Þau sem láta verkin tala Auður Guðjónsdóttir skrifar 2. júní 2021 13:00 Hér með hvet ég sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að mæta í prófkjör og kjósa Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í 1. sæti. Af mörgu góðu sem hann hefur áorkað í ráðherratíð sinni vil ég leyfa mér að fullyrða að það sem að neðan greinir sé það almerkilegasta sem hann hefur gert og sem á eftir að bera ávöxt til allrar framtíðar fyrir allt mannkynið. Ég leyfi mér einnig að fullyrða að Guðlaugur Þór sé eini utanríkisráðherrann í veröldinni sem talar máli lækningar á lömun hjá viðeigandi alþjóðastofnunum. Það hefur hann gert í einkaviðtölum og með bréfasendingum til háttsettra aðila innan Sameinuðu þjóðanna og í ræðum sínum á allsherjarþingum stofnunarinnar þar sem hann hvatti til að lækning í taugakerfinu yrði gerð að forgangsmáli. Einnig hefur hann plægt akurinn rækilega hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni WHO sem hefur leitt til þess að Tetros Ghebreyesus aðalframkvæmdastjóri WHO hefur sett í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar að öll ráð skuli nýtt til að lækning finnist í taugakerfinu. Til að vinna að framgangi málsins hjá WHO setti Guðlaugur Þór á fót embætti sérstaks erindreka fyrir mænuskaða og taugakerfið með aðsetur í Genf auk þess að leggja fram fé til að Ísland geti orðið eitt af stofnríkjum nýs verkefnis innan WHO þar sem tekið skal sérstaklega á málefnum taugakerfisins. Frá því Guðlaugur Þór var heilbrigðisráðherra höfum við rölt saman hinn torsótta veg sem leiðir til að lækning finnist við mænuskaða/lömun. Með því að beita pólitískum áhrifum sínum innan viðeigandi alþjóðastofnana er Guðlaugur Þór að búa í haginn fyrir alþjóðlegt taugavísindasvið í leitinni að lækningu á svo erfiðum skaða sem lömun er. Stöðu sinnar vegna þarf hann ekki að beita sér. Það gerir hann hinsvegar vegna þess að hann hefur hjartað á réttum stað. Mér er því mikið í mun að minn góði vinur hljóti kosningu í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem nú stendur yfir og bið sjálfstæðismenn í Reykjavík um að þyrpast á kjörstað og koma honum þangað. Einnig vil ég biðja fólk um að kjósa Diljá Mist Einarsdóttir aðstoðarmann utanríkisráðherra í 3. sæti. Í hennar tíð í utanríkisráðuneytinu hefur hún komið mikið að ofangreindum málum með miklum velvilja. Þar fer réttsýn kona. Höfundur er skurðhjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hér með hvet ég sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að mæta í prófkjör og kjósa Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í 1. sæti. Af mörgu góðu sem hann hefur áorkað í ráðherratíð sinni vil ég leyfa mér að fullyrða að það sem að neðan greinir sé það almerkilegasta sem hann hefur gert og sem á eftir að bera ávöxt til allrar framtíðar fyrir allt mannkynið. Ég leyfi mér einnig að fullyrða að Guðlaugur Þór sé eini utanríkisráðherrann í veröldinni sem talar máli lækningar á lömun hjá viðeigandi alþjóðastofnunum. Það hefur hann gert í einkaviðtölum og með bréfasendingum til háttsettra aðila innan Sameinuðu þjóðanna og í ræðum sínum á allsherjarþingum stofnunarinnar þar sem hann hvatti til að lækning í taugakerfinu yrði gerð að forgangsmáli. Einnig hefur hann plægt akurinn rækilega hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni WHO sem hefur leitt til þess að Tetros Ghebreyesus aðalframkvæmdastjóri WHO hefur sett í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar að öll ráð skuli nýtt til að lækning finnist í taugakerfinu. Til að vinna að framgangi málsins hjá WHO setti Guðlaugur Þór á fót embætti sérstaks erindreka fyrir mænuskaða og taugakerfið með aðsetur í Genf auk þess að leggja fram fé til að Ísland geti orðið eitt af stofnríkjum nýs verkefnis innan WHO þar sem tekið skal sérstaklega á málefnum taugakerfisins. Frá því Guðlaugur Þór var heilbrigðisráðherra höfum við rölt saman hinn torsótta veg sem leiðir til að lækning finnist við mænuskaða/lömun. Með því að beita pólitískum áhrifum sínum innan viðeigandi alþjóðastofnana er Guðlaugur Þór að búa í haginn fyrir alþjóðlegt taugavísindasvið í leitinni að lækningu á svo erfiðum skaða sem lömun er. Stöðu sinnar vegna þarf hann ekki að beita sér. Það gerir hann hinsvegar vegna þess að hann hefur hjartað á réttum stað. Mér er því mikið í mun að minn góði vinur hljóti kosningu í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem nú stendur yfir og bið sjálfstæðismenn í Reykjavík um að þyrpast á kjörstað og koma honum þangað. Einnig vil ég biðja fólk um að kjósa Diljá Mist Einarsdóttir aðstoðarmann utanríkisráðherra í 3. sæti. Í hennar tíð í utanríkisráðuneytinu hefur hún komið mikið að ofangreindum málum með miklum velvilja. Þar fer réttsýn kona. Höfundur er skurðhjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar