Ætla að skima alla íbúa fjölmennustu borgar Víetnam Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 22:01 Miðað við höfðatölu er Víetnam enn með mjög lágan fjölda tilfella. EPA/LUONG THAI LINH Yfirvöld í Víetnam ætla að skima alla níu milljónir íbúa stærstu borgar landsins eftir að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem talið er smitast auðveldar manna á milli, fannst þar. AP fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Víetnam að verið sé að skipuleggja að skima um hundrað þúsund manns á dag í borginni Ho Chi Minh. Þannig eigi að skima alla níu milljónir íbúa. Íbúum verður einungis leyft að yfirgefa heimili sín vegna nauðsynja og tíu manna samkomubann hefur verið sett á næstu tvær vikurnar. Miðað við höfðatölu er Víetnam þó enn með mjög lágan fjölda tilfella. Frá lokum aprílmánaðar hafa rúmlega fjögur þúsund manns greinst smituð ,sem er nærri því tvöfalt fleiri en höfðu áður greinst frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt AP. Minnst 47 hafa dáið. Samkvæmt frétt ríkismiðilsins Vietnam News tengjast margir hinna smituðu í Ho Chi Minh kirkju í borginni. Forsvarsmenn hennar hafa verið ákærðir fyrir óviðunandi sóttvarnir. Hér má sjá myndefni Vietnam News frá Ho Chi Minh. Heilbrigðisráðherra Víetnams sagði um helgina nýja afbrigðið blöndu af því indverska og því breska. Sjá einnig: Fundu nýtt afbrigði veirunnar í Víetnam Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að ný afbrigði nýju kórónuveirunnar verði hér eftir gefin nöfn eftir grískum bókstöfum. Miðað við þetta nýja kerfi ætti afbrigðið í Víetnam að fá nafnið Lambda. Einungis milljón Víetnama, af um 96 milljónum, hafa fengið bóluefni. Ríkisstjórn landsins hefur gert samkomulag við Pfizer um 30 milljónir skammta en þeir verða væntanlega ekki afhentir fyrr en á seinni hluta ársins. Nguyen Xuan Phuc, forseti, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, bréf á sunnudaginn, þar sem hann lagði til samstarf ríkjanna varðandi framleiðslu bóluefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Víetnam að verið sé að skipuleggja að skima um hundrað þúsund manns á dag í borginni Ho Chi Minh. Þannig eigi að skima alla níu milljónir íbúa. Íbúum verður einungis leyft að yfirgefa heimili sín vegna nauðsynja og tíu manna samkomubann hefur verið sett á næstu tvær vikurnar. Miðað við höfðatölu er Víetnam þó enn með mjög lágan fjölda tilfella. Frá lokum aprílmánaðar hafa rúmlega fjögur þúsund manns greinst smituð ,sem er nærri því tvöfalt fleiri en höfðu áður greinst frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt AP. Minnst 47 hafa dáið. Samkvæmt frétt ríkismiðilsins Vietnam News tengjast margir hinna smituðu í Ho Chi Minh kirkju í borginni. Forsvarsmenn hennar hafa verið ákærðir fyrir óviðunandi sóttvarnir. Hér má sjá myndefni Vietnam News frá Ho Chi Minh. Heilbrigðisráðherra Víetnams sagði um helgina nýja afbrigðið blöndu af því indverska og því breska. Sjá einnig: Fundu nýtt afbrigði veirunnar í Víetnam Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að ný afbrigði nýju kórónuveirunnar verði hér eftir gefin nöfn eftir grískum bókstöfum. Miðað við þetta nýja kerfi ætti afbrigðið í Víetnam að fá nafnið Lambda. Einungis milljón Víetnama, af um 96 milljónum, hafa fengið bóluefni. Ríkisstjórn landsins hefur gert samkomulag við Pfizer um 30 milljónir skammta en þeir verða væntanlega ekki afhentir fyrr en á seinni hluta ársins. Nguyen Xuan Phuc, forseti, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, bréf á sunnudaginn, þar sem hann lagði til samstarf ríkjanna varðandi framleiðslu bóluefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar.
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira