Jakob Örn: Klukkan hálf níu um morguninn er maður orðinn peppaður í leikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2021 07:01 KR - Valur. Domino's deild karla. Vetur 2020-2021. Körfubolti. Bára Dröfn Kristinsdóttir Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður KR, mætti í viðtal í Körfuboltakvöld eftir oddaleik KR og Vals á föstudaginn. Hann segir það mikinn létti að þessari rimmu sé lokið. „Þetta er bara mikill léttir að þetta sé búið. Andlega er þetta búið að vera svakaleg sería,“ sagði Jakob eftir sigurinn gegn Val. „Fyrst og fremst léttir og gleði.“ Eins og gefur að skilja hefur Jakob hugsað um lítið annað en þetta einvígi síðustu daga. „Í rauninni ekki. Maður er sjálfur alltaf að hugsa um þetta og svo eru allir sem maður hittir endalaust að tala um þetta. Ég fer með strákinn minn á leiksólann klukkan átta á morgnanna og það eru aðrir pabbar að koma inn með sín börn og þeir eru að peppa mig og spurja um leikinn þannig að bara klukkan hálf níu um morguninn er maður orðinn peppaður í leikinn. Þetta er bra búin að vera sturluð vika.“ Í valsliðinu eru margir fyrrum liðsfélagar Jakobs og hann segir að það hafi verið pínu skrýtið að mæta þeim. „Auðvitað er þetta skrýtið en inni á vellinu gleymir maður þessu. Maður er bara í leiknum og það er svo mikil einbeiting og svo mikill tími sem hefur farið í að undirbúa sig að þetta gleymist allt einhvernveginn.“ „En á milli leikja er alltaf verið að tala um þetta og auðvitað fer maður sjálfur að hugsa um það að þetta er svolítið skrýtið að vera orðinn þetta gamall að spila á móti strákum sem maður var að spila með þegar maður var 12-13 ára gamall og upp úr.“ Klippa: Jakob Örn eftir KR-Valur „Það var mjög auðvelt að gíra sig upp“ Benedikt Guðmundsson var einn af sérfræðingunum í setti, og hann hafði orð á því að hann hafi sjaldan séð lið jafn tilbúið í leik eins og KR liðið var alla þessa seríu. Jakob segir að það hafi alls ekki verið erfitt að gíra sig upp í leikina. „Það var eiginlega á hinn bóginn, að reyna að halda svona góðu spennustigi. Það var mjög auðvelt að gíra sig upp.“ „Eins og ég segi voru allir að minna mann á þetta og allir að tala um þetta þannig að maður þurfti einhvernveginn að halda einbeitingu og halda spennustiginu réttu. Maður þurfti að einblína á það hvað við vorum að tala um fyrir leiki og hvað við ætluðum að gera skipulega séð.“ „Svo var það auðvitað að reyna bara að njóta þess að spila. Við töluðum mikið um það fyrir þennan leik að njóta þess og reyna að vera svolítið svona „loose“. Ég veit ekki hvernig það gekk upp, þetta var auðvitað rosalegur leikur og rosa spenna sem maður sogast inn í, en mér fannst okkur ganga nokkuð vel með það.“ Benedikt spurði Jakob síðan hvort að það væri ekki mikið spennufall eftir svona leik og hvort að það yrði kki krefjandi að koma sér aftur í gang fyrir næsta einvígi. „Það verður auðvitað mjög krefjandi. Við þurfum bara einhvernveginn að finna mótiveringu. Það verður reyndar ekkert erfitt að finna mótiveringu því við viljum fara alla leið. Við erum ekkert hættir.“ „En þetta var það stór sería sem við vorum að ganga í gegnum og ég veit ekki hvort hún verði toppuð í úrslitakeppninni. Við sjáum til.“ „Það verður smá áskorun næstu tvo daga að koma sér aftur í gírinn og núllstilla sig. Það verður kannski ekki sama skipulag þannig að við þurfum að reyna að halda einbeitingu í því sem við ætlum að gera þar.“ „Hann hefur gefið íslenskum körfubolta ótrúlega mikið Jón Arnór Stefánsson tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur í körfubolta. Jakob segir að „Hann er að mínu mati besti leikmaður sem Ísland hefur átt. Hann hefur sýnt það hérna í vetur og í úrslitakeppninni að hann er ennþá ógeðslega góður.“ „En maður veit alltaf að það kemur sá tími að menn hætta og það er missir af honum. Hann hefur gefið íslenskum körfubolta ótrúlega mikið.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson eigast við í fjórða leik KR og Vals í átta liða úrslitum.Vísir/Bára Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla KR Valur Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór um síðasta leik ferilsins: „Var þarna með félögunum þó ég hafi verið í öðrum búning“ Jón Arnór Stefánsson, einn albesti íþróttamaður Íslandssögunnar, hætti í körfubolta eftir tap Vals gegn KR í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í gærkvöld. Hann ræddi við Körfuboltakvöld um leikinn, ferilinn og margt fleira að leik loknum. 29. maí 2021 11:30 Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. 28. maí 2021 22:52 Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Umfjöllun: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda 86-89. Það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi einvígi í úrslitakeppninni verið jafn ákaflega spiluð en bæði líkami og andi leikmanna fékk að finna fyrir því í einvíginu. 28. maí 2021 23:36 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
„Þetta er bara mikill léttir að þetta sé búið. Andlega er þetta búið að vera svakaleg sería,“ sagði Jakob eftir sigurinn gegn Val. „Fyrst og fremst léttir og gleði.“ Eins og gefur að skilja hefur Jakob hugsað um lítið annað en þetta einvígi síðustu daga. „Í rauninni ekki. Maður er sjálfur alltaf að hugsa um þetta og svo eru allir sem maður hittir endalaust að tala um þetta. Ég fer með strákinn minn á leiksólann klukkan átta á morgnanna og það eru aðrir pabbar að koma inn með sín börn og þeir eru að peppa mig og spurja um leikinn þannig að bara klukkan hálf níu um morguninn er maður orðinn peppaður í leikinn. Þetta er bra búin að vera sturluð vika.“ Í valsliðinu eru margir fyrrum liðsfélagar Jakobs og hann segir að það hafi verið pínu skrýtið að mæta þeim. „Auðvitað er þetta skrýtið en inni á vellinu gleymir maður þessu. Maður er bara í leiknum og það er svo mikil einbeiting og svo mikill tími sem hefur farið í að undirbúa sig að þetta gleymist allt einhvernveginn.“ „En á milli leikja er alltaf verið að tala um þetta og auðvitað fer maður sjálfur að hugsa um það að þetta er svolítið skrýtið að vera orðinn þetta gamall að spila á móti strákum sem maður var að spila með þegar maður var 12-13 ára gamall og upp úr.“ Klippa: Jakob Örn eftir KR-Valur „Það var mjög auðvelt að gíra sig upp“ Benedikt Guðmundsson var einn af sérfræðingunum í setti, og hann hafði orð á því að hann hafi sjaldan séð lið jafn tilbúið í leik eins og KR liðið var alla þessa seríu. Jakob segir að það hafi alls ekki verið erfitt að gíra sig upp í leikina. „Það var eiginlega á hinn bóginn, að reyna að halda svona góðu spennustigi. Það var mjög auðvelt að gíra sig upp.“ „Eins og ég segi voru allir að minna mann á þetta og allir að tala um þetta þannig að maður þurfti einhvernveginn að halda einbeitingu og halda spennustiginu réttu. Maður þurfti að einblína á það hvað við vorum að tala um fyrir leiki og hvað við ætluðum að gera skipulega séð.“ „Svo var það auðvitað að reyna bara að njóta þess að spila. Við töluðum mikið um það fyrir þennan leik að njóta þess og reyna að vera svolítið svona „loose“. Ég veit ekki hvernig það gekk upp, þetta var auðvitað rosalegur leikur og rosa spenna sem maður sogast inn í, en mér fannst okkur ganga nokkuð vel með það.“ Benedikt spurði Jakob síðan hvort að það væri ekki mikið spennufall eftir svona leik og hvort að það yrði kki krefjandi að koma sér aftur í gang fyrir næsta einvígi. „Það verður auðvitað mjög krefjandi. Við þurfum bara einhvernveginn að finna mótiveringu. Það verður reyndar ekkert erfitt að finna mótiveringu því við viljum fara alla leið. Við erum ekkert hættir.“ „En þetta var það stór sería sem við vorum að ganga í gegnum og ég veit ekki hvort hún verði toppuð í úrslitakeppninni. Við sjáum til.“ „Það verður smá áskorun næstu tvo daga að koma sér aftur í gírinn og núllstilla sig. Það verður kannski ekki sama skipulag þannig að við þurfum að reyna að halda einbeitingu í því sem við ætlum að gera þar.“ „Hann hefur gefið íslenskum körfubolta ótrúlega mikið Jón Arnór Stefánsson tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur í körfubolta. Jakob segir að „Hann er að mínu mati besti leikmaður sem Ísland hefur átt. Hann hefur sýnt það hérna í vetur og í úrslitakeppninni að hann er ennþá ógeðslega góður.“ „En maður veit alltaf að það kemur sá tími að menn hætta og það er missir af honum. Hann hefur gefið íslenskum körfubolta ótrúlega mikið.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson eigast við í fjórða leik KR og Vals í átta liða úrslitum.Vísir/Bára Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla KR Valur Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór um síðasta leik ferilsins: „Var þarna með félögunum þó ég hafi verið í öðrum búning“ Jón Arnór Stefánsson, einn albesti íþróttamaður Íslandssögunnar, hætti í körfubolta eftir tap Vals gegn KR í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í gærkvöld. Hann ræddi við Körfuboltakvöld um leikinn, ferilinn og margt fleira að leik loknum. 29. maí 2021 11:30 Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. 28. maí 2021 22:52 Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Umfjöllun: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda 86-89. Það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi einvígi í úrslitakeppninni verið jafn ákaflega spiluð en bæði líkami og andi leikmanna fékk að finna fyrir því í einvíginu. 28. maí 2021 23:36 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Jón Arnór um síðasta leik ferilsins: „Var þarna með félögunum þó ég hafi verið í öðrum búning“ Jón Arnór Stefánsson, einn albesti íþróttamaður Íslandssögunnar, hætti í körfubolta eftir tap Vals gegn KR í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í gærkvöld. Hann ræddi við Körfuboltakvöld um leikinn, ferilinn og margt fleira að leik loknum. 29. maí 2021 11:30
Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. 28. maí 2021 22:52
Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25
Umfjöllun: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda 86-89. Það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi einvígi í úrslitakeppninni verið jafn ákaflega spiluð en bæði líkami og andi leikmanna fékk að finna fyrir því í einvíginu. 28. maí 2021 23:36