Ærslabelgur, vöfflur og flóamarkaður í Laugarási í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2021 16:01 Til stendur að vera með flóamarkað alla Laugardaga í Varmagerði í sumar. Vísir/Aðsend Sumarvertíðin byrjaði með gestasprengju hjá Dýragarðinum í Slakka í Biskupstungum þegar garðurinn opnaði dyr sínar að nýju á dögunum. Meira en þúsund manns sóttu garðinn heim og svo mikil var aðsóknin að búa þurfti til fleiri bílastæði til þess að sinna gestaflóðinu. Undanfarin ár hefur dýragarðurinn opnað dyr sínar um páskana en vegna ástandsins í samfélaginu var því frestað þetta árið. Garðurinn opnaði dyr sínar þann 15. maí síðastliðinn og segir Gunnur Ösp Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Slakka, að meira en þúsund manns hafi komið í Slakka þá helgi. „Það eru allir svo spenntir fyrir að fá að gera eitthvað skemmtilegt og það varð sprengja. Þetta verður svona í allt sumar, sem er yndislegt. Ég held að það hafi komið svona þúsund manns fyrstu helgina. Í kjölfarið þurftum við að bæta við bílastæðum svo að allir sem vildu koma kæmust að,“ segir Gunnur í samtali við fréttastofu. Ýmis dýr eru í Slakka, meðal annars þessir fallegu hvolpar.Aðsend Laugardagar í Laugarási Hún segir að margt skemmtilegt sé í bígerð hjá dýragarðinum og stefnir hún að því, ásamt Sonju Magnúsdóttur, íbúa í Varmagerði í Laugarási, að vera með flóamarkað í Laugarási alla laugardaga í sumar. „Þá gefst öllum íbúum hverfisins tækifæri til þess að selja vörur sínar. Hér býr til dæmis mjög flottur listamaður sem er með gallerí og þrír bæir eru með grænmetisrækt og sölu. Svo erum við sjálf með veitingastað. Ég held að þetta verði alveg hrikalega skemmtilegt,“ segir Gunnur. Hugmyndin er að hafa flóamarkaðinn í Varmagerði, sem er gamalt garðyrkjubýli og heimili Sonju í sumar. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á jóga í Varmagerði, hafa lifandi tónlist á flóamarkaðnum, bjóða upp á vörur af svæðinu og mat. Svo er svo margt í boði hérna, það er listagallerí og grænmetisbændur og plöntusala og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Sonja. Helgi, stofnandi Slakka, réðst nýlega í endurbætur á dýrahúsunum í Slakka.Aðsend „Þá getur fólk komið úr sumarbústaðnum, lagt bílnum og bara gengið hérna um Laugarás. Það getur keypt sér grænmeti og plöntur, kíkt á flóamarkað og farið með krakkana í Slakka. Það er geggjaður laugardagur þegar þú ert í bústað.“ Býst við öðru góðu íslensku ferðasumri Nýlega var ráðist í miklar endurbætur á húsnæði Slakka en faðir Gunnar, Helgi Sveinbjörnsson, sem stofnaði Slakka árið 1993, smíðaði ný hús fyrir öll dýrin í garðinum. „Hann smíðar þetta allt saman sjálfur og fær allan efnivið úr skógræktinni í Þjórsárdal,“ segir Gunnur. Slakki er vinsæll fyrir fjölskyldufólk.Aðsend Slakki býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Bæði er hægt að skoða og klappa öllum dýrunum sem búa þar en svo er fótbolta- og körfuboltavöllur á svæðinu, þrautabraut og ýmislegt fleira. „Við fáum líka ærslabelg til okkar í næstu viku. Það er mikil aukning á því að fjölskyldufólk komi með krakkana til okkar og verji meirihluta dags hjá okkur af því að afþreyingin er orðin svo fjölbreytt. Fólk er bara að njóta fjölskyldudags hjá okkur.“ Hún segist bjartsýn fyrir sumrinu. „Ó já, ég held að þetta verði frábært sumar. Síðasta sumar, þegar enginn fór til útlanda og allir voru að ferðast innanlands, fjölgaði gestum hjá okkur alveg rosalega. Ég held að við megum búast við því sama í ár,“ segir Gunnur. „Við erum ekki að stíla inn á ferðamenn og höfum aldrei gert. Íslendingar eru okkar markhópur og við sáum sannarlega síðasta sumar hvað fólk var spennt fyrir því að upplifa allt sem hægt er innanlands.“ Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Undanfarin ár hefur dýragarðurinn opnað dyr sínar um páskana en vegna ástandsins í samfélaginu var því frestað þetta árið. Garðurinn opnaði dyr sínar þann 15. maí síðastliðinn og segir Gunnur Ösp Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Slakka, að meira en þúsund manns hafi komið í Slakka þá helgi. „Það eru allir svo spenntir fyrir að fá að gera eitthvað skemmtilegt og það varð sprengja. Þetta verður svona í allt sumar, sem er yndislegt. Ég held að það hafi komið svona þúsund manns fyrstu helgina. Í kjölfarið þurftum við að bæta við bílastæðum svo að allir sem vildu koma kæmust að,“ segir Gunnur í samtali við fréttastofu. Ýmis dýr eru í Slakka, meðal annars þessir fallegu hvolpar.Aðsend Laugardagar í Laugarási Hún segir að margt skemmtilegt sé í bígerð hjá dýragarðinum og stefnir hún að því, ásamt Sonju Magnúsdóttur, íbúa í Varmagerði í Laugarási, að vera með flóamarkað í Laugarási alla laugardaga í sumar. „Þá gefst öllum íbúum hverfisins tækifæri til þess að selja vörur sínar. Hér býr til dæmis mjög flottur listamaður sem er með gallerí og þrír bæir eru með grænmetisrækt og sölu. Svo erum við sjálf með veitingastað. Ég held að þetta verði alveg hrikalega skemmtilegt,“ segir Gunnur. Hugmyndin er að hafa flóamarkaðinn í Varmagerði, sem er gamalt garðyrkjubýli og heimili Sonju í sumar. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á jóga í Varmagerði, hafa lifandi tónlist á flóamarkaðnum, bjóða upp á vörur af svæðinu og mat. Svo er svo margt í boði hérna, það er listagallerí og grænmetisbændur og plöntusala og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Sonja. Helgi, stofnandi Slakka, réðst nýlega í endurbætur á dýrahúsunum í Slakka.Aðsend „Þá getur fólk komið úr sumarbústaðnum, lagt bílnum og bara gengið hérna um Laugarás. Það getur keypt sér grænmeti og plöntur, kíkt á flóamarkað og farið með krakkana í Slakka. Það er geggjaður laugardagur þegar þú ert í bústað.“ Býst við öðru góðu íslensku ferðasumri Nýlega var ráðist í miklar endurbætur á húsnæði Slakka en faðir Gunnar, Helgi Sveinbjörnsson, sem stofnaði Slakka árið 1993, smíðaði ný hús fyrir öll dýrin í garðinum. „Hann smíðar þetta allt saman sjálfur og fær allan efnivið úr skógræktinni í Þjórsárdal,“ segir Gunnur. Slakki er vinsæll fyrir fjölskyldufólk.Aðsend Slakki býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Bæði er hægt að skoða og klappa öllum dýrunum sem búa þar en svo er fótbolta- og körfuboltavöllur á svæðinu, þrautabraut og ýmislegt fleira. „Við fáum líka ærslabelg til okkar í næstu viku. Það er mikil aukning á því að fjölskyldufólk komi með krakkana til okkar og verji meirihluta dags hjá okkur af því að afþreyingin er orðin svo fjölbreytt. Fólk er bara að njóta fjölskyldudags hjá okkur.“ Hún segist bjartsýn fyrir sumrinu. „Ó já, ég held að þetta verði frábært sumar. Síðasta sumar, þegar enginn fór til útlanda og allir voru að ferðast innanlands, fjölgaði gestum hjá okkur alveg rosalega. Ég held að við megum búast við því sama í ár,“ segir Gunnur. „Við erum ekki að stíla inn á ferðamenn og höfum aldrei gert. Íslendingar eru okkar markhópur og við sáum sannarlega síðasta sumar hvað fólk var spennt fyrir því að upplifa allt sem hægt er innanlands.“
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira