„Hann hoppaði upp á þennan stall með glóandi hraunið undir sér“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 18:16 Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Hann varð vitni að karlmanni stíga upp á storknað hraun í Geldingadal en undir því vall logandi hraunið fram. Vísir/Aðsend Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, var staddur við gosstöðvarnar í Geldingadal rétt fyrir klukkan hálf tvö í nótt þegar hann varð vitni að því að karlmaður steig upp á hraunið sem vall úr eldfjallinu. Undir storknuðum pallinum, sem maðurinn stóð á, má sjá glóandi hraun vella fram. „Ég var bara þarna við hraunjaðarinn að mynda og sá hann vera að tala við konuna sína, þau voru eiginlega aðeins að rífast, og svo hoppaði hann upp á þennan stall til að komast upp á hann, með glóandi hraunið undir sér. Það var eiginlega klikkaðra en það sem sést í myndbandinu,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa staðið ofan á hrauninu í um mínútu til þess að konan hans gæti tekið myndir af honum. „Þau vildu bara ná fullkominni mynd og mér sýndist þau taka nokkrar myndir. Þegar maður lendir í svona aðstæðum fattar maður eiginlega ekki hvað þetta er fáránlegt, ég stóð bara þarna og starði á þau og fattaði ekki fáránleikann við þetta fyrr en ég horfði aftur á myndbandið eftir á,“ segir Hermann. „Ég var bara orðlaus. Ég var að taka myndband af hrauninu en beindi símanum strax að þeim þegar ég tók eftir þessu og horfði á þetta gáttaður,“ segir Hermann. View this post on Instagram A post shared by Hermann Helguson (@hemmi90) Sem leiðsögumaður hefur Hermann komið nokkrum sinnum að gosinu en þetta var í tíunda skiptið sem hann kom þangað frá því að gosið hófst. Hann segist hafa orðið vitni að ýmsu við gosstöðvarnar en engu þessu líku. „Þegar maður fór að gosinu til að byrja með sá maður ansi mikið af illa útbúnu fólki en það var helst það sem maður sá. Kannski líka fólk sem hefur farið frekar nálægt hraunjaðrinum þegar er nokkuð hár veggur af storknuðu hrauni en ekkert nálægt þessu,“ segir Hermann. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 31. maí 2021 11:49 Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. 3. maí 2021 13:47 Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
„Ég var bara þarna við hraunjaðarinn að mynda og sá hann vera að tala við konuna sína, þau voru eiginlega aðeins að rífast, og svo hoppaði hann upp á þennan stall til að komast upp á hann, með glóandi hraunið undir sér. Það var eiginlega klikkaðra en það sem sést í myndbandinu,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa staðið ofan á hrauninu í um mínútu til þess að konan hans gæti tekið myndir af honum. „Þau vildu bara ná fullkominni mynd og mér sýndist þau taka nokkrar myndir. Þegar maður lendir í svona aðstæðum fattar maður eiginlega ekki hvað þetta er fáránlegt, ég stóð bara þarna og starði á þau og fattaði ekki fáránleikann við þetta fyrr en ég horfði aftur á myndbandið eftir á,“ segir Hermann. „Ég var bara orðlaus. Ég var að taka myndband af hrauninu en beindi símanum strax að þeim þegar ég tók eftir þessu og horfði á þetta gáttaður,“ segir Hermann. View this post on Instagram A post shared by Hermann Helguson (@hemmi90) Sem leiðsögumaður hefur Hermann komið nokkrum sinnum að gosinu en þetta var í tíunda skiptið sem hann kom þangað frá því að gosið hófst. Hann segist hafa orðið vitni að ýmsu við gosstöðvarnar en engu þessu líku. „Þegar maður fór að gosinu til að byrja með sá maður ansi mikið af illa útbúnu fólki en það var helst það sem maður sá. Kannski líka fólk sem hefur farið frekar nálægt hraunjaðrinum þegar er nokkuð hár veggur af storknuðu hrauni en ekkert nálægt þessu,“ segir Hermann.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 31. maí 2021 11:49 Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. 3. maí 2021 13:47 Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 31. maí 2021 11:49
Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. 3. maí 2021 13:47
Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37