Blue Lagoon Challenge haldið í 25. skipti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. júní 2021 11:56 Keppendur fara yfir ráslínu í Blue Lagoon Challenge 2019 Bláa lónið Þann 12.júní næstkomandi klukkan16:00 verður blásið í lúðra og stórum hópi hjólreiðafólks hleypt af stað í eitt vinsælasta fjallahjólamót ársins, The Blue Lagoon Challenge en það er nú haldið í 25. sinn. Bláa lónið er aðal styrktaraðili mótsins og býður öll þátttakendum upp á veitingar og í lónið að móti loknu auk þess sem allir verða verðlaunaðir með óvæntum glaðningi. Keppendur hjóla eftir Hvaleyrarvatnsvegi í Blue Lagoon Challenge 2019Kristinn R. Kristinsson „Við erum gríðarlega spennt að fá að ræsa hópinn af stað þar sem ekkert mót var í fyrra sökum covid. Stemmingin er einstök í mótinu og skemmtilegt hversu breiður hópurinn er. Hjólreiðafólk af öllum getustigum tekur þátt, elite keppnishjólreiðafólk, vinnustaðahópar, áhugafólk og allt þar á milli. Svo sameinumst við öll í Bláa lóninu eftir mótið og látum átökin líða úr okkur. Það er áskorun en ekki síður afrek, að ljúka hinni 60 kílómetra leið sem liggur frá Völlunum í Hafnarfirði og að Svartsengi í Grindavík. Markmiðin eru misjöfn hjá keppendum, sumir keppast um fyrsta til þriðja sæti en einnig eru margir að keppa við sjálfan sig, ná að hjóla þetta í fyrsta sinn eða keppa við eigin tíma frá því áður. Við skorum á ykkur öll að koma og vera með, það eru enn til miðar svo nú er bara að skrá sig,“ segir Kolbrún Dröfn, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur Hjólreiðafólki verður hleypt af stað í hollum en leiðin liggur frá Völlunum í Hafnarfirði um Djúpavatnsleiðina, í gegnum Grindavík og inn að Bláa lóninu. Leiðin er malbikuð að hluta, en einnig fer hún um grófan malarveg og um ljúfa moldarslóða og sand. Heildar hækkun á leiðinni er um 600 metrar og þar munar mest um Ísólfskálabrekkuna. Þegar þangað er komið er um 40 kílómetrum lokið og því farið að síga í hjá all flestum. Keppendur fara yfir ráslínu í Blue Lagoon Challenge 2019Bláa lónið Brautarmet karla er ein klukkustund og 38 mínútur en það er Ingvar Ómarsson Íslandsmeistari í hjólreiðum sem setti það árið 2019 og var meðal hraðinn á honum í brautinni 36,56 km/klst. Brautarmet kvenna er ein klukkustund og 53 mínúta og er það Karen Axelsdóttir sem á það met frá því árið 2019. Meðalhraði Karenar var 31,6 km/klst. Stemming í tjaldinu að móti loknu.Bláa lónið „Brautarmetin hafa fallið ár frá ári en veður og vindar hafa þó töluverð áhrif á tímann. Það er hins vegar hægt að sjá á þessu að hjólreiðafólk á Íslandi hefur bætt sig töluvert á milli ára og búnaðurinn hefur einnig tekið miklum framförum. Gaman verður að sjá hvernig tímarnir verða í ár og hvort brautarmet verið slegið aftur,“ segir Kolbrún. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá síðustu keppni. Upphitun fyrir mótiðBláa lónið Hópur frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur á Djúpavatnsleiðinni. Djúpavatnsleiðin er draumkennd og ægifögurBláa lónið Team Kría frá hjólreiðafélaginu Tind á Djúpavatnsleiðinni.Bláa lónið Brekkan góða í Festarfjallinu.Bláa lónið Dulúð yfir Djúpavatnsleiðinni.Bláa lónið 1.-3.sæti karla í Blue Lagoon Challenge 2019. Frá vinstri Kristinn Jónsson, Ingvar Ómarsson og Hafsteinn Ægir Geirsson.Bláa lónið 1.-3.sæti kvenna í Blue Lagoon Challenge 2019. Frá vinstri Hrefna Sigurbjörg Jóhannasdóttir, Karen Axelsdóttir og Anna Kristín Pétursdóttir.Bláa lónið Hjólreiðar Heilsa Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Bláa lónið er aðal styrktaraðili mótsins og býður öll þátttakendum upp á veitingar og í lónið að móti loknu auk þess sem allir verða verðlaunaðir með óvæntum glaðningi. Keppendur hjóla eftir Hvaleyrarvatnsvegi í Blue Lagoon Challenge 2019Kristinn R. Kristinsson „Við erum gríðarlega spennt að fá að ræsa hópinn af stað þar sem ekkert mót var í fyrra sökum covid. Stemmingin er einstök í mótinu og skemmtilegt hversu breiður hópurinn er. Hjólreiðafólk af öllum getustigum tekur þátt, elite keppnishjólreiðafólk, vinnustaðahópar, áhugafólk og allt þar á milli. Svo sameinumst við öll í Bláa lóninu eftir mótið og látum átökin líða úr okkur. Það er áskorun en ekki síður afrek, að ljúka hinni 60 kílómetra leið sem liggur frá Völlunum í Hafnarfirði og að Svartsengi í Grindavík. Markmiðin eru misjöfn hjá keppendum, sumir keppast um fyrsta til þriðja sæti en einnig eru margir að keppa við sjálfan sig, ná að hjóla þetta í fyrsta sinn eða keppa við eigin tíma frá því áður. Við skorum á ykkur öll að koma og vera með, það eru enn til miðar svo nú er bara að skrá sig,“ segir Kolbrún Dröfn, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur Hjólreiðafólki verður hleypt af stað í hollum en leiðin liggur frá Völlunum í Hafnarfirði um Djúpavatnsleiðina, í gegnum Grindavík og inn að Bláa lóninu. Leiðin er malbikuð að hluta, en einnig fer hún um grófan malarveg og um ljúfa moldarslóða og sand. Heildar hækkun á leiðinni er um 600 metrar og þar munar mest um Ísólfskálabrekkuna. Þegar þangað er komið er um 40 kílómetrum lokið og því farið að síga í hjá all flestum. Keppendur fara yfir ráslínu í Blue Lagoon Challenge 2019Bláa lónið Brautarmet karla er ein klukkustund og 38 mínútur en það er Ingvar Ómarsson Íslandsmeistari í hjólreiðum sem setti það árið 2019 og var meðal hraðinn á honum í brautinni 36,56 km/klst. Brautarmet kvenna er ein klukkustund og 53 mínúta og er það Karen Axelsdóttir sem á það met frá því árið 2019. Meðalhraði Karenar var 31,6 km/klst. Stemming í tjaldinu að móti loknu.Bláa lónið „Brautarmetin hafa fallið ár frá ári en veður og vindar hafa þó töluverð áhrif á tímann. Það er hins vegar hægt að sjá á þessu að hjólreiðafólk á Íslandi hefur bætt sig töluvert á milli ára og búnaðurinn hefur einnig tekið miklum framförum. Gaman verður að sjá hvernig tímarnir verða í ár og hvort brautarmet verið slegið aftur,“ segir Kolbrún. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá síðustu keppni. Upphitun fyrir mótiðBláa lónið Hópur frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur á Djúpavatnsleiðinni. Djúpavatnsleiðin er draumkennd og ægifögurBláa lónið Team Kría frá hjólreiðafélaginu Tind á Djúpavatnsleiðinni.Bláa lónið Brekkan góða í Festarfjallinu.Bláa lónið Dulúð yfir Djúpavatnsleiðinni.Bláa lónið 1.-3.sæti karla í Blue Lagoon Challenge 2019. Frá vinstri Kristinn Jónsson, Ingvar Ómarsson og Hafsteinn Ægir Geirsson.Bláa lónið 1.-3.sæti kvenna í Blue Lagoon Challenge 2019. Frá vinstri Hrefna Sigurbjörg Jóhannasdóttir, Karen Axelsdóttir og Anna Kristín Pétursdóttir.Bláa lónið
Hjólreiðar Heilsa Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira