Veikindi Páls og þjófnaður á síma sagður til skoðunar Kjartan Kjartansson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. maí 2021 18:20 Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja. Lögmaður Samherja fullyrðir að síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, hafi verið stolið af honum meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Þá séu skyndileg veikindi Páls til skoðunar. Páll er hluti af svonefndri „skæruliðadeild Samherja“ sem hefur beitt sér gegn fjölmiðlafólki og gangrýnendum útgerðarfélagsins sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Kjarninn og Stundin hafa að undanförnu birt samskipti skæruliðadeildarinnar, sem virðist meðal annars hafa lagt á ráðin um að hafa áhrif á prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum og kjör formanns Blaðamannafélags Íslands, til þess að verja hagsmuni Samherja. Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja, og Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi fréttamaður og núverandi almannatengill Samherja, hafa verið fyrirferðarmikil í umræddri umfjöllun. Bæði virðast þau til að mynda hafa samið pistla þar sem Samherja var komið til varnar, í nafni Páls. Samherji hefur neitað að tjá sig um samskiptin á þeim forsendum að þeim hafi verið stolið úr síma Páls. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, segir nú að síma Páls hafi verið stolið þegar hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi á Akureyri fyrr í þessum mánuði. Mbl.is sagði fyrst frá í dag. Í samtali við Vísi staðfestir Garðar að stuldur á símanum hafi verið kærður til lögreglunnar á Akureyri. Hann getur ekki sagt til um hvort að símanum hafi verið stolið á sjúkrahúsinu en eftir því sem hann veit best hafi síminn ekki komið í leitirnar aftur. Garðar fullyrðir að Páll hafi verið lífshættulega veikur og að sími hans hafi verið tekinn ófrjálsri hendi þegar hann lá á sjúkrahúsi. Veikindi Páls hafi verið svo alvarleg að hann hafi um tíma verið í öndunarvél. „Maðurinn var mjög alvarlega veikur þegar þetta gerist og það er verið að skoða það líka hvers eðlis þau veikindi voru,“ segir Garðar en ótímabært sé að álykta um hvort að tengsl séu á milli þjófnaðarins og veikindanna. Samherjaskjölin Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Páll er hluti af svonefndri „skæruliðadeild Samherja“ sem hefur beitt sér gegn fjölmiðlafólki og gangrýnendum útgerðarfélagsins sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Kjarninn og Stundin hafa að undanförnu birt samskipti skæruliðadeildarinnar, sem virðist meðal annars hafa lagt á ráðin um að hafa áhrif á prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum og kjör formanns Blaðamannafélags Íslands, til þess að verja hagsmuni Samherja. Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja, og Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi fréttamaður og núverandi almannatengill Samherja, hafa verið fyrirferðarmikil í umræddri umfjöllun. Bæði virðast þau til að mynda hafa samið pistla þar sem Samherja var komið til varnar, í nafni Páls. Samherji hefur neitað að tjá sig um samskiptin á þeim forsendum að þeim hafi verið stolið úr síma Páls. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, segir nú að síma Páls hafi verið stolið þegar hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi á Akureyri fyrr í þessum mánuði. Mbl.is sagði fyrst frá í dag. Í samtali við Vísi staðfestir Garðar að stuldur á símanum hafi verið kærður til lögreglunnar á Akureyri. Hann getur ekki sagt til um hvort að símanum hafi verið stolið á sjúkrahúsinu en eftir því sem hann veit best hafi síminn ekki komið í leitirnar aftur. Garðar fullyrðir að Páll hafi verið lífshættulega veikur og að sími hans hafi verið tekinn ófrjálsri hendi þegar hann lá á sjúkrahúsi. Veikindi Páls hafi verið svo alvarleg að hann hafi um tíma verið í öndunarvél. „Maðurinn var mjög alvarlega veikur þegar þetta gerist og það er verið að skoða það líka hvers eðlis þau veikindi voru,“ segir Garðar en ótímabært sé að álykta um hvort að tengsl séu á milli þjófnaðarins og veikindanna.
Samherjaskjölin Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00
„Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28
„Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49