Datt um stöngina fyrir framan marklínuna en allt endaði vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2021 09:31 Haley Adams varð í öðru sæti eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey. Instagram/@haleyadamssss Silfurmaður síðustu heimsleika í CrossFit, Samuel Kwant, er úr leik í ár eftir keppni helgarinnar. Það gekk líka mikið á þegar Haley Adams og Brooke Wells háðu mikla baráttu um annað sætið á MidAtlanticCrossFit Challenge undanúrslitamótinu en þar var keppt um sæti inn á heimsleikana. Undanúrslit heimsleikanna í CrossFit hófust um helgina og nú er fólk farið að tryggja sér farseðla til Madison þar sem úrslitin fara um mánaðamótin júlí og ágúst. MidAtlanticCrossFit Challenge undanúrslitamótið fór þannig fram í Knoxville í Tennessee fylki í Bandaríkjunum. Fimm sæti voru í boði í öllum flokkunum. Haley Adams og Brooke Wells og voru hnífjafnar á lokasprettinum í næstsíðustu greininni í kvennaflokki sem bar nafnið Triwizard Cup. Þær voru að koma í mark á sama tíma en kappið fór með hina ungu Haley Adams sem datt um stöngina eftir síðustu lyftu sína og fékk á endanum á sig refsingu. Brooke Wells fékk því annað sætið í greininni en Haley lét það ekki slá sig út af laginu. Hér fyrir neðan má sjá klaufaganginn í Haley. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Haley bætti fyrir þetat með því að ná öðru sætinu af Wells með góðri lokaæfingu en báðar eru þær komnar inn á heimsleikana í haust. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey var með talsverða yfirburði í kvennaflokki og vann öruggan sigur en auk Haley og Brooke þá eru þær Amanda Barnhart, æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, og Jessica Griffith einnig komnar með farseðilinn. Karlameginn þá tryggðu þeir Jayson Hopper, Scott Panchik, Justin Medeiros, Travis Mayer og Zach Watts sér þátttökurétt á heimsleikunum. Samuel Kwant, silfurmaður frá síðustu heimsleikum og æfingafélagi Katrínar Tönju, náði hins vegar aðeins fjórtánda sæti og verður því ekki með á leikunum í ár. Fimm efstu komust beint á leikina og næstu þrír á eftir fá annað tækifæri á síðasta undanúrslitamótinu. Íslenska CrossFit fólkið keppir á sínu undanúrslitamóti í gegnum netið og fara þau fram í júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Undanúrslit heimsleikanna í CrossFit hófust um helgina og nú er fólk farið að tryggja sér farseðla til Madison þar sem úrslitin fara um mánaðamótin júlí og ágúst. MidAtlanticCrossFit Challenge undanúrslitamótið fór þannig fram í Knoxville í Tennessee fylki í Bandaríkjunum. Fimm sæti voru í boði í öllum flokkunum. Haley Adams og Brooke Wells og voru hnífjafnar á lokasprettinum í næstsíðustu greininni í kvennaflokki sem bar nafnið Triwizard Cup. Þær voru að koma í mark á sama tíma en kappið fór með hina ungu Haley Adams sem datt um stöngina eftir síðustu lyftu sína og fékk á endanum á sig refsingu. Brooke Wells fékk því annað sætið í greininni en Haley lét það ekki slá sig út af laginu. Hér fyrir neðan má sjá klaufaganginn í Haley. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Haley bætti fyrir þetat með því að ná öðru sætinu af Wells með góðri lokaæfingu en báðar eru þær komnar inn á heimsleikana í haust. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey var með talsverða yfirburði í kvennaflokki og vann öruggan sigur en auk Haley og Brooke þá eru þær Amanda Barnhart, æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, og Jessica Griffith einnig komnar með farseðilinn. Karlameginn þá tryggðu þeir Jayson Hopper, Scott Panchik, Justin Medeiros, Travis Mayer og Zach Watts sér þátttökurétt á heimsleikunum. Samuel Kwant, silfurmaður frá síðustu heimsleikum og æfingafélagi Katrínar Tönju, náði hins vegar aðeins fjórtánda sæti og verður því ekki með á leikunum í ár. Fimm efstu komust beint á leikina og næstu þrír á eftir fá annað tækifæri á síðasta undanúrslitamótinu. Íslenska CrossFit fólkið keppir á sínu undanúrslitamóti í gegnum netið og fara þau fram í júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum