Umfjöllun: Tindastóll - Þór/KA 1-2 | Dramatík í fyrsta Norðurlandsslagnum í efstu deild Anton Ingi Leifsson skrifar 27. maí 2021 22:00 vísir/hulda margrét Þór/KA vann fyrsta norðurlandaslaginn í efstu deild kvenna er liðið hafði betur gegn Tindastóll, 2-1, er þau mættust á Sauðárkróki í kvöld. Nýliðarnir í Tindastól höfðu farið ágætlega af stað á meðan Þór/KA var einungis með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina. Þór/KA var meira með boltann í fyrri hálfleik og stýrðu nokkurn veginn ferðinni en það voru heimastúlkur sem komust yfir. Eftir aukaspyrnu á 22. mínútu var það, ekki mjög óvænt, Murielle Tiernan sem kom boltanum í netið. Slök dekkning hjá Þór/KA en vel útfært hjá heimastúlkum. Þannig stóðu leikar í hálfleik en Þór/KA stýrði áfram ferðinni í síðari hálfleik án þess að skapa sér góð færi. Heimastúlkur voru þéttar og gerðu síðan vel með boltann. Leikurinn breyttist er Sandra Nabweteme kom inn af bekknum. Hún jafnaði metin á 73. mínútu og skoraði svo sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins. Lokatölur 2-1. Af hverju vann Þór/KA? Sandra Nabweteme. Allt, allt annað að sjá Þór/KA-liðið eftir að hún kom inn á. Þær höfðu nánast ekkert skapað sér framan af leik en hún er ansi lipur með boltann og gerði vel í mörkunum þó að Stólarnir verða ansi svekktir með varnarleikinn í mörkunum tveimur. Hverjar stóðu upp úr? Aftur: Sandra Nabweteme. Tuttugu mínútur. Tvö mörk. Það er ágætis tölfræði. Rosalegur kraftur í henni og hún er lunkin fótboltakona. Amber Kristin Michel í marki Tindastóls er einnig ansi góður markvörður. Hún varði vel, meðal annars, undir lok leiksins. Hvað gekk illa? Varnarleikur Tindastóls í báðum mörkunum var ekki til útflutnings. Þær þurfa gera betur. Í fyrra markinu var það mistök í uppspili og síðara markið var misskilningur í talningu sem skildi Söndru aleina á fjærstönginni. Hvað gerist næst? Það er bara áfram gakk hjá Stólunum sem mæta Íslandsmeisturum Breiðablik í bikarkeppninni á mánudaginn áður en Valur bíður í deildinni. Þór/KA mætir FH í bikarnum og svo Þrótti í deildinni. Tindastóll Þór Akureyri KA
Þór/KA vann fyrsta norðurlandaslaginn í efstu deild kvenna er liðið hafði betur gegn Tindastóll, 2-1, er þau mættust á Sauðárkróki í kvöld. Nýliðarnir í Tindastól höfðu farið ágætlega af stað á meðan Þór/KA var einungis með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina. Þór/KA var meira með boltann í fyrri hálfleik og stýrðu nokkurn veginn ferðinni en það voru heimastúlkur sem komust yfir. Eftir aukaspyrnu á 22. mínútu var það, ekki mjög óvænt, Murielle Tiernan sem kom boltanum í netið. Slök dekkning hjá Þór/KA en vel útfært hjá heimastúlkum. Þannig stóðu leikar í hálfleik en Þór/KA stýrði áfram ferðinni í síðari hálfleik án þess að skapa sér góð færi. Heimastúlkur voru þéttar og gerðu síðan vel með boltann. Leikurinn breyttist er Sandra Nabweteme kom inn af bekknum. Hún jafnaði metin á 73. mínútu og skoraði svo sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins. Lokatölur 2-1. Af hverju vann Þór/KA? Sandra Nabweteme. Allt, allt annað að sjá Þór/KA-liðið eftir að hún kom inn á. Þær höfðu nánast ekkert skapað sér framan af leik en hún er ansi lipur með boltann og gerði vel í mörkunum þó að Stólarnir verða ansi svekktir með varnarleikinn í mörkunum tveimur. Hverjar stóðu upp úr? Aftur: Sandra Nabweteme. Tuttugu mínútur. Tvö mörk. Það er ágætis tölfræði. Rosalegur kraftur í henni og hún er lunkin fótboltakona. Amber Kristin Michel í marki Tindastóls er einnig ansi góður markvörður. Hún varði vel, meðal annars, undir lok leiksins. Hvað gekk illa? Varnarleikur Tindastóls í báðum mörkunum var ekki til útflutnings. Þær þurfa gera betur. Í fyrra markinu var það mistök í uppspili og síðara markið var misskilningur í talningu sem skildi Söndru aleina á fjærstönginni. Hvað gerist næst? Það er bara áfram gakk hjá Stólunum sem mæta Íslandsmeisturum Breiðablik í bikarkeppninni á mánudaginn áður en Valur bíður í deildinni. Þór/KA mætir FH í bikarnum og svo Þrótti í deildinni.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti