Kosningaórói Njáls Trausta Benedikt Vilhjálmsson Warén skrifar 27. maí 2021 20:18 Ekki hafa margir Alþingismenn orðið á vegi íbúa Austurlands undanfarið og ef ekki hefðu komið til hörmungarnar á Seyðisfirði hefði enn minna sést til þeirra á svæðinu en ella. Covid19 er ekki eina skýringin á fjarveru Alþingismanna og svo merkilegt sem það kann að hljóma, þá er þeirra sárt saknað. Fátt jafnast á við gott samtal, maður við mann, - jafnvel við Alþingismann. Njáll Trausti Friðbertsson er einn þeirra. Hann er núna hrokkinn í kosningagírinn og búinn að manna skjálftavaktina, enda mikið í mun að haldast inn á þingi. Hann birtir hverja greinina af annarri um allt sem hann ætlar sér að gera næsta kjörtímabil. Nánast allt tilheyrir það í Eyjafjarðarsvæðinu. Kjósendur á Austurlandi blekktir Hitt er ekki síðir athyglivert hjá Njáli Trausta. Hann er að reyna að blekkja kjósendur á Austurlandi. Af veikum mætti gefur hann í skyn að hann beri einhverja umhyggju fyrir svæðinu og sérstaklega Egilsstaðaflugvelli. Það er öðru nær. Ef svo væri hefur hann haft mörg tækifæri til að þrýsta á um endurbætur á flugvellinum. En það hefur hann ekki gert. Hann hefur nánast aldrei lagt nokkuð til málanna á Egilsstaðaflugvelli nema að nefna Akureyrarflugvöll í sömu andránni. Það gerir hann þrátt fyrir að það stefni í að allt að fimm milljörðum verði búið að verja í framkvæmdir á Akureyrarflugvelli frá síðustu aldarmótum, en núll krónum í Egilsstaðaflugvöll. Þar að auki þarf tvo milljarða til að klára nýju flugstöðina fyrir 2025. Gott er að eiga hauk í horni fyrir suma a.m.k. Fyrir Njál er það ekki ónýtt að hafa á sínu bandi, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og flokkssystur. Það getur ekki klikkað. Fyrir löngu var búið að nefna veikleika Akureyrarflugvallar vegna hárra fjalla umlykjandi. Einmitt vegna þeirra var farið í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og þar auki eru hvað bestar veðurfarslegar andstæður miðað við Keflavíkurflugvöll og gerir hann heppilegastan til að taka við þegar eitthvað truflar rekstur Keflavíkurflugvallar. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft Rétt er einnig hér að minnast á læriföður Njáls, Kristján Þór Júlísson. Áherslurnar voru þrjár í samgöngumálum NA-kjördæmis alls, þ.e. betra vegasamband frá Akureyri til Reykjavíkur, Akureyrarflugvöllur og Vaðlaheiðargöng. Þá sjaldan hann kom austur á land var það til að etja mönnum saman í hrepparíg t.d. þegar hann hvatti menn til að beita sér fyrir að færa þjóðveg eitt svo hann lægi um þéttbýliskjarnana við sjávarsíðuna. Engu breyttu rök um lengingu þjóðvegarins, sem af því hlytist. Aðspurður um hvort hann mundi nota sömu rök og beita sér fyrir legu þjóðvegar eitt fyrir Tröllaskaga. Því svaraði hann engu. Öfugt við Kristján er Njáll ekki í náðinni hjá Samherja. Óljóst er hvort það er kostur eða galli og hæpið að það verði mælanlegt þegar vegin verða saman önnur afrek Njáls fyrir Austurland. En hvað varðar sjálfstæðismenn austan Vaðlaheiðar, ættu þeir alvarlega að hugsa sinn gang, þegar kemur að því að velja þingmannsefni á lista flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ekki hafa margir Alþingismenn orðið á vegi íbúa Austurlands undanfarið og ef ekki hefðu komið til hörmungarnar á Seyðisfirði hefði enn minna sést til þeirra á svæðinu en ella. Covid19 er ekki eina skýringin á fjarveru Alþingismanna og svo merkilegt sem það kann að hljóma, þá er þeirra sárt saknað. Fátt jafnast á við gott samtal, maður við mann, - jafnvel við Alþingismann. Njáll Trausti Friðbertsson er einn þeirra. Hann er núna hrokkinn í kosningagírinn og búinn að manna skjálftavaktina, enda mikið í mun að haldast inn á þingi. Hann birtir hverja greinina af annarri um allt sem hann ætlar sér að gera næsta kjörtímabil. Nánast allt tilheyrir það í Eyjafjarðarsvæðinu. Kjósendur á Austurlandi blekktir Hitt er ekki síðir athyglivert hjá Njáli Trausta. Hann er að reyna að blekkja kjósendur á Austurlandi. Af veikum mætti gefur hann í skyn að hann beri einhverja umhyggju fyrir svæðinu og sérstaklega Egilsstaðaflugvelli. Það er öðru nær. Ef svo væri hefur hann haft mörg tækifæri til að þrýsta á um endurbætur á flugvellinum. En það hefur hann ekki gert. Hann hefur nánast aldrei lagt nokkuð til málanna á Egilsstaðaflugvelli nema að nefna Akureyrarflugvöll í sömu andránni. Það gerir hann þrátt fyrir að það stefni í að allt að fimm milljörðum verði búið að verja í framkvæmdir á Akureyrarflugvelli frá síðustu aldarmótum, en núll krónum í Egilsstaðaflugvöll. Þar að auki þarf tvo milljarða til að klára nýju flugstöðina fyrir 2025. Gott er að eiga hauk í horni fyrir suma a.m.k. Fyrir Njál er það ekki ónýtt að hafa á sínu bandi, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og flokkssystur. Það getur ekki klikkað. Fyrir löngu var búið að nefna veikleika Akureyrarflugvallar vegna hárra fjalla umlykjandi. Einmitt vegna þeirra var farið í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og þar auki eru hvað bestar veðurfarslegar andstæður miðað við Keflavíkurflugvöll og gerir hann heppilegastan til að taka við þegar eitthvað truflar rekstur Keflavíkurflugvallar. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft Rétt er einnig hér að minnast á læriföður Njáls, Kristján Þór Júlísson. Áherslurnar voru þrjár í samgöngumálum NA-kjördæmis alls, þ.e. betra vegasamband frá Akureyri til Reykjavíkur, Akureyrarflugvöllur og Vaðlaheiðargöng. Þá sjaldan hann kom austur á land var það til að etja mönnum saman í hrepparíg t.d. þegar hann hvatti menn til að beita sér fyrir að færa þjóðveg eitt svo hann lægi um þéttbýliskjarnana við sjávarsíðuna. Engu breyttu rök um lengingu þjóðvegarins, sem af því hlytist. Aðspurður um hvort hann mundi nota sömu rök og beita sér fyrir legu þjóðvegar eitt fyrir Tröllaskaga. Því svaraði hann engu. Öfugt við Kristján er Njáll ekki í náðinni hjá Samherja. Óljóst er hvort það er kostur eða galli og hæpið að það verði mælanlegt þegar vegin verða saman önnur afrek Njáls fyrir Austurland. En hvað varðar sjálfstæðismenn austan Vaðlaheiðar, ættu þeir alvarlega að hugsa sinn gang, þegar kemur að því að velja þingmannsefni á lista flokksins.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun