Níu og fjögurra ára keyrðu af stað til Kaliforníu til að synda með höfrungunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 22:25 Á myndinni er hvorugt barnanna sem um ræðir. Getty Tvær barnungar stúlkur í Utah í Bandaríkjunum tóku sig til og óku af stað til Kaliforníu, á bíl foreldra sinna, til þess að synda með höfrungunum. Systurnar, sem eru níu og fjögurra ára, eru auðvitað hvorugar með bílpróf og fór ekki betur en svo a þær keyrðu utan í bíl og lentu svo framan á sendiferðabíl. Hvorug þeirra meiddist við herlegheitin, enda báðar spenntar í sætisbeltin. Stúlkurnar, ákveðnar í því að komast til höfrunganna í Kaliforníu, lögðu af stað í háskaförina á miðvikudagsmorgun, gripu lyklana að Chevy Malibu bíl foreldra sinna og laumuðust út um kjallaradyrnar heima hjá sér. Eldri systirin settist í bílstjórasætið og systir hennar við hlið hennar í farþegasætið og þær keyrðu af stað. Þrátt fyrir að vera óvanir ökumenn tókst þeim að keyra 16 kílómetra burt frá heimili sínu í West Jordan til West Valley borgar, þar á meðal á hraðbrautinni. Bílstjóri sendiferðabílsins, sem stúlkurnar klesstu að lokum á, hafði tekið eftir bílnum þeirra en hann varð vitni að því þegar bíllinn skall utan í annan bíl. Bílstjórinn stóð í þeirri trú að ökumaður bifreiðarinnar væri í einhvers konar annarlegu ástandi og ákvað að elta bílinn. Það var ekki fyrr en eftir að lokaáreksturinn varð sem hann sá stúlkurnar tvær, einar, í bílnum, sér til mikillar furðu. „Þær töluðu um að þær ætluðu til Kaliforníu að synda með höfrungunum og fara á ströndina. Þær sögðu líka að þær hafi vaknað klukkan þrjú til að leggja af stað,“ sagði Scott List, rannsóknarlögreglumaður í West Jordan í samtali við fréttamenn. „Foreldrarnir voru skelfingu lostnir þegar þeir komu að tómum rúmum,“ sagði hann. Samkvæmt fréttaflutningi ABC4 höfðu foreldrarnir talað um það fyrir einhverju síðan að fara í frí til Kaliforníu, sem gæti hafa verið kveikjan að þessari bráðskemmtilegu en jafnframt hættilegu hugmynd stúlknanna. Bandaríkin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Systurnar, sem eru níu og fjögurra ára, eru auðvitað hvorugar með bílpróf og fór ekki betur en svo a þær keyrðu utan í bíl og lentu svo framan á sendiferðabíl. Hvorug þeirra meiddist við herlegheitin, enda báðar spenntar í sætisbeltin. Stúlkurnar, ákveðnar í því að komast til höfrunganna í Kaliforníu, lögðu af stað í háskaförina á miðvikudagsmorgun, gripu lyklana að Chevy Malibu bíl foreldra sinna og laumuðust út um kjallaradyrnar heima hjá sér. Eldri systirin settist í bílstjórasætið og systir hennar við hlið hennar í farþegasætið og þær keyrðu af stað. Þrátt fyrir að vera óvanir ökumenn tókst þeim að keyra 16 kílómetra burt frá heimili sínu í West Jordan til West Valley borgar, þar á meðal á hraðbrautinni. Bílstjóri sendiferðabílsins, sem stúlkurnar klesstu að lokum á, hafði tekið eftir bílnum þeirra en hann varð vitni að því þegar bíllinn skall utan í annan bíl. Bílstjórinn stóð í þeirri trú að ökumaður bifreiðarinnar væri í einhvers konar annarlegu ástandi og ákvað að elta bílinn. Það var ekki fyrr en eftir að lokaáreksturinn varð sem hann sá stúlkurnar tvær, einar, í bílnum, sér til mikillar furðu. „Þær töluðu um að þær ætluðu til Kaliforníu að synda með höfrungunum og fara á ströndina. Þær sögðu líka að þær hafi vaknað klukkan þrjú til að leggja af stað,“ sagði Scott List, rannsóknarlögreglumaður í West Jordan í samtali við fréttamenn. „Foreldrarnir voru skelfingu lostnir þegar þeir komu að tómum rúmum,“ sagði hann. Samkvæmt fréttaflutningi ABC4 höfðu foreldrarnir talað um það fyrir einhverju síðan að fara í frí til Kaliforníu, sem gæti hafa verið kveikjan að þessari bráðskemmtilegu en jafnframt hættilegu hugmynd stúlknanna.
Bandaríkin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira