Björgunarsveitir glímdu við fjúkandi fellihýsi í gær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2021 11:07 Björgunarsveitir tókust á við ýmis verkefni í gær þegar óveður reið yfir Suðvesturhorn landsins. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið sinntu talsverðum fjölda útkalla á suðvesturhorni landsins síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna hvassviðrisins sem gekk þar yfir. Óvenjulega mörg útköll sneru að þessu sinni að ferðahýsum sem höfðu fokið til. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hjá björgunarsveitunum hafi þetta byrjað með smá hvelli rétt fyrir sex í gær, en fram að því hafi lögregla og slökkvilið sinnt flestum aðstoðarbeiðnum. „Þetta byrjaði hjá björgunarsveitunum með hvelli rétt fyrir 18 í gær, fram að því hafði lögregla og slökkvilið sinnt flestum aðstoðarbeiðnum en svo virðist hafa bætt í veðrið og það fór að rigna inn beiðnum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það var reitingur alveg þangað til síðla kvölds, undir miðnætti. Þá róuðust verkefnin og björgunarsveitir gátu farið aftur til síns heima rétt fyrir miðnætti,“ segir Davíð. Davíð Már segir langflest verkefni björgunarsveitanna hafa verið foktengd og á suðvesturhluta landsins og á Suðurlandi. „Þetta voru meira og minna allt foktengd verkefni. Það var svolítið um trampólín, klæðningar og glugga að fjúka. Það var líka töluvert áberandi í gær að það var þónokkuð af ferðahýsum, hjólhýsum og fellihýsum sem voru að færast til og valda tjóni,“ segir Davíð. „Okkar aðgerðarstjórnendur muna ekki til þess að það hafi verið svona mikið um það áður. Það hefur auðvitað gerst en það stóð upp úr hvað var mikið um það í gær.“ Veður Björgunarsveitir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hjá björgunarsveitunum hafi þetta byrjað með smá hvelli rétt fyrir sex í gær, en fram að því hafi lögregla og slökkvilið sinnt flestum aðstoðarbeiðnum. „Þetta byrjaði hjá björgunarsveitunum með hvelli rétt fyrir 18 í gær, fram að því hafði lögregla og slökkvilið sinnt flestum aðstoðarbeiðnum en svo virðist hafa bætt í veðrið og það fór að rigna inn beiðnum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það var reitingur alveg þangað til síðla kvölds, undir miðnætti. Þá róuðust verkefnin og björgunarsveitir gátu farið aftur til síns heima rétt fyrir miðnætti,“ segir Davíð. Davíð Már segir langflest verkefni björgunarsveitanna hafa verið foktengd og á suðvesturhluta landsins og á Suðurlandi. „Þetta voru meira og minna allt foktengd verkefni. Það var svolítið um trampólín, klæðningar og glugga að fjúka. Það var líka töluvert áberandi í gær að það var þónokkuð af ferðahýsum, hjólhýsum og fellihýsum sem voru að færast til og valda tjóni,“ segir Davíð. „Okkar aðgerðarstjórnendur muna ekki til þess að það hafi verið svona mikið um það áður. Það hefur auðvitað gerst en það stóð upp úr hvað var mikið um það í gær.“
Veður Björgunarsveitir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira