Helmingur alvarlegra tilvika felur í sér aðgerðir á röngum sjúkling eða líkamspart Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2021 12:32 Í skýrslu HSIB segir mikilvægt að grípa til aðgerða, ekki síst í ljósi þess að aðgerðum á dagdeildasjúklingum hefur fjölgað mikið. Kona gekkst undir leghálsspeglun á spítala, þegar hún var í raun og veru mætt til að láta kanna hvort hún væri hepplegur kandídat til að gangast undir ákveðna frjósemismeðferð. Mál konunnar er eitt 472 alvarlegra atvika í tengslum við aðgerðir á dagdeildarsjúklingum sem skráð voru innan bresku heilbrigðisþjónustunnar árin 2019 og 2020. Eftirlitsstofnunin HSIB segir atvik af þessu tagi geta leitt til líkamlegs og sálræns skaða. Samkvæmt skýrslu HSIB er í um helmingi tilvika um að ræða atvik þar sem ruglast er á sjúklingum eða aðgerð gerð á röngum líkamshluta, til dæmis röngum útlim, auga eða tönn. Í skýrslunni segir að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að aðgerðir séu gerðar á röngum sjúkling eða líkamshluta, meðal annars með því að taka upp nýtt fyrirkomulag þegar sjúklingar eru kallaðir upp á biðstofum. Uppgötvaðist ekki fyrr en sjúklingurinn var farinn Atvikið sem nefnt hér að ofan varðar einmitt rugling sem varð á biðstofu. Þar mættu tveir sjúklingar á sama tíma, en annar átti tíma í leghálsspeglun en hinn í frjósemisrannsókn. Þegar kom að fyrri sjúklingnum kallaði hjúkrunarfræðingur nafn viðkomandi tvisvar upp en aðeins fornafnið í þriðja sinn. Það var keimlíkt eftirnafni síðarnefnda sjúklingsins, sem hélt að það væri verið að kalla á sig og gaf sig fram. Samkvæmt skýrslunni átti sjúklingurinn erfitt með að skilja hreim hjúkrunarfræðingsins en sagðist engu að síður hafa endurtekið nafið sitt við hann til að tryggja að það væri örugglega verið að kalla á sig. Hjúkrunarfræðingurinn virðist ekki heldur hafa skilið sjúklinginn, þar sem hann beindi konunni beint inn til læknisins, sem virðist ekki hafa spurt sjúklinginn að nafni áður en hann framkvæmdi leghálsspeglunina. Samskiptin virðast raunar hafa gengið einstaklega erfiðlega þennan daginn, þar sem það uppgötvaðist ekki fyrr en konan var farin að um mistök væru að ræða og að röng rannsókn hefði verið framkvæmd á henni. Talsmaður NHS segir atvik af þessu tagi afar fátíð og þau séu í skoðun. Guardian greindi frá. Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Mál konunnar er eitt 472 alvarlegra atvika í tengslum við aðgerðir á dagdeildarsjúklingum sem skráð voru innan bresku heilbrigðisþjónustunnar árin 2019 og 2020. Eftirlitsstofnunin HSIB segir atvik af þessu tagi geta leitt til líkamlegs og sálræns skaða. Samkvæmt skýrslu HSIB er í um helmingi tilvika um að ræða atvik þar sem ruglast er á sjúklingum eða aðgerð gerð á röngum líkamshluta, til dæmis röngum útlim, auga eða tönn. Í skýrslunni segir að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að aðgerðir séu gerðar á röngum sjúkling eða líkamshluta, meðal annars með því að taka upp nýtt fyrirkomulag þegar sjúklingar eru kallaðir upp á biðstofum. Uppgötvaðist ekki fyrr en sjúklingurinn var farinn Atvikið sem nefnt hér að ofan varðar einmitt rugling sem varð á biðstofu. Þar mættu tveir sjúklingar á sama tíma, en annar átti tíma í leghálsspeglun en hinn í frjósemisrannsókn. Þegar kom að fyrri sjúklingnum kallaði hjúkrunarfræðingur nafn viðkomandi tvisvar upp en aðeins fornafnið í þriðja sinn. Það var keimlíkt eftirnafni síðarnefnda sjúklingsins, sem hélt að það væri verið að kalla á sig og gaf sig fram. Samkvæmt skýrslunni átti sjúklingurinn erfitt með að skilja hreim hjúkrunarfræðingsins en sagðist engu að síður hafa endurtekið nafið sitt við hann til að tryggja að það væri örugglega verið að kalla á sig. Hjúkrunarfræðingurinn virðist ekki heldur hafa skilið sjúklinginn, þar sem hann beindi konunni beint inn til læknisins, sem virðist ekki hafa spurt sjúklinginn að nafni áður en hann framkvæmdi leghálsspeglunina. Samskiptin virðast raunar hafa gengið einstaklega erfiðlega þennan daginn, þar sem það uppgötvaðist ekki fyrr en konan var farin að um mistök væru að ræða og að röng rannsókn hefði verið framkvæmd á henni. Talsmaður NHS segir atvik af þessu tagi afar fátíð og þau séu í skoðun. Guardian greindi frá.
Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira