Matur

BBQ kóngurinn: Surf’n’turf á grillinu

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Surf'n'turf eins og það gerist best að hætti BBQ kóngsins. 
Surf'n'turf eins og það gerist best að hætti BBQ kóngsins.  Skjáskot

Grillmeistarinn geðþekki Alfreð Fannar sýnir hvernig hann útbýr skemmtilega og girnilega grillrétti í þáttunum BBQ kóngurinn Á Stöð 2+. 

Í fjórða þættinum framreiðir Alfreð Fannar Trölla T-bein steik og riastóran kanadískan humar í sannkallaðri Surf'n'turf stemmningu. 

Hér er hægt að nálgast klippu úr þættinum og fyrir neðan má sjá uppskriftina og aðferð.

Verði ykkur að góðu!

Klippa: BBQ kóngurinn - Surf'n'turf

Surf’n’turf

Trölla T-bein steik og risastór kanadískur humar með grillaðri sítrónu

  • Surf'n'turf
    • Alvöru T-bein, lágmark 1 kg enda er þetta ekki álegg sem stendur til að grilla
    • 4 Maine humarhalar (fást í Kjötkompaníinu)
    • 2 sítrónur
    • SPG-kryddblandan
    • Hvítlaukskryddsmjör
  • Aðferð
  1. Kyndið grillið í 120 gráður.
  2. Kryddið kjötið með SPG eða nauta-rub.
  3. Klippið bakið á humrinum að halanum án þess að fara alla leið í gegn. Fjarlægið görnina, lyftið kjötinu upp og leggið á skelina.
  4. Setjið kjötið á óbeinan hita. Þegar kjötið er komið í 49 gráður er það tekið af og grillið kynt í botn. Brúnið kjötið í 30 sekúndur á hvorri hlið.
  5. Leyfið kjötinu að hvíla í 15 mínútur. Grillið humarinn og penslið með kryddsmjörinu á meðan eldun stendur yfir þar til kjötið er hvítt og tilbúið.
  6. Skerið sítrónur í tvennt og grillið á sárinu þar til þær eru fallega brenndar.
  • Hvítlaukssmjör
    • 200 g smjör við stofuhita
    • 2 pressaðir hvítlauksgeirar
    • 2 msk fínsöxuð steinselja
    • ½ tsk salt

Aðferð

  1. Blandið öllum hráefnunum saman í skál.
  2. Leggið smjörið á plastfilmu og rúllið upp í lengju. Kælið í ísskáp þar til það er hart.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar girnilegar uppskriftir úr fyrri þáttum en fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+.

Caveman-humar

Salt Bea hamborgari



Tengdar fréttir

BBQ kóngurinn: Þrefaldur alvöru smash borgari

„Við ætlum að gera þrefaldan smash-hamborgara. En þá er hakki hnoðað saman í kúlu og þær þjappaðar niður með spaða á pönnu í örþunna hamborgara sem verða stökkir á köntunum,“ segir grillmestarinn Alfreð Fannar Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.