Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 14:00 Ægir Þór Steinarsson var ánægður með sigurinn í Þorlákshöfn í gærkvöldi. S2 Sport Ægir Þór Steinarsson fór á kostum þegar Stjarnan komst í 1-0 á móti Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta. Honum var boðið á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn sem maður leiksins. „Það var risastórt að koma með yfirlýsingu í þessum fyrsta leik. Það er kærkomið að komast í 1-0. Það er ekki auðvelt að koma hingað og vinna leik. Þeir hafa verið með tak á okkur í vetur og það var því yfirlýsing frá okkur að klára þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Þórsarar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur. „Auðvitað pælir maður í því en svo vorum við ekki alveg með fullan hóp í þessum leikjum. Það var ágætt að komast yfir þessa hraðahindrun og vinna þá,“ sagði Ægir Þór. „Við lögðum upp með það að reyna að sýna einhvers konar stöðugleika í vörn. Þú þarft að vera ansi hreyfanlegur varnarlega og halda mönnum fyrir framan sig. Við ætluðum að frákasta betur á móti þeim en þeir eru með sautján sóknafráköst,“ sagði Ægir. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ægir um sigur á Þór og mögulega atvinnumennsku Stjarnan var að koma úr hörku einvígi á móti Grindavík sem vannst í oddaleik. „Það kemur smá meðbyr með þessum fimmta leik heima. Það er stutt á milli leikja og við reyndum að endurspegla það í þessum leik. Við náðum því ekki alveg orkulega séð en við sýndum sérstaklega góða kafla í fjórða leikhluta,“ sagði Ægir. Kjartan Atli Kjartansson leitaði til sérfræðinga sinna Teit Örlygsson og Benedikt Guðmundsson til að fá spurningar fyrir Ægi. „Nei ég þori því ekki. Arnar var brjálaður hérna og vildi fá hann beint út í rútu,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón. Benedikt vildi fá að vita hvort að Ægir væri búinn að gefa upp möguleikann á að komast aftur út í atvinnumennsku. „Fyrir mér þá ættir þú að vera að spila í efstu deild í Þýskalandi eða í efstu deild í Frakklandi. Þú ert að spila það vel, þér líður vel og ert með sjálfstraustið í botni. Sjáum við Ægi Þór Steinarsson fara einhvern tímann aftur út,“ spurði Benedikt. „Það er klárlega markmiðið. Ég er búinn að eignast svolítið mörg börn undanfarið. Ég vil ekki kenna börnunum um en það hefur þýtt að maður hefur verið með lappirnar á jörðinni. Ég held að klárlega sé markmiðið að reyna fyrir sér hvort sem það sé á þessu ári eða næsta,“ sagði Ægir. „Pólitíska svarið er að ég reyni að einbeita mér að þessari úrslitakeppni og reyni að klára hana fyrst. Það er mikill pakki að fara út,“ sagði Ægir. Ægir er búinn að eignast þrjú börn en Hlynur Bæringsson er búinn að eignast fjögur. Benedikt spurði hvort þeir liðsfélagarnir væru í einhverri keppni. „Já, já, ég ætla að taka hann. Það eru fimm á leiðinni,“ sagði Ægir svo alvarlegur að það var ekki hægt annað en að trúa honum. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
„Það var risastórt að koma með yfirlýsingu í þessum fyrsta leik. Það er kærkomið að komast í 1-0. Það er ekki auðvelt að koma hingað og vinna leik. Þeir hafa verið með tak á okkur í vetur og það var því yfirlýsing frá okkur að klára þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Þórsarar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur. „Auðvitað pælir maður í því en svo vorum við ekki alveg með fullan hóp í þessum leikjum. Það var ágætt að komast yfir þessa hraðahindrun og vinna þá,“ sagði Ægir Þór. „Við lögðum upp með það að reyna að sýna einhvers konar stöðugleika í vörn. Þú þarft að vera ansi hreyfanlegur varnarlega og halda mönnum fyrir framan sig. Við ætluðum að frákasta betur á móti þeim en þeir eru með sautján sóknafráköst,“ sagði Ægir. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ægir um sigur á Þór og mögulega atvinnumennsku Stjarnan var að koma úr hörku einvígi á móti Grindavík sem vannst í oddaleik. „Það kemur smá meðbyr með þessum fimmta leik heima. Það er stutt á milli leikja og við reyndum að endurspegla það í þessum leik. Við náðum því ekki alveg orkulega séð en við sýndum sérstaklega góða kafla í fjórða leikhluta,“ sagði Ægir. Kjartan Atli Kjartansson leitaði til sérfræðinga sinna Teit Örlygsson og Benedikt Guðmundsson til að fá spurningar fyrir Ægi. „Nei ég þori því ekki. Arnar var brjálaður hérna og vildi fá hann beint út í rútu,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón. Benedikt vildi fá að vita hvort að Ægir væri búinn að gefa upp möguleikann á að komast aftur út í atvinnumennsku. „Fyrir mér þá ættir þú að vera að spila í efstu deild í Þýskalandi eða í efstu deild í Frakklandi. Þú ert að spila það vel, þér líður vel og ert með sjálfstraustið í botni. Sjáum við Ægi Þór Steinarsson fara einhvern tímann aftur út,“ spurði Benedikt. „Það er klárlega markmiðið. Ég er búinn að eignast svolítið mörg börn undanfarið. Ég vil ekki kenna börnunum um en það hefur þýtt að maður hefur verið með lappirnar á jörðinni. Ég held að klárlega sé markmiðið að reyna fyrir sér hvort sem það sé á þessu ári eða næsta,“ sagði Ægir. „Pólitíska svarið er að ég reyni að einbeita mér að þessari úrslitakeppni og reyni að klára hana fyrst. Það er mikill pakki að fara út,“ sagði Ægir. Ægir er búinn að eignast þrjú börn en Hlynur Bæringsson er búinn að eignast fjögur. Benedikt spurði hvort þeir liðsfélagarnir væru í einhverri keppni. „Já, já, ég ætla að taka hann. Það eru fimm á leiðinni,“ sagði Ægir svo alvarlegur að það var ekki hægt annað en að trúa honum. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum