Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 08:30 Ferðmenn á vappí í nágrenni Torfajökuls. Hann hefur nær tapað ákomusvæði sínu og verður líklega horfinn á næstu áratugum, að mati Odds Sigurðssonar, jarðfræðings. Vísir/Vilhelm Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. Heildarflatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um hátt í fimmtung frá lokum 19. aldar, að því er kemur fram í grein hóps íslenskra vísindamanna í nýjasta tölublaði Jökuls, tímarits Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands Tap allra jöklanna samanlagt nemur 2.200 ferkílómetra frá 1890 þegar þeir voru sem stærstir til 2019, um 18% flatarmálsins undir lok 19. aldarinnar. Flatarmálið árið 2019 var 10.400 ferkílómetrar, . Breytingarnar á jöklunum eru sagðar hafa fylgt loftslagsbreytingum að mestu frá lokum 19. aldar þó að framhlaup, eldgos undir jökli og jökulhlaup hafi haft áhrif á stöðu einstakra jökulsporða. Á síðustu tveimur áratugum hafa jöklarnir tapað um 750 ferkílómetrum af flatarmáli sínu en það er um 34% af tapi síðustu 130 ára. Frá aldamótum hafa jöklarnir tapað um 40 ferkílómetrum af flatarmáli sínu árlega að meðaltali. Tugir lítilla jökla hafa horfið alveg á þeim tíma, þar á meðal Okjökull sem var afskráður sem jökull árið 2014. Stóru jöklarnir eins og Vatnajökull hafa skroppið saman um 10-30% að flatarmáli frá 1890 en miðlungsstóru jöklarnir eins og Torfajökull, Tindfjallajökull og Snæfellsjökull hafa tapað allt að 80%. „Það sem af er þessari öld er búið að vera óskaplega slæmt fyrir jöklana og afföll verið meiri en á nokkru öðru tímabili sem ég veit um. Það er einfaldlega vegna þess að það hefur hlýnað svo mikið,“ segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur og annar höfundur greinarinnar, við Vísi. Svara hlýnuninni á skýran hátt Íslensku jöklarnir voru sem stærstir við lok svonefndrar litlu ísaldar á síðustu áratugum 19. aldar. Litla ísöldin var nokkurra alda langt kuldatímabil á stórum hluta jarðar sem náði frá miðöldum og fram að 20. öldinni. Ein tilgátan um orsök kuldaskeiðsins er að aukin eldfjallavirkni á jörðinni hafi valdið tímabundinni kólnun þegar gosagnir í lofthjúpnum enduvörpuðu sólargeislum út í geim. Vaxandi hafísmyndun vegna kuldans hafi svo viðhaldið svalara loftslagi áfram. Í greininni kemur fram að íslensku jöklarnir hafi ekki náð hámarksútbreiðslu sinni samtímis en flestir þeirra hafi tekið að hörfa frá ystu jökulgörðum í kringum árið 1890. Hopið varð hraðara við upphaf 20. aldarinnar og hörfuðu nær allir jökulsporðar hratt á 4. og 5. áratug síðustu aldar. Þegar kólnaði í veðri á Íslandi um miðja öldina hægði á hopi jöklanna og sumir þeirra gengu jafnvel fram eftir 1960. Hlutfallsleg kólnun á jörðinni um miðja 20. öld hefur verið rakin til svifryksmengunar frá iðnaði og eldfjallavirkni sem endurvarpaði geislum sólar. Mengunin er þannig talin hafa dulið tímabundið þá hnattrænu hlýnun sem losun manna á gróðurhúsalofttegundum var byrjuð að valda. Útlínur Langjökuls, Eiríksjökuls, Þórisjökuls, Oks og Hrútfellsjökuls á mismunandi tímum frá því um 1890 til 2019. Flatarmál Langjökuls minnkaði 257 km2 á tímabilinu frá því um 1890 til 2019, úr 1.093 km2 í 836 km2.Veðurstofa Íslands Íslensku jöklarnir byrjuðu að hopa aftur vegna hlýnandi loftslags upp úr 1995. Hopið eftir 2000 er sagt hafa verið svipað og á 4. og 5. áratugnum en sumir jöklar hafa aftur á móti hörfað allt að tvöfalt hraðar á þessari öld en þá. Oddur segir að breytileiki íslensku jöklanna á milli ára ráðist fyrst og fremst af lofthita og geilsun frá sólinni frekar en úrkomu. Á sama tíma og loftslag hér á landi hefur hlýnað hefur úrkoman lítið breyst. „Íslensku jöklarnir hafa svarað þessari hlýnun sem orðin á afskaplega skýran hátt þannig að það getur eiginlega enginn velkst í vafa um hvað er í gangi,“ segir Oddur. Hlutfallsleg flatarmálsbreyting íslenskra jökla frá síðari hluta 19. aldar (að undanskildum litlum jöklum sem eru minni en 3 km2). Þrátt fyrir að Drangajökull hafi náð hámarksútbreiðslu um 1850 miðast línuritið við 1890 til einföldunar.Veðurstofa Íslands Nokkrir jöklar dauðadæmdir nú þegar Tengsl eru á milli þessu hversu stórir jöklarnir voru fyrir og hversu hratt þeir hopa í nútímanum. Oddur segir að eftir því sem jöklarnir voru stærri því minna minnki þeir hlutfallslega með tímanum. Landslag jöklanna skiptir einnig máli fyrir afkomu þeirra. Þannig er jöklum sem eru tiltölulega lágir og flatir mun hættara við að hverfa ört en þeir sem eru í bröttum og háum fjöllum. „Þess vegna hvarf Okjökull svona snöggt. Hann var tiltölulega stór, um fimmtán ferkílómetrar fyrir 130 árum. Hann var hins vegar á lágu fjalli og hafði ekkert bakland í hærri hlíðum á bak við sig,“ segir Oddur. Jöklar skiptast í svonefnd ákomu- og leysingavæði. Á ákomusvæði safnast meiri snjór en nær að leysa á sumrin en á leysingasvæði bráðnar allur vetrarsnjór og meira til. Þegar jafnvægislína á milli þessara tveggja svæða liggur ofarlega á jökli getur ákomusvæðið, þar sem jökullinn tekur á sig snjó og úrkomu, horfið. Oddur segir að þetta hafi gerst með Okið og sé að gerast á Torfajökli, Hofsjökli eystri og Þrándarjökli. „Þeir eru nánast dauðadæmdir nú þegar. Þó að þeir séu þarna ennþá þá er ekkert ákomusvæði eftir á þeim. Ég á von á að innan fárra áratuga verði þessir þekktu jöklar eins og Torfajökull horfinn með öllu. Það er þá sennilega næsti jökull sem er þekktur af allri þjóðinni á eftir Okjökli sem hverfur. Mér kæmi á óvart að Torfajökull lifði í meira en tvo áratugi,“ segir Oddur. Aukin úrkoma er talin ein af áhrifum hlýnandi loftslags enda getur hlýtt loft borið meiri raka en svalara. Vísindamenn sem rannsökuðu jökla á Tröllaskaga töldu þannig að aukin úrkoma ylli því að þeir hopuðu hægar nú þegar hnattræn hlýnun af völdum manna er sem mest en við upphaf 20. aldar. Oddur telur að möguleg aukning í úrkomu dugi alls ekki til þess að vega upp á móti þeirri hlýnun sem á sér stað. Úrkomuaukningin verði ekki í slíkum mæli að hún nái að bæta jöklunum upp þann ís sem þeir tapa vegna hlýnunarinnar. Skráð í alþjóðlegan gagnagrunn Gögnin sem rannsóknin byggði á koma frá nokkrum rannsóknarhópum, stofnunum og nemendahópum. Þau voru samræmd og yfirfarin og svo send í alþjóðlega gagnabankann GLIMS sem heldur utan um mælingar á jöklum á jörðinni. Oddur segir að skráning íslensku jöklanna í gagnabankann hafi mikið gildi til þess að hægt verði að fylgjast með þróun þeirra og spá betur fyrir um örlög þeirra í loftslagi sem breytist. „Það er fyrst og fremst verið að setja viðmiðunarpunkt svo menn sjái hvað er að gerast í veröldinni. Við verðum að þekkja ástandið til þess að geta sé hverjar breytingarnar verða. Til þess að finna út hvers er að vænta í nánustu framtíð verðum við að vita grunnupplýsingar og getað borið þær saman við nútímaástand,“ segir Oddur. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands.Stöð 2/Egill Vísindi Loftslagsmál Skaftárhreppur Rangárþing ytra Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Heildarflatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um hátt í fimmtung frá lokum 19. aldar, að því er kemur fram í grein hóps íslenskra vísindamanna í nýjasta tölublaði Jökuls, tímarits Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands Tap allra jöklanna samanlagt nemur 2.200 ferkílómetra frá 1890 þegar þeir voru sem stærstir til 2019, um 18% flatarmálsins undir lok 19. aldarinnar. Flatarmálið árið 2019 var 10.400 ferkílómetrar, . Breytingarnar á jöklunum eru sagðar hafa fylgt loftslagsbreytingum að mestu frá lokum 19. aldar þó að framhlaup, eldgos undir jökli og jökulhlaup hafi haft áhrif á stöðu einstakra jökulsporða. Á síðustu tveimur áratugum hafa jöklarnir tapað um 750 ferkílómetrum af flatarmáli sínu en það er um 34% af tapi síðustu 130 ára. Frá aldamótum hafa jöklarnir tapað um 40 ferkílómetrum af flatarmáli sínu árlega að meðaltali. Tugir lítilla jökla hafa horfið alveg á þeim tíma, þar á meðal Okjökull sem var afskráður sem jökull árið 2014. Stóru jöklarnir eins og Vatnajökull hafa skroppið saman um 10-30% að flatarmáli frá 1890 en miðlungsstóru jöklarnir eins og Torfajökull, Tindfjallajökull og Snæfellsjökull hafa tapað allt að 80%. „Það sem af er þessari öld er búið að vera óskaplega slæmt fyrir jöklana og afföll verið meiri en á nokkru öðru tímabili sem ég veit um. Það er einfaldlega vegna þess að það hefur hlýnað svo mikið,“ segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur og annar höfundur greinarinnar, við Vísi. Svara hlýnuninni á skýran hátt Íslensku jöklarnir voru sem stærstir við lok svonefndrar litlu ísaldar á síðustu áratugum 19. aldar. Litla ísöldin var nokkurra alda langt kuldatímabil á stórum hluta jarðar sem náði frá miðöldum og fram að 20. öldinni. Ein tilgátan um orsök kuldaskeiðsins er að aukin eldfjallavirkni á jörðinni hafi valdið tímabundinni kólnun þegar gosagnir í lofthjúpnum enduvörpuðu sólargeislum út í geim. Vaxandi hafísmyndun vegna kuldans hafi svo viðhaldið svalara loftslagi áfram. Í greininni kemur fram að íslensku jöklarnir hafi ekki náð hámarksútbreiðslu sinni samtímis en flestir þeirra hafi tekið að hörfa frá ystu jökulgörðum í kringum árið 1890. Hopið varð hraðara við upphaf 20. aldarinnar og hörfuðu nær allir jökulsporðar hratt á 4. og 5. áratug síðustu aldar. Þegar kólnaði í veðri á Íslandi um miðja öldina hægði á hopi jöklanna og sumir þeirra gengu jafnvel fram eftir 1960. Hlutfallsleg kólnun á jörðinni um miðja 20. öld hefur verið rakin til svifryksmengunar frá iðnaði og eldfjallavirkni sem endurvarpaði geislum sólar. Mengunin er þannig talin hafa dulið tímabundið þá hnattrænu hlýnun sem losun manna á gróðurhúsalofttegundum var byrjuð að valda. Útlínur Langjökuls, Eiríksjökuls, Þórisjökuls, Oks og Hrútfellsjökuls á mismunandi tímum frá því um 1890 til 2019. Flatarmál Langjökuls minnkaði 257 km2 á tímabilinu frá því um 1890 til 2019, úr 1.093 km2 í 836 km2.Veðurstofa Íslands Íslensku jöklarnir byrjuðu að hopa aftur vegna hlýnandi loftslags upp úr 1995. Hopið eftir 2000 er sagt hafa verið svipað og á 4. og 5. áratugnum en sumir jöklar hafa aftur á móti hörfað allt að tvöfalt hraðar á þessari öld en þá. Oddur segir að breytileiki íslensku jöklanna á milli ára ráðist fyrst og fremst af lofthita og geilsun frá sólinni frekar en úrkomu. Á sama tíma og loftslag hér á landi hefur hlýnað hefur úrkoman lítið breyst. „Íslensku jöklarnir hafa svarað þessari hlýnun sem orðin á afskaplega skýran hátt þannig að það getur eiginlega enginn velkst í vafa um hvað er í gangi,“ segir Oddur. Hlutfallsleg flatarmálsbreyting íslenskra jökla frá síðari hluta 19. aldar (að undanskildum litlum jöklum sem eru minni en 3 km2). Þrátt fyrir að Drangajökull hafi náð hámarksútbreiðslu um 1850 miðast línuritið við 1890 til einföldunar.Veðurstofa Íslands Nokkrir jöklar dauðadæmdir nú þegar Tengsl eru á milli þessu hversu stórir jöklarnir voru fyrir og hversu hratt þeir hopa í nútímanum. Oddur segir að eftir því sem jöklarnir voru stærri því minna minnki þeir hlutfallslega með tímanum. Landslag jöklanna skiptir einnig máli fyrir afkomu þeirra. Þannig er jöklum sem eru tiltölulega lágir og flatir mun hættara við að hverfa ört en þeir sem eru í bröttum og háum fjöllum. „Þess vegna hvarf Okjökull svona snöggt. Hann var tiltölulega stór, um fimmtán ferkílómetrar fyrir 130 árum. Hann var hins vegar á lágu fjalli og hafði ekkert bakland í hærri hlíðum á bak við sig,“ segir Oddur. Jöklar skiptast í svonefnd ákomu- og leysingavæði. Á ákomusvæði safnast meiri snjór en nær að leysa á sumrin en á leysingasvæði bráðnar allur vetrarsnjór og meira til. Þegar jafnvægislína á milli þessara tveggja svæða liggur ofarlega á jökli getur ákomusvæðið, þar sem jökullinn tekur á sig snjó og úrkomu, horfið. Oddur segir að þetta hafi gerst með Okið og sé að gerast á Torfajökli, Hofsjökli eystri og Þrándarjökli. „Þeir eru nánast dauðadæmdir nú þegar. Þó að þeir séu þarna ennþá þá er ekkert ákomusvæði eftir á þeim. Ég á von á að innan fárra áratuga verði þessir þekktu jöklar eins og Torfajökull horfinn með öllu. Það er þá sennilega næsti jökull sem er þekktur af allri þjóðinni á eftir Okjökli sem hverfur. Mér kæmi á óvart að Torfajökull lifði í meira en tvo áratugi,“ segir Oddur. Aukin úrkoma er talin ein af áhrifum hlýnandi loftslags enda getur hlýtt loft borið meiri raka en svalara. Vísindamenn sem rannsökuðu jökla á Tröllaskaga töldu þannig að aukin úrkoma ylli því að þeir hopuðu hægar nú þegar hnattræn hlýnun af völdum manna er sem mest en við upphaf 20. aldar. Oddur telur að möguleg aukning í úrkomu dugi alls ekki til þess að vega upp á móti þeirri hlýnun sem á sér stað. Úrkomuaukningin verði ekki í slíkum mæli að hún nái að bæta jöklunum upp þann ís sem þeir tapa vegna hlýnunarinnar. Skráð í alþjóðlegan gagnagrunn Gögnin sem rannsóknin byggði á koma frá nokkrum rannsóknarhópum, stofnunum og nemendahópum. Þau voru samræmd og yfirfarin og svo send í alþjóðlega gagnabankann GLIMS sem heldur utan um mælingar á jöklum á jörðinni. Oddur segir að skráning íslensku jöklanna í gagnabankann hafi mikið gildi til þess að hægt verði að fylgjast með þróun þeirra og spá betur fyrir um örlög þeirra í loftslagi sem breytist. „Það er fyrst og fremst verið að setja viðmiðunarpunkt svo menn sjái hvað er að gerast í veröldinni. Við verðum að þekkja ástandið til þess að geta sé hverjar breytingarnar verða. Til þess að finna út hvers er að vænta í nánustu framtíð verðum við að vita grunnupplýsingar og getað borið þær saman við nútímaástand,“ segir Oddur. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands.Stöð 2/Egill
Vísindi Loftslagsmál Skaftárhreppur Rangárþing ytra Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira