Hawks tók forystuna, Tatum hélt Celtics á floti og stjörnuleikur Luka dugði ekki | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2021 09:45 „U can´t touch this,“ eða „Þið getið ekki snert þetta,“ á ástkæra ylhýra söng MC Hammer á sínum tíma. Það átti svo sannarlega við Nets og Tatum í nótt en hann var ósnertanlegur allan leikinn og skoraði 50 stig. Adam Glanzman/Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í kvöld. Atlanta Hawks tók 2-1 forystu í einvígi sínu gegn New York Knicks, lokatölur 105-94. Á sama tíma tókst Boston Celtics að vinna Brooklyn Nets, 125-119, og Los Angeles Clippers vann Dallas Mavericks, 118-108, en bæði lið voru 2-0 undir fyrir leiki næturinnar. Eftir tvo hörkuleiki í New York færðist sería Knicks og Hawks til Atlanta. Staðan í seríunni 1-1 og stefnir í hörkurimmu. Atlanta tók forystuna í nótt þökk sé frábærum öðrum leikhluta þar sem þeir héldu Knicks í aðeins 13 stigum. Aðrir leikhlutar voru einkar jafnir og ef ekki hefði verið fyrir frábæran annan leikhluta Atlanta hefði þessi leikur vel getað þróast öðruvísi. Derrick Rose – sem var að byrja sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni síðan 2015 – var frábær í liði Knicks með 30 stig ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Julius Randle bauð upp á tvöfalda tvennu en hann gerði 14 stig ásamt því að taka 11 fráköst. 21 PTS, 14 AST for @TheTraeYoung.2-1 series lead for @ATLHawks.Game 4: Sunday at 1pm/et on ABC pic.twitter.com/fNKvhCtGdc— NBA (@NBA) May 29, 2021 Hjá Atlanta var Trae Young með 21 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar á samherja sína. Clint Capela var einnig með tvöfalda tvennu, hann skoraði 13 stig og reif niður 12 fráköst. Boston Celtics tókst að landa sex stiga sigri gegn Brooklyn Nets í nótt. Eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Brooklyn náðu Celtics að snúa bökum saman og sjá til þess að Nets væri ekki 3-0 yfir eftir leikinn í nótt. JAYSON TATUM.50 POINTS AND THE DAGGER. pic.twitter.com/MqlhYyAuQr— ESPN (@espn) May 29, 2021 Boston hefði hins vegar aldrei átt roð í Brooklyn ef ekki hefði verið ótrúlegan leik Jayson Tatum. Hann skoraði hvorki meira né minna en 50 stig í 125-119 sigri Boston-manna. Þá tók hann einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Marcus Smart skoraði 23 stig og gaf sex stoðsendingar í liði Boston á meðan Tristan Thompson skoraði 19 og tók 13 fráköst. Hjá Nets var James Harden með 41 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar á meðan Kevin Durant skoraði 39 stig. Dallas var með yfirhöndina í fyrsta leikhluta en eftir það sigur Clippers fram úr. Liðið náði hægt og bítandi að byggja upp smá forystu sem það lét ekki af hendi og vann á endanum tíu stiga sigur, 118-108. Stjörnutvíeyki Clippers steig upp í leiknum en Kawhi Leonard skoraði 36 stig ásamt því að taka 8 fráköst og Paul George skoraði 29 stig og tók 7 fráköst. Hjá Dallas var það að sjálfsögðu Luka Dončić sem var stigahæstur og var hann grátlega nærri þrefaldri tvennu. Luka skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Það dugði ekki að þessu sinni. Kawhi and Luka duel as the @LAClippers (1-2) take Game 3 on the road! #NBAPlayoffs Leonard: 36 PTS, 13-17 FGMDoncic: 44 PTS, 9 REB, 9 ASTGame 4: Sunday at 9:30pm/et on TNT pic.twitter.com/dPOgRZmEUk— NBA (@NBA) May 29, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira
Á sama tíma tókst Boston Celtics að vinna Brooklyn Nets, 125-119, og Los Angeles Clippers vann Dallas Mavericks, 118-108, en bæði lið voru 2-0 undir fyrir leiki næturinnar. Eftir tvo hörkuleiki í New York færðist sería Knicks og Hawks til Atlanta. Staðan í seríunni 1-1 og stefnir í hörkurimmu. Atlanta tók forystuna í nótt þökk sé frábærum öðrum leikhluta þar sem þeir héldu Knicks í aðeins 13 stigum. Aðrir leikhlutar voru einkar jafnir og ef ekki hefði verið fyrir frábæran annan leikhluta Atlanta hefði þessi leikur vel getað þróast öðruvísi. Derrick Rose – sem var að byrja sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni síðan 2015 – var frábær í liði Knicks með 30 stig ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Julius Randle bauð upp á tvöfalda tvennu en hann gerði 14 stig ásamt því að taka 11 fráköst. 21 PTS, 14 AST for @TheTraeYoung.2-1 series lead for @ATLHawks.Game 4: Sunday at 1pm/et on ABC pic.twitter.com/fNKvhCtGdc— NBA (@NBA) May 29, 2021 Hjá Atlanta var Trae Young með 21 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar á samherja sína. Clint Capela var einnig með tvöfalda tvennu, hann skoraði 13 stig og reif niður 12 fráköst. Boston Celtics tókst að landa sex stiga sigri gegn Brooklyn Nets í nótt. Eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Brooklyn náðu Celtics að snúa bökum saman og sjá til þess að Nets væri ekki 3-0 yfir eftir leikinn í nótt. JAYSON TATUM.50 POINTS AND THE DAGGER. pic.twitter.com/MqlhYyAuQr— ESPN (@espn) May 29, 2021 Boston hefði hins vegar aldrei átt roð í Brooklyn ef ekki hefði verið ótrúlegan leik Jayson Tatum. Hann skoraði hvorki meira né minna en 50 stig í 125-119 sigri Boston-manna. Þá tók hann einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Marcus Smart skoraði 23 stig og gaf sex stoðsendingar í liði Boston á meðan Tristan Thompson skoraði 19 og tók 13 fráköst. Hjá Nets var James Harden með 41 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar á meðan Kevin Durant skoraði 39 stig. Dallas var með yfirhöndina í fyrsta leikhluta en eftir það sigur Clippers fram úr. Liðið náði hægt og bítandi að byggja upp smá forystu sem það lét ekki af hendi og vann á endanum tíu stiga sigur, 118-108. Stjörnutvíeyki Clippers steig upp í leiknum en Kawhi Leonard skoraði 36 stig ásamt því að taka 8 fráköst og Paul George skoraði 29 stig og tók 7 fráköst. Hjá Dallas var það að sjálfsögðu Luka Dončić sem var stigahæstur og var hann grátlega nærri þrefaldri tvennu. Luka skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Það dugði ekki að þessu sinni. Kawhi and Luka duel as the @LAClippers (1-2) take Game 3 on the road! #NBAPlayoffs Leonard: 36 PTS, 13-17 FGMDoncic: 44 PTS, 9 REB, 9 ASTGame 4: Sunday at 9:30pm/et on TNT pic.twitter.com/dPOgRZmEUk— NBA (@NBA) May 29, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira