Zuma segist saklaus af spillingu Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 12:57 Jacob Zuma í dómsal í morgun. EPA/PHILL MAGAKOE Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, lýsti í dag yfir saklausan af spillingu. Réttarhöld gegn honum hófust í morgun en hann hafur verið ákærður fyrir spillingu og fjársvik í sextán liðum fyrir meint brot sem spanna meira en tvo áratugi. Hinn 79 ára gamli Zuma er meðal annars sakaður um að hafa tekið við mútum frá franska vopnaframleiðandanum Thales, í tengslum við kaup Suður-Afríku á orrustuþotum, kafbátum og annars konar vopnum af fimm evrópskum fyrirtækjum árið 1999. Þá var Zuma aðstoðarmaður Thabo Mbeki, sem var forseti. Zuma var forseti á árunum 2009 til 2018 og er hann sagður hafa tekið við fúlgum fjár frá Thales í gegnum árin. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að lögmenn Thales hafi einnig lýst yfir sakleysi fyrirtækisins, sem hefur verið ákært fyrir spillingu og fjárþvætti. Þeir sögðu fyrirtækið ekki hafa greitt Zuma mútur til að koma í veg fyrir rannsókn á áðurnefndum vopnakaupum. Zuma var fyrst ákærður árið 2005 en réttarhöldum gegn honum hefur ítrekað verið frestað síðan þá. Hann hefur haldið því fram að ásakanirnar séu runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna. BBC segir að vopnakaupin hafi verið verulega umdeild allt frá því þau voru fyrst tilkynnt. Í heildina greiddi Suður-Afríka um þrjátíu milljarða rand fyrir vopnin en það samsvarar um 260 milljörðum króna, gróflega reiknað. Gagnrýnendur sögðu réttast að verja peningunum í berjast gegn fátækt í Suður-Afríku og bentu á að ríkið stæði ekki frammi fyrir neinum ógnum sem réttlættu fjárfestingu sem þessa í herafla landsins. Réttarhöldin gegn Zuma eiga að halda áfram í sumar. Suður-Afríka Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Hinn 79 ára gamli Zuma er meðal annars sakaður um að hafa tekið við mútum frá franska vopnaframleiðandanum Thales, í tengslum við kaup Suður-Afríku á orrustuþotum, kafbátum og annars konar vopnum af fimm evrópskum fyrirtækjum árið 1999. Þá var Zuma aðstoðarmaður Thabo Mbeki, sem var forseti. Zuma var forseti á árunum 2009 til 2018 og er hann sagður hafa tekið við fúlgum fjár frá Thales í gegnum árin. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að lögmenn Thales hafi einnig lýst yfir sakleysi fyrirtækisins, sem hefur verið ákært fyrir spillingu og fjárþvætti. Þeir sögðu fyrirtækið ekki hafa greitt Zuma mútur til að koma í veg fyrir rannsókn á áðurnefndum vopnakaupum. Zuma var fyrst ákærður árið 2005 en réttarhöldum gegn honum hefur ítrekað verið frestað síðan þá. Hann hefur haldið því fram að ásakanirnar séu runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna. BBC segir að vopnakaupin hafi verið verulega umdeild allt frá því þau voru fyrst tilkynnt. Í heildina greiddi Suður-Afríka um þrjátíu milljarða rand fyrir vopnin en það samsvarar um 260 milljörðum króna, gróflega reiknað. Gagnrýnendur sögðu réttast að verja peningunum í berjast gegn fátækt í Suður-Afríku og bentu á að ríkið stæði ekki frammi fyrir neinum ógnum sem réttlættu fjárfestingu sem þessa í herafla landsins. Réttarhöldin gegn Zuma eiga að halda áfram í sumar.
Suður-Afríka Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira