Hötuðust en best? Hildur Sverrisdóttir skrifar 2. júní 2021 09:00 Það eru ekki margar atvinnugreinar þar sem árangur í loftslagmálum, verðmætasköpun fyrir samfélagið, samfélagsleg ábyrgð og gott nýsköpunarumhverfi fara hönd í hönd. Það er þó ein atvinnugrein þar sem Íslendingar fara fremstir í flokki og eru fyrirmynd annarra þjóða. Sjávarútvegurinn er sú grein sem hefur staðið sig hvað best í þessum málum á Íslandi, og það er stórmerkilegt, sérstaklega þegar litið er til stærðar greinarinnar og þess að hún er byggð á langri hefð. Hún hefur ríflega helmingað kolefnisspor sitt á aldarfjórðungi, þrátt fyrir að losun íslenska hagkerfisins hafi rúmlega tvöfaldast á svipuðum tíma. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar rétt er að farið þá fara samfélagsábyrgð og viðskiptaþróun vel saman. Minni losun og öruggara vinnuumhverfi Fiskveiðiflotinn hefur verið mikið endurnýjaður síðustu ár og bylting orðið í veiðitækni, vinnslu og meðferð afla. Þetta hefur ekki bara skilað hagkvæmari veiðum, betri nýtingu og gæðum og þar með verði fyrir takmarkaðan afla heldur minni losun, sparneytnari skipum, betri vinnuaðbúnaði og öryggi þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur hefur sömuleiðis nánast útrýmt plastmengun frá greininni, nokkuð sem skiptir gríðarlegu máli því plastmengun vegna veiðarfæra er talin vera stærsti valdur plastmengunar í höfum á heimsvísu. Þetta er afrakstur fjárfestinga sem enginn leggur í nema fé sé til þess, hægt sé að fá það til baka með meiri tekjum og að hægt sé að treysta því að fjárfestingarnar verði notaðar. Þess vegna er lykilatriði að fyrirtæki hafi fyrirsjáanleika um að þau megi og geti aflað tekna. Vaxtarbroddur nýsköpunar Einn helsti vaxtarbroddur nýsköpunar á landinu er sömuleiðis í sjávarútvegi, íslensk fyrirtæki hafa náð miklum árangri í þróun og erlendri markaðssetningu á vörum til vinnslu og kælingar. Árlegt framlag fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi í gegn um þjónustu og nýsköpun nemur um 19 milljörðum árlega og skapar um 1.500 stöðugildi. Það sem meira er, sjávarútvegurinn hefur lýst skýrum vilja til samtals, um framtíð greinarinnar, um hvernig gera megi enn betur í loftslagsmálum og heilbrigði hafsins og almennt það sem samfélagið vill ræða um. Það hefur hann t.d. gert með stefnu um samfélagsábyrgð sem fjölmörg sjávarútvegsfyrirtæki undirrituðu fyrir ári á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á Íslandi starfar fjöldi smárra og stórra sjávarútvegsfyrirtækja sem langflest vinna gott starf af mikilli virðingu fyrir umhverfinu, samfélaginu, hafinu sem þau sækja og starfsfólki sínu. Það er engum greiði gerður þegar framkoma stakra fyrirtækja er gerð að tákni eða sönnun fyrir því að öll greinin sé samfélaginu til skammar. Það er nefnilega einfaldlega ekki rétt. Til að setja þetta í samhengi þá námu sjávar- og eldisafurðir um þriðjungi útflutningstekna síðasta árs. Síðasta ár var auðvitað óvenjulegt, en það þarf varla að fara orðum um það hve gott það var búa þó að þessari stoð meðan önnur lamaðist. Ónýtt kerfi með ónýtri stjórnarskrá? Undanfarið hefur verið uppi orðræða um að stjórnarskrá landsins sé ónýt og að fiskveiðilöggjöfin hafi verið sniðin svo vont fólk geti sölsað undir sig sjávarauðlindina. Sjávarútvegsmál eru til stöðugrar umræðu og það er sjálfsagt að ræða hvernig samfélagið getur notið sem best þess sem sjávarauðlindin getur gefið. Það er ekkert í þessu gefið, ríki greiða víðast hvar annars staðar niður fiskveiðar, þær kosta með öðrum orðum peninga. Í nágrannalöndum okkar er almennt litið á fiskveiðar á forsendum byggðastefnu og þær niðurgreiddar af ríkinu. Hvað sem fólki finnst um kvótakerfið þá skilar greinin þannig tekjum til þjóðarbúsins að það hefði skelfilegar afleiðingar á velferðarkerfið ef þeirra nyti ekki við. Þegar við erum að tala um undirstöður samfélagsins, peninga sem fjármagna heilbrigðiskerfið okkar, menntakerfið, framlög til menningar, samgangna, bótakerfisins og svo margt margt fleira þá verðum við að viðurkenna það sem vel er gert, stoppa og hugsa til hlítar um sanngjörnu heildarmyndina áður en við gerum grundvallarbreytingar sem ógna lífsgæðum samfélagsins. Höfundur er varaþingmaður, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru ekki margar atvinnugreinar þar sem árangur í loftslagmálum, verðmætasköpun fyrir samfélagið, samfélagsleg ábyrgð og gott nýsköpunarumhverfi fara hönd í hönd. Það er þó ein atvinnugrein þar sem Íslendingar fara fremstir í flokki og eru fyrirmynd annarra þjóða. Sjávarútvegurinn er sú grein sem hefur staðið sig hvað best í þessum málum á Íslandi, og það er stórmerkilegt, sérstaklega þegar litið er til stærðar greinarinnar og þess að hún er byggð á langri hefð. Hún hefur ríflega helmingað kolefnisspor sitt á aldarfjórðungi, þrátt fyrir að losun íslenska hagkerfisins hafi rúmlega tvöfaldast á svipuðum tíma. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar rétt er að farið þá fara samfélagsábyrgð og viðskiptaþróun vel saman. Minni losun og öruggara vinnuumhverfi Fiskveiðiflotinn hefur verið mikið endurnýjaður síðustu ár og bylting orðið í veiðitækni, vinnslu og meðferð afla. Þetta hefur ekki bara skilað hagkvæmari veiðum, betri nýtingu og gæðum og þar með verði fyrir takmarkaðan afla heldur minni losun, sparneytnari skipum, betri vinnuaðbúnaði og öryggi þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur hefur sömuleiðis nánast útrýmt plastmengun frá greininni, nokkuð sem skiptir gríðarlegu máli því plastmengun vegna veiðarfæra er talin vera stærsti valdur plastmengunar í höfum á heimsvísu. Þetta er afrakstur fjárfestinga sem enginn leggur í nema fé sé til þess, hægt sé að fá það til baka með meiri tekjum og að hægt sé að treysta því að fjárfestingarnar verði notaðar. Þess vegna er lykilatriði að fyrirtæki hafi fyrirsjáanleika um að þau megi og geti aflað tekna. Vaxtarbroddur nýsköpunar Einn helsti vaxtarbroddur nýsköpunar á landinu er sömuleiðis í sjávarútvegi, íslensk fyrirtæki hafa náð miklum árangri í þróun og erlendri markaðssetningu á vörum til vinnslu og kælingar. Árlegt framlag fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi í gegn um þjónustu og nýsköpun nemur um 19 milljörðum árlega og skapar um 1.500 stöðugildi. Það sem meira er, sjávarútvegurinn hefur lýst skýrum vilja til samtals, um framtíð greinarinnar, um hvernig gera megi enn betur í loftslagsmálum og heilbrigði hafsins og almennt það sem samfélagið vill ræða um. Það hefur hann t.d. gert með stefnu um samfélagsábyrgð sem fjölmörg sjávarútvegsfyrirtæki undirrituðu fyrir ári á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á Íslandi starfar fjöldi smárra og stórra sjávarútvegsfyrirtækja sem langflest vinna gott starf af mikilli virðingu fyrir umhverfinu, samfélaginu, hafinu sem þau sækja og starfsfólki sínu. Það er engum greiði gerður þegar framkoma stakra fyrirtækja er gerð að tákni eða sönnun fyrir því að öll greinin sé samfélaginu til skammar. Það er nefnilega einfaldlega ekki rétt. Til að setja þetta í samhengi þá námu sjávar- og eldisafurðir um þriðjungi útflutningstekna síðasta árs. Síðasta ár var auðvitað óvenjulegt, en það þarf varla að fara orðum um það hve gott það var búa þó að þessari stoð meðan önnur lamaðist. Ónýtt kerfi með ónýtri stjórnarskrá? Undanfarið hefur verið uppi orðræða um að stjórnarskrá landsins sé ónýt og að fiskveiðilöggjöfin hafi verið sniðin svo vont fólk geti sölsað undir sig sjávarauðlindina. Sjávarútvegsmál eru til stöðugrar umræðu og það er sjálfsagt að ræða hvernig samfélagið getur notið sem best þess sem sjávarauðlindin getur gefið. Það er ekkert í þessu gefið, ríki greiða víðast hvar annars staðar niður fiskveiðar, þær kosta með öðrum orðum peninga. Í nágrannalöndum okkar er almennt litið á fiskveiðar á forsendum byggðastefnu og þær niðurgreiddar af ríkinu. Hvað sem fólki finnst um kvótakerfið þá skilar greinin þannig tekjum til þjóðarbúsins að það hefði skelfilegar afleiðingar á velferðarkerfið ef þeirra nyti ekki við. Þegar við erum að tala um undirstöður samfélagsins, peninga sem fjármagna heilbrigðiskerfið okkar, menntakerfið, framlög til menningar, samgangna, bótakerfisins og svo margt margt fleira þá verðum við að viðurkenna það sem vel er gert, stoppa og hugsa til hlítar um sanngjörnu heildarmyndina áður en við gerum grundvallarbreytingar sem ógna lífsgæðum samfélagsins. Höfundur er varaþingmaður, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar