Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. maí 2021 16:24 Katrín hefur áður þurft að svara því hvort hún beri fullt traust til ráðherrans en það var þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hóf frumkvæðisathugun á hæfi hans eftir Samherjaskjölin. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. Nafn Kristjáns Þórs kom fram í samskiptum „skæruliðadeildarinnar“ sem Stundin og Kjarnin birtu í vikunni og vísuðu meðlimir hennar meðal annars í Kristjáns sem eins þeirra sem „stæðu í kringum“ Samherja í tengslum við ásakanir um mútur og spillingu Samherja í Namibíu. Stundin greindi frá þessu. Þá kom fram að Páll Steingrímsson skipstjóri hefði verið í samskiptum við Kristján Þór en Páll var skrifaður fyrir ýmsum skoðanagreinum sem almannatengill Samherja og lögmaður skrifuðu flestar og voru samþykktar af helstu stjórnendum útgerðarinnar. Í greinunum var fréttaflutningur af Namibíumálinu dreginn í efa og ráðist persónulega á þá blaðamenn sem upplýstu um málið. Sjálfstæðisflokkurinn velji sína ráðherra sjálfur Kristján Þór lýsti sig vanhæfan til að fjalla um mál sem sneru beint að Samherja í desember 2019 eftir að Namibíumálið kom upp. Hann hefur lengi mælst sem langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar í könnunum Maskínu en í nýjustu könnuninni, sem birtist fyrir rúmum mánuði, voru aðeins níu prósent landsmanna ánægð með störf hans. Vísir spurði Katrínu hvað henni þætti um að ráðherra hennar væri svo gríðarlega óvinsæll meðal almennings og að nafn hans kæmi sífellt upp í umfjöllun um tengsl við fyrirtækið Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fór í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns í desember 2019 en meirihluti nefndarinnar ákvað að hætta henni þrátt fyrir mótbárur minnihlutans. „Nú er það þannig að hver og einn flokkur velur sína ráðherra og þannig er það bara. En eins og ég segi þá hef ég ekki séð neitt í hans störfum sem gefur mér tilefni til að vantreysta honum,“ sagði Katrín við Vísi. Vísir heyrði þá í formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssyni til að ræða málið. Hann kvaðst ekki hafa lesið umfjöllun Stundarinnar og ekki vita um hvað málið snerist. Eftir lauslega rakningu blaðamanns á því að nafn Kristjáns hefði komið upp í samtölum „skæruliðadeildarinnar“ og að skipstjórinn Páll hefði vísað í samtöl við Kristján vildi Bjarni lítið segja. Bjarna þótti ekki eðlilegt að tjá sig um málið.vísir/vilhelm Spurður hvað honum þætti um að Kristján hefði verið í samskiptum við Pál sagði hann: „Mér finnst rétt að þú snúir þér bara að þeim sem eiga í hlut og spyrja þá hvað er til í þessu. Er það ekki nær? Er ekki tilgangslaust að spyrja mig að því? Hvernig í ósköpunum á ég að tjá mig um það?“ Óljóst hvort ráðherrann gaf góð ráð Vísir hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu tvo daga. Í samtali við Ríkisútvarpið eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagðist Kristján þó hafa átt í samskiptum við skipstjórann. Hann segist hafa þekkt Pál síðan hann var nemandi í Stýrimannaskólanum á Dalvík. Vísir hefur ekki náð í Kristján Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.vísir/vilhelm „Ég hef aldrei verið í samskiptum við neina skæruliðadeild og hef ekki hugsað mér að taka upp slíkt verklag,“ sagði hann. Þegar hann var spurður beint út hvort hann hefði verið í samskiptum við umrætt fólk eða stjórnendur fyrirtækisins og gefið þeim góð ráð eftir síðustu uppljóstranir í málinu sagði hann: „Eins og ég segi, ég þekki Pál Steingrímsson mjög vel og hef margoft talað við Pál eins og marga aðra starfsmenn í þessu fyrirtæki, eins og aðra kjósendur í Norðausturkjördæmi eða annars staðar á landinu. Ég hef talað við trillukarl hér og bónda þar og svo framvegis.“ Hann hefur ekki svarað því í hverju samskipti hans við Pál fólust nákvæmlega en í samtölum skæruliðadeildarinnar sem Stundin birti er Kristján einn þeirra sem voru á úthringilista Páls, sem hann kvaðst hafa fengið frá forstjóra Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni, til að reyna að hafa áhrif á prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Þar kemur fram að Samherji vilji alls ekki að Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður taki fyrsta sæti í kjördæminu á eftir Kristjáni Þór sem er að hætta á þingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Nafn Kristjáns Þórs kom fram í samskiptum „skæruliðadeildarinnar“ sem Stundin og Kjarnin birtu í vikunni og vísuðu meðlimir hennar meðal annars í Kristjáns sem eins þeirra sem „stæðu í kringum“ Samherja í tengslum við ásakanir um mútur og spillingu Samherja í Namibíu. Stundin greindi frá þessu. Þá kom fram að Páll Steingrímsson skipstjóri hefði verið í samskiptum við Kristján Þór en Páll var skrifaður fyrir ýmsum skoðanagreinum sem almannatengill Samherja og lögmaður skrifuðu flestar og voru samþykktar af helstu stjórnendum útgerðarinnar. Í greinunum var fréttaflutningur af Namibíumálinu dreginn í efa og ráðist persónulega á þá blaðamenn sem upplýstu um málið. Sjálfstæðisflokkurinn velji sína ráðherra sjálfur Kristján Þór lýsti sig vanhæfan til að fjalla um mál sem sneru beint að Samherja í desember 2019 eftir að Namibíumálið kom upp. Hann hefur lengi mælst sem langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar í könnunum Maskínu en í nýjustu könnuninni, sem birtist fyrir rúmum mánuði, voru aðeins níu prósent landsmanna ánægð með störf hans. Vísir spurði Katrínu hvað henni þætti um að ráðherra hennar væri svo gríðarlega óvinsæll meðal almennings og að nafn hans kæmi sífellt upp í umfjöllun um tengsl við fyrirtækið Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fór í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns í desember 2019 en meirihluti nefndarinnar ákvað að hætta henni þrátt fyrir mótbárur minnihlutans. „Nú er það þannig að hver og einn flokkur velur sína ráðherra og þannig er það bara. En eins og ég segi þá hef ég ekki séð neitt í hans störfum sem gefur mér tilefni til að vantreysta honum,“ sagði Katrín við Vísi. Vísir heyrði þá í formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssyni til að ræða málið. Hann kvaðst ekki hafa lesið umfjöllun Stundarinnar og ekki vita um hvað málið snerist. Eftir lauslega rakningu blaðamanns á því að nafn Kristjáns hefði komið upp í samtölum „skæruliðadeildarinnar“ og að skipstjórinn Páll hefði vísað í samtöl við Kristján vildi Bjarni lítið segja. Bjarna þótti ekki eðlilegt að tjá sig um málið.vísir/vilhelm Spurður hvað honum þætti um að Kristján hefði verið í samskiptum við Pál sagði hann: „Mér finnst rétt að þú snúir þér bara að þeim sem eiga í hlut og spyrja þá hvað er til í þessu. Er það ekki nær? Er ekki tilgangslaust að spyrja mig að því? Hvernig í ósköpunum á ég að tjá mig um það?“ Óljóst hvort ráðherrann gaf góð ráð Vísir hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu tvo daga. Í samtali við Ríkisútvarpið eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagðist Kristján þó hafa átt í samskiptum við skipstjórann. Hann segist hafa þekkt Pál síðan hann var nemandi í Stýrimannaskólanum á Dalvík. Vísir hefur ekki náð í Kristján Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.vísir/vilhelm „Ég hef aldrei verið í samskiptum við neina skæruliðadeild og hef ekki hugsað mér að taka upp slíkt verklag,“ sagði hann. Þegar hann var spurður beint út hvort hann hefði verið í samskiptum við umrætt fólk eða stjórnendur fyrirtækisins og gefið þeim góð ráð eftir síðustu uppljóstranir í málinu sagði hann: „Eins og ég segi, ég þekki Pál Steingrímsson mjög vel og hef margoft talað við Pál eins og marga aðra starfsmenn í þessu fyrirtæki, eins og aðra kjósendur í Norðausturkjördæmi eða annars staðar á landinu. Ég hef talað við trillukarl hér og bónda þar og svo framvegis.“ Hann hefur ekki svarað því í hverju samskipti hans við Pál fólust nákvæmlega en í samtölum skæruliðadeildarinnar sem Stundin birti er Kristján einn þeirra sem voru á úthringilista Páls, sem hann kvaðst hafa fengið frá forstjóra Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni, til að reyna að hafa áhrif á prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Þar kemur fram að Samherji vilji alls ekki að Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður taki fyrsta sæti í kjördæminu á eftir Kristjáni Þór sem er að hætta á þingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira