Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. maí 2021 10:01 Gunnur Líf Gunnarsdóttir. Vísir/Vilhelm Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Fleiri daga en færri í vikunni, vakna ég á undan öllum nágrönnunum, hundinum og eiginmanninum, eða um hálf sex. Hálfsofandi skunda ég frá Garðabænum og niður í World Class Laugum þar sem ég æfi með einni af minni bestu vinkonu, svo það er ekki bara hreyfingin sem er nærandi heldur lika spjallið sem ég næ við æfingarfélagana eldsnemma á morgnanna áður en vinnudagurinn byrjar. Þá morgna sem ég æfi ekki eldsnemma, er ég nú yfirleitt komin á fætur ekki mikið seinna en sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Eftir hreyfingu, World Class eða morgungöngu með hundinn, er heilagur tími með kaffibollanum og stöðufund með eiginmanninum. Eiginmaðurinn er yfirleitt búinn að skanna fréttamiðlana og gefur mér rapport á það helsta sem skiptir máli og því óþarfi fyrir mig að kíkja á nokkurn miðil fyrr en um hádegi. En svo er líka farið yfir skipulag dagsins, hvort sem það er dagskrá barnanna, skutlið, kvöldmaturinn eða annað sem mögulega er á dagskrá þann daginn. Hann er svo farinn á undan í vinnu og næ ég þá smá tíma með börnunum áður en þau fara í skóla, en sá tími er varið mjög misjafnlega; allt frá því að hlusta á píanóleik dótturinnar í að horfa á nýjast Minecraft videóið á youtube með syninum.“ Ertu enn alltaf á hlaupum? „Það fer allt eftir því hvernig þú lítur á spurninguna. Ef þú spyrð fólkið í kringum mig þá er ég alltaf á hlaupum, frá einum stað og á annan með nóg af boltum í fanginu. En hvað formlegu hlaupin varða, þá hafa þeir hlaupaskór verið settir til hliðar þar sem göngutúrar með hundinn hafa meira tekið við. Þá höfum við hjónin nýverið tekið upp að spila tennis sem innheldur reyndar alveg furðulega mikil hlaup og stefnum við á kepppni í tvíliðaleik í sumar og auðvita að spila í sólinni á Spáni við fyrsta tækifæri. En ég tók upp á því að skrá mig í aukakennslu í sumar, svona til að vera viss um að ná að vinna eiginmanninn við tækifæri, sem er ennþá talsvert betri en ég.“ Gunnur segist hafa lagt hlaupaskónna á hilluna en að fara út að ganga með hundinn hafi frekar tekið við. Heimilistíkin Ronja tók ekki annað í mál en að fá að vera með í myndatöku.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin eru mjög fjölbreytt þessa dagana og eru mörg þeirra annaðhvort á upphafsstigum eða á lokametrunum. Mér finnst upphaf sumar góður tími til að fara yfir liðinn vetur, hvað gekk vel hjá okkur og ígrunda vel áherslunar fyrir komandi vetur. Sumarið er góður tími til að skipuleggja og kafa dýpra í ákveðin verkefni. Ég hef lagt mikla áherslu á fræðslu og menntamál hjá Samkaupum og nýverið settum við að af stað stjórnendanám sem hefur haft hug minn alla síðustu misseri í samstarfi við Háskólann á Bifröst. Ég hlakka mikið til að fylgja því eftir í sumar og hitta hópinn uppfullan af hugmyndum í ágúst. Þá höfum við einnig verið að að setja áherslu á jafnréttismál í víðara samhengi, þar sem við erum að fara inn í samstarf við Mirru fræðslusetur sem leggur áherslu á erlenda starfsmenn á Íslandi og svo Samtökin ´78 til að opna á jafnrétti allra og fordómalaust umhverfi innan Samkaupa.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Dagatalið og Outlook er algjör líflína í vinnunni og raun í heimilslífinu líka. Þar skrái ég allt niður, í ákveðnum litakóðum eftir verkefnum, já eða börnum. Ég nota svo ipadinn daglega, þar sem verkefnalisti dagsins er settur niður en hann samþættist við outlook, þannig að það er auðvelt að skrá verkefnin fram í tímann og vera alltaf með uppfærðan lista. Ég passa að reyna að taka frá tíma alla daga, til að fara yfir verkefnalistann, skoða dagatalið og klára tölvupóstinn fyrir næsta dag. Tek frá tíma til að fókusa og passa að ofbóka mig ekki. Þó sumir myndu reyndar segja að það gangi misvel hjá mér, því dagatalið er yfirleitt þéttsetið allt að fjórum vikum fram í tímann.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég vil trúa því að ég sé alltaf sofnuð um tíu leytið en þegar líður á vor og sumar, þá er eins og eitthvað breytist og færist þessi tími nær miðnætti. Mér finnst voða gott að enda daginn á einum þætti, sem geta stundum orðið fleiri en einn ef þeir eru spennandi og með því raskast aðeins þessi tími sem ég fer að sofa.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Byrjar daginn á því að leita að fuglum og köttum Það kann að hljóma furðulega að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, byrji daginn á því að leita að fuglum og köttum. Skýringin er reyndar einföld því morgunrútínu Halldórs er meðal annars stjórnað af yngstu dóttur hans, sem vekur pabba sinn hispurslaust klukkan hálfsjö. Halldór átti sér stóra drauma þegar hann var lítill. Til dæmis að verða tígrisdýr. Í dag eru það hins vegar hjól atvinnulífsins í kjölfar Covid og bólusetninga sem Halldór er með hugann við og í skipulagi heldur hann trygglyndi við Outlook dagatalið. 22. maí 2021 10:00 Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. 15. maí 2021 10:00 Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01 Sálin hans Jóns míns vinsælust og stjórnaði sjálf diskótekunum Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölusviðs Öryggismiðstöðvarinnar, myndi treysta sér til þess að keppa á stórmóti í skipulagningu, svo skipulögð er hún. Á morgnana stýrist fatavalið meðal annars af því hvað ljúfa röddin í símaappi eiginmannsins segir en frá unglingsárunum er það Sálin hans Jóns míns sem stendur upp úr. 1. maí 2021 10:00 Íþróttanördinn í Landsbjörg viðurkennir stríðni barna sinna Nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Kristján Harðarson, viðurkennir að hann sé algjör alæta á íþróttir. Svo mikill íþróttanörd er hann reyndar, að börnin gera að honum smá grín. Kristján skipuleggur verkefnin sín í lok hverrar vinnuviku en þessa dagana er annasamt í vinnunni; Ekki síst vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. 24. apríl 2021 10:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Fleiri daga en færri í vikunni, vakna ég á undan öllum nágrönnunum, hundinum og eiginmanninum, eða um hálf sex. Hálfsofandi skunda ég frá Garðabænum og niður í World Class Laugum þar sem ég æfi með einni af minni bestu vinkonu, svo það er ekki bara hreyfingin sem er nærandi heldur lika spjallið sem ég næ við æfingarfélagana eldsnemma á morgnanna áður en vinnudagurinn byrjar. Þá morgna sem ég æfi ekki eldsnemma, er ég nú yfirleitt komin á fætur ekki mikið seinna en sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Eftir hreyfingu, World Class eða morgungöngu með hundinn, er heilagur tími með kaffibollanum og stöðufund með eiginmanninum. Eiginmaðurinn er yfirleitt búinn að skanna fréttamiðlana og gefur mér rapport á það helsta sem skiptir máli og því óþarfi fyrir mig að kíkja á nokkurn miðil fyrr en um hádegi. En svo er líka farið yfir skipulag dagsins, hvort sem það er dagskrá barnanna, skutlið, kvöldmaturinn eða annað sem mögulega er á dagskrá þann daginn. Hann er svo farinn á undan í vinnu og næ ég þá smá tíma með börnunum áður en þau fara í skóla, en sá tími er varið mjög misjafnlega; allt frá því að hlusta á píanóleik dótturinnar í að horfa á nýjast Minecraft videóið á youtube með syninum.“ Ertu enn alltaf á hlaupum? „Það fer allt eftir því hvernig þú lítur á spurninguna. Ef þú spyrð fólkið í kringum mig þá er ég alltaf á hlaupum, frá einum stað og á annan með nóg af boltum í fanginu. En hvað formlegu hlaupin varða, þá hafa þeir hlaupaskór verið settir til hliðar þar sem göngutúrar með hundinn hafa meira tekið við. Þá höfum við hjónin nýverið tekið upp að spila tennis sem innheldur reyndar alveg furðulega mikil hlaup og stefnum við á kepppni í tvíliðaleik í sumar og auðvita að spila í sólinni á Spáni við fyrsta tækifæri. En ég tók upp á því að skrá mig í aukakennslu í sumar, svona til að vera viss um að ná að vinna eiginmanninn við tækifæri, sem er ennþá talsvert betri en ég.“ Gunnur segist hafa lagt hlaupaskónna á hilluna en að fara út að ganga með hundinn hafi frekar tekið við. Heimilistíkin Ronja tók ekki annað í mál en að fá að vera með í myndatöku.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin eru mjög fjölbreytt þessa dagana og eru mörg þeirra annaðhvort á upphafsstigum eða á lokametrunum. Mér finnst upphaf sumar góður tími til að fara yfir liðinn vetur, hvað gekk vel hjá okkur og ígrunda vel áherslunar fyrir komandi vetur. Sumarið er góður tími til að skipuleggja og kafa dýpra í ákveðin verkefni. Ég hef lagt mikla áherslu á fræðslu og menntamál hjá Samkaupum og nýverið settum við að af stað stjórnendanám sem hefur haft hug minn alla síðustu misseri í samstarfi við Háskólann á Bifröst. Ég hlakka mikið til að fylgja því eftir í sumar og hitta hópinn uppfullan af hugmyndum í ágúst. Þá höfum við einnig verið að að setja áherslu á jafnréttismál í víðara samhengi, þar sem við erum að fara inn í samstarf við Mirru fræðslusetur sem leggur áherslu á erlenda starfsmenn á Íslandi og svo Samtökin ´78 til að opna á jafnrétti allra og fordómalaust umhverfi innan Samkaupa.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Dagatalið og Outlook er algjör líflína í vinnunni og raun í heimilslífinu líka. Þar skrái ég allt niður, í ákveðnum litakóðum eftir verkefnum, já eða börnum. Ég nota svo ipadinn daglega, þar sem verkefnalisti dagsins er settur niður en hann samþættist við outlook, þannig að það er auðvelt að skrá verkefnin fram í tímann og vera alltaf með uppfærðan lista. Ég passa að reyna að taka frá tíma alla daga, til að fara yfir verkefnalistann, skoða dagatalið og klára tölvupóstinn fyrir næsta dag. Tek frá tíma til að fókusa og passa að ofbóka mig ekki. Þó sumir myndu reyndar segja að það gangi misvel hjá mér, því dagatalið er yfirleitt þéttsetið allt að fjórum vikum fram í tímann.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég vil trúa því að ég sé alltaf sofnuð um tíu leytið en þegar líður á vor og sumar, þá er eins og eitthvað breytist og færist þessi tími nær miðnætti. Mér finnst voða gott að enda daginn á einum þætti, sem geta stundum orðið fleiri en einn ef þeir eru spennandi og með því raskast aðeins þessi tími sem ég fer að sofa.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Byrjar daginn á því að leita að fuglum og köttum Það kann að hljóma furðulega að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, byrji daginn á því að leita að fuglum og köttum. Skýringin er reyndar einföld því morgunrútínu Halldórs er meðal annars stjórnað af yngstu dóttur hans, sem vekur pabba sinn hispurslaust klukkan hálfsjö. Halldór átti sér stóra drauma þegar hann var lítill. Til dæmis að verða tígrisdýr. Í dag eru það hins vegar hjól atvinnulífsins í kjölfar Covid og bólusetninga sem Halldór er með hugann við og í skipulagi heldur hann trygglyndi við Outlook dagatalið. 22. maí 2021 10:00 Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. 15. maí 2021 10:00 Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01 Sálin hans Jóns míns vinsælust og stjórnaði sjálf diskótekunum Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölusviðs Öryggismiðstöðvarinnar, myndi treysta sér til þess að keppa á stórmóti í skipulagningu, svo skipulögð er hún. Á morgnana stýrist fatavalið meðal annars af því hvað ljúfa röddin í símaappi eiginmannsins segir en frá unglingsárunum er það Sálin hans Jóns míns sem stendur upp úr. 1. maí 2021 10:00 Íþróttanördinn í Landsbjörg viðurkennir stríðni barna sinna Nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Kristján Harðarson, viðurkennir að hann sé algjör alæta á íþróttir. Svo mikill íþróttanörd er hann reyndar, að börnin gera að honum smá grín. Kristján skipuleggur verkefnin sín í lok hverrar vinnuviku en þessa dagana er annasamt í vinnunni; Ekki síst vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. 24. apríl 2021 10:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Byrjar daginn á því að leita að fuglum og köttum Það kann að hljóma furðulega að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, byrji daginn á því að leita að fuglum og köttum. Skýringin er reyndar einföld því morgunrútínu Halldórs er meðal annars stjórnað af yngstu dóttur hans, sem vekur pabba sinn hispurslaust klukkan hálfsjö. Halldór átti sér stóra drauma þegar hann var lítill. Til dæmis að verða tígrisdýr. Í dag eru það hins vegar hjól atvinnulífsins í kjölfar Covid og bólusetninga sem Halldór er með hugann við og í skipulagi heldur hann trygglyndi við Outlook dagatalið. 22. maí 2021 10:00
Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. 15. maí 2021 10:00
Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01
Sálin hans Jóns míns vinsælust og stjórnaði sjálf diskótekunum Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölusviðs Öryggismiðstöðvarinnar, myndi treysta sér til þess að keppa á stórmóti í skipulagningu, svo skipulögð er hún. Á morgnana stýrist fatavalið meðal annars af því hvað ljúfa röddin í símaappi eiginmannsins segir en frá unglingsárunum er það Sálin hans Jóns míns sem stendur upp úr. 1. maí 2021 10:00
Íþróttanördinn í Landsbjörg viðurkennir stríðni barna sinna Nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Kristján Harðarson, viðurkennir að hann sé algjör alæta á íþróttir. Svo mikill íþróttanörd er hann reyndar, að börnin gera að honum smá grín. Kristján skipuleggur verkefnin sín í lok hverrar vinnuviku en þessa dagana er annasamt í vinnunni; Ekki síst vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. 24. apríl 2021 10:01