Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 11:11 Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. vísir/Egill Aðalsteinsson Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. OECD birti í gær skýrslu þar sem því er spáð að ekkert þróað ríki verði jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland. Þar er stuðst við verga landsframleiðslu sem mælikvarða. Ísland á ekki að ná sömu vergu landsframleiðslu og landið var með fyrir faraldurinn fyrr en á síðari helmingi ársins 2023. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði, var ekki búinn að lesa skýrsluna ítarlega þegar Vísir ræddi við hann en finnst blasa við að ferðaþjónustan sé helsta ástæðan fyrir hægum efnahagsbata: „Ísland reiðir sig í óvenju miklum mæli á ferðaþjónustu og hún hefur auðvitað komið mjög illa út úr faraldrinum alls staðar. Endurheimt fyrri stöðu á Íslandi byggir auðvitað mjög mikið á því hvernig gengur með ferðaþjónustuna. Þannig það er nú væntanlega lykilforsendan í þessum útreikningum OECD.“ Áframhaldandi atvinnuleysi Í skýrslunni er gert ráð fyrir miklu atvinnuleysi á Íslandi, líka á næsta ári þegar það á að minnka úr 8 prósentum niður í 7,6 prósent. Í ríkjum sem eiga að ná sömu vergu landsframleiðslu og þau voru með fyrir faraldurinn á næstu mánuðum verður atvinnuleysið mun minna. Á næsta ári er til dæmis gert ráð fyrir 4 prósent atvinnuleysi í Noregi en 4,3 prósent í Bandaríkjunum. „Atvinnuleysið hefur náttúrulega áhrif á þessar helstu hagstærðir,“ segir Gylfi. „Ferðaþjónustan er mjög mannaflafrek grein sem þýðir auðvitað að samdráttur í henni hefur mikil áhrif á atvinnustig og það er þá lengi að jafna sig.“ Hann segir eðlilegt að Noregur og Bandaríkin nái sér hratt upp úr faraldrinum, því þar sé takmörkuð ferðaþjónusta í hlutfalli við stærð hagkerfis landanna. „Svo er væntanlega gert ráð fyrir því að nánast allar aðrar atvinnugreinar komist aftur í nokkuð eðlilegt stand á næsta ári.“ Erfitt að ná aftur sama árangri Gylfi nefnir þá að einnig mega hafa í huga að fyrir faraldurinn var hagkerfi Íslands þegar komið í nokkra kólnun. „Ef maður horfir aftur til ársins 2019 þá var það samdráttarár. Það voru svona ýmis vandamál í ferðaþjónustu; WOW varð gjaldþrota og greinin átti almennt í einhverri varnarbaráttu.“ Það geti verið ein ástæða þess að OECD gerir ekki ráð fyrir því að greinin nái sér mjög hratt á strik aftur. „Svo veit maður reyndar ekkert hvort þeir hafi eitthvað gert ráð fyrir aðdráttarafli vegna eldgossins en það getur auðvitað haft einhver jákvæð áhrif,“ segir Gylfi. Einnig geti það haft áhrif á spánna að mikið vaxtarskeið í efnahagskerfi landsins hafi verið að ljúka einmitt þegar faraldurinn skall á og landsframleiðslan verið mjög mikil á síðustu árum. „Það skeið kom auðvitað í kjölfar vandræðanna í hruninu og það er kannski erfitt að ná aftur upp dampi þegar viðmiðið er landsframleiðsla sem hafði vaxið svona svakalega.“ Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
OECD birti í gær skýrslu þar sem því er spáð að ekkert þróað ríki verði jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland. Þar er stuðst við verga landsframleiðslu sem mælikvarða. Ísland á ekki að ná sömu vergu landsframleiðslu og landið var með fyrir faraldurinn fyrr en á síðari helmingi ársins 2023. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði, var ekki búinn að lesa skýrsluna ítarlega þegar Vísir ræddi við hann en finnst blasa við að ferðaþjónustan sé helsta ástæðan fyrir hægum efnahagsbata: „Ísland reiðir sig í óvenju miklum mæli á ferðaþjónustu og hún hefur auðvitað komið mjög illa út úr faraldrinum alls staðar. Endurheimt fyrri stöðu á Íslandi byggir auðvitað mjög mikið á því hvernig gengur með ferðaþjónustuna. Þannig það er nú væntanlega lykilforsendan í þessum útreikningum OECD.“ Áframhaldandi atvinnuleysi Í skýrslunni er gert ráð fyrir miklu atvinnuleysi á Íslandi, líka á næsta ári þegar það á að minnka úr 8 prósentum niður í 7,6 prósent. Í ríkjum sem eiga að ná sömu vergu landsframleiðslu og þau voru með fyrir faraldurinn á næstu mánuðum verður atvinnuleysið mun minna. Á næsta ári er til dæmis gert ráð fyrir 4 prósent atvinnuleysi í Noregi en 4,3 prósent í Bandaríkjunum. „Atvinnuleysið hefur náttúrulega áhrif á þessar helstu hagstærðir,“ segir Gylfi. „Ferðaþjónustan er mjög mannaflafrek grein sem þýðir auðvitað að samdráttur í henni hefur mikil áhrif á atvinnustig og það er þá lengi að jafna sig.“ Hann segir eðlilegt að Noregur og Bandaríkin nái sér hratt upp úr faraldrinum, því þar sé takmörkuð ferðaþjónusta í hlutfalli við stærð hagkerfis landanna. „Svo er væntanlega gert ráð fyrir því að nánast allar aðrar atvinnugreinar komist aftur í nokkuð eðlilegt stand á næsta ári.“ Erfitt að ná aftur sama árangri Gylfi nefnir þá að einnig mega hafa í huga að fyrir faraldurinn var hagkerfi Íslands þegar komið í nokkra kólnun. „Ef maður horfir aftur til ársins 2019 þá var það samdráttarár. Það voru svona ýmis vandamál í ferðaþjónustu; WOW varð gjaldþrota og greinin átti almennt í einhverri varnarbaráttu.“ Það geti verið ein ástæða þess að OECD gerir ekki ráð fyrir því að greinin nái sér mjög hratt á strik aftur. „Svo veit maður reyndar ekkert hvort þeir hafi eitthvað gert ráð fyrir aðdráttarafli vegna eldgossins en það getur auðvitað haft einhver jákvæð áhrif,“ segir Gylfi. Einnig geti það haft áhrif á spánna að mikið vaxtarskeið í efnahagskerfi landsins hafi verið að ljúka einmitt þegar faraldurinn skall á og landsframleiðslan verið mjög mikil á síðustu árum. „Það skeið kom auðvitað í kjölfar vandræðanna í hruninu og það er kannski erfitt að ná aftur upp dampi þegar viðmiðið er landsframleiðsla sem hafði vaxið svona svakalega.“
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira