sem fór. En engu að síður þá tel ég að þetta sé framfaramál og við munum styðja þetta mál,“ sagði Guðmundur.
Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira