Tuchel stefnir á að losa sig við 14 leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2021 09:00 Mögulega var Tuchel hér að átta sig á að hann þyrfti að selja fjölda leikmanna í sumar. EPA-EFE/Ben Stansall Thomas Tuchel, þjálfari Evrópumeistara Chelsea, ætlar heldur betur að taka til í leikmannahópi liðsins sem er einkar fjölmennur. Alls eru 14 leikmenn sem hann stefnir á að selja í sumar samkvæmt Sky Sports. Stærstu nöfnin á listanum eru Oliver Giroud, Tammy Abraham, Ross Barkley og Ruben Loftus-Cheek. Listinn var tekinn saman áður en Giroud framlengdi samning sinn en það er ljóst að Tuchel telur sig hafa not fyrir hinn 34 ára gamla franska sóknarmann á næstu leiktíð. Einige Spieler des frisch gebackenen Champions League-Sieger haben unter Thomas Tuchel keine Zukunft mehr! #SkyPL #Chelsea pic.twitter.com/hqKesJEVdD— Sky Sport (@SkySportDE) June 4, 2021 Chelsea hefur verið eitt duglegasta lið heims að kaupa leikmenn og lána þá til annarra liða ár eftir ár. Nú hefur Tuchel ákveðið að leikmennirnir verði ekki lánaðir heldur einfaldlega seldir. Í gær var staðfest að AC Milan hefði ákveðið að nýta sér kaupréttinn á Fikayo Tomori. Milan borgar 28.5 milljónir evra fyrir þennan enska miðvörð sem var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Confirmed. AC Milan have just communicated to Chelsea they re triggering 28.5m clause in order to sign Fikayo Tomori on a permanent deal. The agreement will be completed and announced next week. Contract until June 2026. #CFC #ACMilan https://t.co/8eyqeM0ITd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2021 Tuchel getur því strikað yfir nafn Tomori á listanum en enn eru 13 leikmenn eftir. Það ætti ekki að vera erfitt að finna lið til að fjárfesta í hinum 23 ára gamla Tammy Abraham. Hann hefur leikið með Bristol City, Swansea City og Aston Villa á láni en hann er ekki í plönum Tuchel og því verður hann seldur í sumar. Aðrir enskir leikmenn sem reikna má með að verði ekki í vandræðum með að finna sér lið eru Barkley [27 ára, miðjumaður] , Loftus-Cheek [25 ára, miðjumaður] og Conor Gallagher [20 ára, miðjumaður]. Það virðist sem lið í ensku úrvalsdeildinni séu alltaf til í að setja fúlgur fjár í enska leikmenn og vonast þýski þjálfarinn eflaust eftir nokkrum milljónum í kassann þar. Barkley heillaði hins vegar ekki hjá Aston Villa á síðustu leiktíð og sömu sögu er að segja af Loftus-Cheek hjá Fulham. Gallagher var hins vegar einn af fáum ljósum punktum í fallliði West Bromwich Albion. Hvernig Chelsea mun ganga að losa sig við hina leikmennina á listanum verður að koma í ljós. Leikmennir sem um ræðir eru eftirfarandi: Michy Batshuayi - sóknarmaður, 27 ára | Belgía Victor Moses - vængmaður, 30 ára | Nígería Emerson Palmieri - bakvörður, 26 ára | Brasilía Tiemoue Bakayoko - miðjumaður, 26 ára | Frakkland Davide Zappacosta - bakvörður, 28 ára | Ítalía Danny Drinkwater - miðjumaður, 31 árs | England Billy Gilmour - miðjumaður, 19 ára | Skotland Baba Rahman - bakvörður, 26 ára | Gana Kenedy - vængmaður, 25 ára | Brasilía Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Stærstu nöfnin á listanum eru Oliver Giroud, Tammy Abraham, Ross Barkley og Ruben Loftus-Cheek. Listinn var tekinn saman áður en Giroud framlengdi samning sinn en það er ljóst að Tuchel telur sig hafa not fyrir hinn 34 ára gamla franska sóknarmann á næstu leiktíð. Einige Spieler des frisch gebackenen Champions League-Sieger haben unter Thomas Tuchel keine Zukunft mehr! #SkyPL #Chelsea pic.twitter.com/hqKesJEVdD— Sky Sport (@SkySportDE) June 4, 2021 Chelsea hefur verið eitt duglegasta lið heims að kaupa leikmenn og lána þá til annarra liða ár eftir ár. Nú hefur Tuchel ákveðið að leikmennirnir verði ekki lánaðir heldur einfaldlega seldir. Í gær var staðfest að AC Milan hefði ákveðið að nýta sér kaupréttinn á Fikayo Tomori. Milan borgar 28.5 milljónir evra fyrir þennan enska miðvörð sem var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Confirmed. AC Milan have just communicated to Chelsea they re triggering 28.5m clause in order to sign Fikayo Tomori on a permanent deal. The agreement will be completed and announced next week. Contract until June 2026. #CFC #ACMilan https://t.co/8eyqeM0ITd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2021 Tuchel getur því strikað yfir nafn Tomori á listanum en enn eru 13 leikmenn eftir. Það ætti ekki að vera erfitt að finna lið til að fjárfesta í hinum 23 ára gamla Tammy Abraham. Hann hefur leikið með Bristol City, Swansea City og Aston Villa á láni en hann er ekki í plönum Tuchel og því verður hann seldur í sumar. Aðrir enskir leikmenn sem reikna má með að verði ekki í vandræðum með að finna sér lið eru Barkley [27 ára, miðjumaður] , Loftus-Cheek [25 ára, miðjumaður] og Conor Gallagher [20 ára, miðjumaður]. Það virðist sem lið í ensku úrvalsdeildinni séu alltaf til í að setja fúlgur fjár í enska leikmenn og vonast þýski þjálfarinn eflaust eftir nokkrum milljónum í kassann þar. Barkley heillaði hins vegar ekki hjá Aston Villa á síðustu leiktíð og sömu sögu er að segja af Loftus-Cheek hjá Fulham. Gallagher var hins vegar einn af fáum ljósum punktum í fallliði West Bromwich Albion. Hvernig Chelsea mun ganga að losa sig við hina leikmennina á listanum verður að koma í ljós. Leikmennir sem um ræðir eru eftirfarandi: Michy Batshuayi - sóknarmaður, 27 ára | Belgía Victor Moses - vængmaður, 30 ára | Nígería Emerson Palmieri - bakvörður, 26 ára | Brasilía Tiemoue Bakayoko - miðjumaður, 26 ára | Frakkland Davide Zappacosta - bakvörður, 28 ára | Ítalía Danny Drinkwater - miðjumaður, 31 árs | England Billy Gilmour - miðjumaður, 19 ára | Skotland Baba Rahman - bakvörður, 26 ára | Gana Kenedy - vængmaður, 25 ára | Brasilía
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira