Verkalýðshreyfingin óttast gullgrafaraæði innan ferðaþjónustunnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 06:01 Brot atvinnurekenda á launafólki hafa verið mun færri í faraldrinum enda ferðaþjónustan að mestu óstarfandi. vísir/vilhelm Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar er ekki sérlega spennt fyrir því að ferðaþjónustan fari aftur á fullt. Þau eru viss um að brotum á vinnumarkaði taki aftur að fjölga mjög á næstu mánuðum. Mikill samdráttur hefur verið í verkefnum stærstu verkalýðsfélaganna síðasta árið því flest mál sem komið hafa á borð þeirra undanfarin ár hafa verið tengd ferðaþjónustunni, sem hefur að mestu verið óstarfandi í faraldrinum. „Það hefur verið tiltölulega rólegt hjá okkur undanfarið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS við Vísi. „En málunum fer að fjölga aftur núna þegar ferðaþjónustan fer á fullt.“ Og það sama er uppi á teningnum hjá Eflingu, sem er auðvitað aðildarfélag SGS. „Það voru þarna ógrynni af málum vegna ferðaþjónustunnar sem hafa dálítið dottið niður núna í faraldrinum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Flest brot á vinnumarkaði hjá ferðaþjónustufyrirtækjum Verkalýðshreyfingin hefur lengi gagnrýnt ferðaþjónustuna fyrir brot á vinnumarkaði og léleg kjör starfsmanna. Mikill meirihluti mála sem Efling og SGS hafa rekið fyrir umbjóðendur sína snúast um brot ferðaþjónustufyrirtækja. Sólveig Anna nefnir mál eins og kjarasamningsbrot, launaþjófnað, óásættanlegan aðbúnað, ógreidd orlof og í verstu tilfellum nauðungarvinnu. Sjá einnig: Ferðaþjónustan æf út í ASÍ Nú eru félögin hædd um að allt fari aftur í sitt gamla far – eða hreinlega verra: „Það sem við höfum miklar áhyggjur af er að ferðaþjónustan verði endurreist á verri grunni fyrir launafólk en áður var,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). „Við sjáum merki þess hér og þar nú þegar,“ heldur hún áfram og nefnir kjarasamninga Play og ÍFF sem gott dæmi um þetta. Sólveig Anna kveðst einnig hafa miklar áhyggjur af endurreisn ferðaþjónustunnar. „Við höfum haft miklar áhyggjur af því að þessi tími faraldursins hafi ekki verið notaður með skynsamlegum hætti til að taka þetta í gegn. Það er hætt við að það fari af stað hálfgert gullgrafaraæði þegar ferðaþjónustan fer aftur af stað þar sem aðalatriðið verður að græða eins mikið og hægt er og þá á kostnað launafólks.“ Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Play Tengdar fréttir Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. 19. maí 2021 17:37 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Mikill samdráttur hefur verið í verkefnum stærstu verkalýðsfélaganna síðasta árið því flest mál sem komið hafa á borð þeirra undanfarin ár hafa verið tengd ferðaþjónustunni, sem hefur að mestu verið óstarfandi í faraldrinum. „Það hefur verið tiltölulega rólegt hjá okkur undanfarið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS við Vísi. „En málunum fer að fjölga aftur núna þegar ferðaþjónustan fer á fullt.“ Og það sama er uppi á teningnum hjá Eflingu, sem er auðvitað aðildarfélag SGS. „Það voru þarna ógrynni af málum vegna ferðaþjónustunnar sem hafa dálítið dottið niður núna í faraldrinum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Flest brot á vinnumarkaði hjá ferðaþjónustufyrirtækjum Verkalýðshreyfingin hefur lengi gagnrýnt ferðaþjónustuna fyrir brot á vinnumarkaði og léleg kjör starfsmanna. Mikill meirihluti mála sem Efling og SGS hafa rekið fyrir umbjóðendur sína snúast um brot ferðaþjónustufyrirtækja. Sólveig Anna nefnir mál eins og kjarasamningsbrot, launaþjófnað, óásættanlegan aðbúnað, ógreidd orlof og í verstu tilfellum nauðungarvinnu. Sjá einnig: Ferðaþjónustan æf út í ASÍ Nú eru félögin hædd um að allt fari aftur í sitt gamla far – eða hreinlega verra: „Það sem við höfum miklar áhyggjur af er að ferðaþjónustan verði endurreist á verri grunni fyrir launafólk en áður var,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). „Við sjáum merki þess hér og þar nú þegar,“ heldur hún áfram og nefnir kjarasamninga Play og ÍFF sem gott dæmi um þetta. Sólveig Anna kveðst einnig hafa miklar áhyggjur af endurreisn ferðaþjónustunnar. „Við höfum haft miklar áhyggjur af því að þessi tími faraldursins hafi ekki verið notaður með skynsamlegum hætti til að taka þetta í gegn. Það er hætt við að það fari af stað hálfgert gullgrafaraæði þegar ferðaþjónustan fer aftur af stað þar sem aðalatriðið verður að græða eins mikið og hægt er og þá á kostnað launafólks.“
Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Play Tengdar fréttir Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. 19. maí 2021 17:37 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. 19. maí 2021 17:37