Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 11:11 Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. vísir/Egill Aðalsteinsson Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. OECD birti í gær skýrslu þar sem því er spáð að ekkert þróað ríki verði jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland. Þar er stuðst við verga landsframleiðslu sem mælikvarða. Ísland á ekki að ná sömu vergu landsframleiðslu og landið var með fyrir faraldurinn fyrr en á síðari helmingi ársins 2023. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði, var ekki búinn að lesa skýrsluna ítarlega þegar Vísir ræddi við hann en finnst blasa við að ferðaþjónustan sé helsta ástæðan fyrir hægum efnahagsbata: „Ísland reiðir sig í óvenju miklum mæli á ferðaþjónustu og hún hefur auðvitað komið mjög illa út úr faraldrinum alls staðar. Endurheimt fyrri stöðu á Íslandi byggir auðvitað mjög mikið á því hvernig gengur með ferðaþjónustuna. Þannig það er nú væntanlega lykilforsendan í þessum útreikningum OECD.“ Áframhaldandi atvinnuleysi Í skýrslunni er gert ráð fyrir miklu atvinnuleysi á Íslandi, líka á næsta ári þegar það á að minnka úr 8 prósentum niður í 7,6 prósent. Í ríkjum sem eiga að ná sömu vergu landsframleiðslu og þau voru með fyrir faraldurinn á næstu mánuðum verður atvinnuleysið mun minna. Á næsta ári er til dæmis gert ráð fyrir 4 prósent atvinnuleysi í Noregi en 4,3 prósent í Bandaríkjunum. „Atvinnuleysið hefur náttúrulega áhrif á þessar helstu hagstærðir,“ segir Gylfi. „Ferðaþjónustan er mjög mannaflafrek grein sem þýðir auðvitað að samdráttur í henni hefur mikil áhrif á atvinnustig og það er þá lengi að jafna sig.“ Hann segir eðlilegt að Noregur og Bandaríkin nái sér hratt upp úr faraldrinum, því þar sé takmörkuð ferðaþjónusta í hlutfalli við stærð hagkerfis landanna. „Svo er væntanlega gert ráð fyrir því að nánast allar aðrar atvinnugreinar komist aftur í nokkuð eðlilegt stand á næsta ári.“ Erfitt að ná aftur sama árangri Gylfi nefnir þá að einnig mega hafa í huga að fyrir faraldurinn var hagkerfi Íslands þegar komið í nokkra kólnun. „Ef maður horfir aftur til ársins 2019 þá var það samdráttarár. Það voru svona ýmis vandamál í ferðaþjónustu; WOW varð gjaldþrota og greinin átti almennt í einhverri varnarbaráttu.“ Það geti verið ein ástæða þess að OECD gerir ekki ráð fyrir því að greinin nái sér mjög hratt á strik aftur. „Svo veit maður reyndar ekkert hvort þeir hafi eitthvað gert ráð fyrir aðdráttarafli vegna eldgossins en það getur auðvitað haft einhver jákvæð áhrif,“ segir Gylfi. Einnig geti það haft áhrif á spánna að mikið vaxtarskeið í efnahagskerfi landsins hafi verið að ljúka einmitt þegar faraldurinn skall á og landsframleiðslan verið mjög mikil á síðustu árum. „Það skeið kom auðvitað í kjölfar vandræðanna í hruninu og það er kannski erfitt að ná aftur upp dampi þegar viðmiðið er landsframleiðsla sem hafði vaxið svona svakalega.“ Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
OECD birti í gær skýrslu þar sem því er spáð að ekkert þróað ríki verði jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland. Þar er stuðst við verga landsframleiðslu sem mælikvarða. Ísland á ekki að ná sömu vergu landsframleiðslu og landið var með fyrir faraldurinn fyrr en á síðari helmingi ársins 2023. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði, var ekki búinn að lesa skýrsluna ítarlega þegar Vísir ræddi við hann en finnst blasa við að ferðaþjónustan sé helsta ástæðan fyrir hægum efnahagsbata: „Ísland reiðir sig í óvenju miklum mæli á ferðaþjónustu og hún hefur auðvitað komið mjög illa út úr faraldrinum alls staðar. Endurheimt fyrri stöðu á Íslandi byggir auðvitað mjög mikið á því hvernig gengur með ferðaþjónustuna. Þannig það er nú væntanlega lykilforsendan í þessum útreikningum OECD.“ Áframhaldandi atvinnuleysi Í skýrslunni er gert ráð fyrir miklu atvinnuleysi á Íslandi, líka á næsta ári þegar það á að minnka úr 8 prósentum niður í 7,6 prósent. Í ríkjum sem eiga að ná sömu vergu landsframleiðslu og þau voru með fyrir faraldurinn á næstu mánuðum verður atvinnuleysið mun minna. Á næsta ári er til dæmis gert ráð fyrir 4 prósent atvinnuleysi í Noregi en 4,3 prósent í Bandaríkjunum. „Atvinnuleysið hefur náttúrulega áhrif á þessar helstu hagstærðir,“ segir Gylfi. „Ferðaþjónustan er mjög mannaflafrek grein sem þýðir auðvitað að samdráttur í henni hefur mikil áhrif á atvinnustig og það er þá lengi að jafna sig.“ Hann segir eðlilegt að Noregur og Bandaríkin nái sér hratt upp úr faraldrinum, því þar sé takmörkuð ferðaþjónusta í hlutfalli við stærð hagkerfis landanna. „Svo er væntanlega gert ráð fyrir því að nánast allar aðrar atvinnugreinar komist aftur í nokkuð eðlilegt stand á næsta ári.“ Erfitt að ná aftur sama árangri Gylfi nefnir þá að einnig mega hafa í huga að fyrir faraldurinn var hagkerfi Íslands þegar komið í nokkra kólnun. „Ef maður horfir aftur til ársins 2019 þá var það samdráttarár. Það voru svona ýmis vandamál í ferðaþjónustu; WOW varð gjaldþrota og greinin átti almennt í einhverri varnarbaráttu.“ Það geti verið ein ástæða þess að OECD gerir ekki ráð fyrir því að greinin nái sér mjög hratt á strik aftur. „Svo veit maður reyndar ekkert hvort þeir hafi eitthvað gert ráð fyrir aðdráttarafli vegna eldgossins en það getur auðvitað haft einhver jákvæð áhrif,“ segir Gylfi. Einnig geti það haft áhrif á spánna að mikið vaxtarskeið í efnahagskerfi landsins hafi verið að ljúka einmitt þegar faraldurinn skall á og landsframleiðslan verið mjög mikil á síðustu árum. „Það skeið kom auðvitað í kjölfar vandræðanna í hruninu og það er kannski erfitt að ná aftur upp dampi þegar viðmiðið er landsframleiðsla sem hafði vaxið svona svakalega.“
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira