Biden stendur þétt við bakið á hinsegin fólki í upphafi Pride-mánaðarins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 14:39 Biden ætlar að verða töluvert ötulli stuðningsmaður hinsegin fólks en forveri hans í embætti. „Við sjáum ykkur, við styðjum ykkur og við drögum innblástur af hugrekki ykkar til að sætta ykkur ekki við neitt annað en fullt jafnrétti,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu og samfélagsmiðlum Hvíta hússins í gær. Júní er Pride-mánuður í Bandaríkjunum, mánuður hinsegin hátíða, og óhætt að segja að nú kveði við annan tón en þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu. Biden sagðist í yfirlýsingunni ekki munu una sér hvíldar fyrr en hinsegin fólk nyti jafnréttis fyrir lögunum og verndar á við aðra minnihlutahópa. „Pride er bæði gleðilegur samfélagslegur fögnuður sýnileika og persónulegur fögnuður sjálfvirðingar og reisnar,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann sagði Pride-mánuðinn tilefni til að fagna dýrmætt framlag hinsegin fólks til samfélagsins og staðfesta skuldbindingu þjóðarinnar til að standa með hinsegin löndum sínum í baráttu þeirra gegn óréttlæti. Í yfirlýsingunni kemur fram að um 14 prósent allra þeirra sem Biden hefur skipað í hinar ýmsu stöður séu hinsegin og sérstaklega minnst á Pete Buttigieg, sem er fyrsti hinsegin ráðherra Bandaríkjanna, og Rachel Levine, aðstoðarheilbrigðisráðherra, sem er fyrsta transmanneskjan hvers útnefning er samþykkt af öldungadeildinni. Happy Pride! Pride represents so much for the LGBTQ+ community, for our nation, and for the world. It is a time to recall the trials of the LGBTQ+ community and to rejoice in the triumphs of trailblazing individuals who have bravely fought for full equality.We have your back.— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2021 Biden minnist þess þó einnig að björninn sé ekki unninn; til dæmis hafi nokkur ríki Bandaríkjanna fest mismunun gegn trans ungmennum í lög. Þess má geta í þessu samhengi að Flórída varð í gær áttunda ríkið sem bannar trans stúlkum og konum í framhalds- og háskólum að spila með kvennaliðum í íþróttum. Biden sagði Pride-mánuðinn tilefni til að standa með hinsegin fólki, sem væri að berjast fyrir því að fá að lifa eins og það vildi. Barátta þeirra hefði „opnað hjörtu og huga“ þjóðarinnar og lagt grunn að réttlátari Bandaríkjum. „Ég biðla til íbúa Bandaríkjanna að viðurkenna það sem hinsegin samfélagið hefur áorkað, að fagna hinum mikla fjölbreytilega bandarísku þjóðarinnar og til að halda hinsegin fánanum hátt á lofti.“ Bandaríkin Hinsegin Joe Biden Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Júní er Pride-mánuður í Bandaríkjunum, mánuður hinsegin hátíða, og óhætt að segja að nú kveði við annan tón en þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu. Biden sagðist í yfirlýsingunni ekki munu una sér hvíldar fyrr en hinsegin fólk nyti jafnréttis fyrir lögunum og verndar á við aðra minnihlutahópa. „Pride er bæði gleðilegur samfélagslegur fögnuður sýnileika og persónulegur fögnuður sjálfvirðingar og reisnar,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann sagði Pride-mánuðinn tilefni til að fagna dýrmætt framlag hinsegin fólks til samfélagsins og staðfesta skuldbindingu þjóðarinnar til að standa með hinsegin löndum sínum í baráttu þeirra gegn óréttlæti. Í yfirlýsingunni kemur fram að um 14 prósent allra þeirra sem Biden hefur skipað í hinar ýmsu stöður séu hinsegin og sérstaklega minnst á Pete Buttigieg, sem er fyrsti hinsegin ráðherra Bandaríkjanna, og Rachel Levine, aðstoðarheilbrigðisráðherra, sem er fyrsta transmanneskjan hvers útnefning er samþykkt af öldungadeildinni. Happy Pride! Pride represents so much for the LGBTQ+ community, for our nation, and for the world. It is a time to recall the trials of the LGBTQ+ community and to rejoice in the triumphs of trailblazing individuals who have bravely fought for full equality.We have your back.— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2021 Biden minnist þess þó einnig að björninn sé ekki unninn; til dæmis hafi nokkur ríki Bandaríkjanna fest mismunun gegn trans ungmennum í lög. Þess má geta í þessu samhengi að Flórída varð í gær áttunda ríkið sem bannar trans stúlkum og konum í framhalds- og háskólum að spila með kvennaliðum í íþróttum. Biden sagði Pride-mánuðinn tilefni til að standa með hinsegin fólki, sem væri að berjast fyrir því að fá að lifa eins og það vildi. Barátta þeirra hefði „opnað hjörtu og huga“ þjóðarinnar og lagt grunn að réttlátari Bandaríkjum. „Ég biðla til íbúa Bandaríkjanna að viðurkenna það sem hinsegin samfélagið hefur áorkað, að fagna hinum mikla fjölbreytilega bandarísku þjóðarinnar og til að halda hinsegin fánanum hátt á lofti.“
Bandaríkin Hinsegin Joe Biden Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira