Vildum ekki leika við matinn okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2021 10:16 Giannis fór illa með Jimmy Butler og félaga í nótt. Michael Reaves/Getty Images Giannis Antetokounmpo, Gríska undrið, notaði skemmtilega myndlíkingu eftir öruggan sigur Milwaukee Bucks á Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Bucks mættu með sópinn en liðið lagði Miami í fjórum leikjum og er komið í undanúrslit Austurdeildar. Miami kom töluvert á óvart á síðustu leiktíð og komst alla leið í úrslit deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Það var því ekki fyrir fram reiknað með því að Bucks myndi einfaldlega valta yfir einvígið og sópa Miami í sumarfrí, sú varð samt raunin. Breaking news: Giannis and the Bucks sweep the Heat pic.twitter.com/22xlBUC2Py— Bleacher Report (@BleacherReport) May 29, 2021 Milwaukee þurfti framlengingu í fyrsta leik til að knýja fram tveggja stiga sigur, lokatölur þar 109-107. Eftir það var allt loft úr Miami-liðinu en Giannis og félagar unnu 34 stiga sigur í öðrum leik liðanna, 132-98. Í þriðja leik var það sama upp á teningnum, 113-84, og að lokum var það leikurinn í nótt sem vannst með 17 stiga mun, 120-103. Giannis, sem var frábær í leiknum og gerði sína fyrstu þreföldu tvennu í úrslitakeppninni, mætti í viðtal að leik loknum og lýsti hugarfari Bucks í einvíginu á fyndinn en einlægan hátt. „Það er orðatiltæki: Ekki leika þér við matinn þinn. Við vildum ekki leika við matinn okkar,“ sagði Giannis meðal annars í viðtali eftir sigur Bucks í nótt. Hér að neðan má sjá brot úr viðtali hans eftir leikinn. "There's a saying, don't play with your food. We didn't want to play with our food." Giannis on sweeping the Heat pic.twitter.com/MODWQ0ejF7— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2021 Giannis skoraði 20 stig í nótt ásamt því að taka 12 fráköst og gefa heilar 15 stoðsendingar. Alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 20 stig eða meira í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. 30. maí 2021 09:00 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Bucks mættu með sópinn en liðið lagði Miami í fjórum leikjum og er komið í undanúrslit Austurdeildar. Miami kom töluvert á óvart á síðustu leiktíð og komst alla leið í úrslit deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Það var því ekki fyrir fram reiknað með því að Bucks myndi einfaldlega valta yfir einvígið og sópa Miami í sumarfrí, sú varð samt raunin. Breaking news: Giannis and the Bucks sweep the Heat pic.twitter.com/22xlBUC2Py— Bleacher Report (@BleacherReport) May 29, 2021 Milwaukee þurfti framlengingu í fyrsta leik til að knýja fram tveggja stiga sigur, lokatölur þar 109-107. Eftir það var allt loft úr Miami-liðinu en Giannis og félagar unnu 34 stiga sigur í öðrum leik liðanna, 132-98. Í þriðja leik var það sama upp á teningnum, 113-84, og að lokum var það leikurinn í nótt sem vannst með 17 stiga mun, 120-103. Giannis, sem var frábær í leiknum og gerði sína fyrstu þreföldu tvennu í úrslitakeppninni, mætti í viðtal að leik loknum og lýsti hugarfari Bucks í einvíginu á fyndinn en einlægan hátt. „Það er orðatiltæki: Ekki leika þér við matinn þinn. Við vildum ekki leika við matinn okkar,“ sagði Giannis meðal annars í viðtali eftir sigur Bucks í nótt. Hér að neðan má sjá brot úr viðtali hans eftir leikinn. "There's a saying, don't play with your food. We didn't want to play with our food." Giannis on sweeping the Heat pic.twitter.com/MODWQ0ejF7— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2021 Giannis skoraði 20 stig í nótt ásamt því að taka 12 fráköst og gefa heilar 15 stoðsendingar. Alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 20 stig eða meira í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. 30. maí 2021 09:00 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. 30. maí 2021 09:00