Delta-afbrigðið greinist í Ástralíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 23:29 Alls hafa 64 greinst smitaðir af Covid-19 í Viktoríu frá 24. maí síðastliðnum. Getty/Darrian Traynor Yfirvöld í Viktoríu í Ástralíu tilkynntu í dag að Delta-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst í fyrsta skipti í landinu í Melbourne. Kórónuveirutilfellum hefur farið fjölgandi í Ástralíu undanfarna viku og hafa yfirvöld áhyggjur af nýjustu vendingum. Delta-afbrigðið er rakið til Indlands og virðist það smitast hraðar og auðveldar en önnur afbrigði veirunnar. Afbrigðið greindist nýverið í Bretlandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu afbrigði,“ sagði Brett Sutton, yfirmaður heilbrigðisstofnunar Viktoríu, í samtali við fréttamenn í Melbourne í dag. Aðeins tveir hafa greinst smitaðir af Delta-afbrigðinu í Ástralíu og eru þeir því ekki taldir tengjast öðrum smitum sem hafa greinst. Smitrakning stendur nú yfir og vonast heilbrigðisyfirvöld til þess að geta komið í veg fyrir að afbrigðið komist út í samfélagið. Hinir smituðu, sem eru fjölskyldumeðlimir, ferðuðust til Nýju Suður Wales fyrir tveimur vikum síðan og talið er að þeir hafi verið smitandi á meðan á ferðalaginu stóð. Heimsóttu þeir fjölfarna ferðamannastaði í suðurhluta ríkisins. Sutton segir það koma til greina að fólkið hafi smitast á meðan það var á ferðalaginu en það eigi enn eftir að koma í ljós. Enginn hefur greinst smitaður af veirunni í Nýju Suður Wales í mánuð. Viktoría, sem er annað fjölmennasta ríki Ástralíu, hefur glímt við fjölda smita undanfarinn mánuð en alls hafa 64 greinst smitaðir af veirunni frá 24. maí síðastliðnum. Fyrir það hafði enginn greinst smitaður af veirunni í þrjá mánuði. Öll tilfellin hafa verið rekin til eins ferðamanns sem losnaði úr sóttkví eftir að hafa greinst neikvæður á Covid-prófi. Um leið og fyrstu smitin greindust gripu yfirvöld í Melbourne til harðra aðgerða og settu á útgöngubann. Það hefur nú verið framlengt til 10. júní en víða annars staðar í ríkinu hefur verið slakað á aðgerðum. Nú hafa alls 20 prósent fullorðinna fengið fyrsta skammt Covid-19 bólusetningar í Ástralíu en alls hafa 4,8 milljónum skammta verið útdeilt. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Delta-afbrigðið er rakið til Indlands og virðist það smitast hraðar og auðveldar en önnur afbrigði veirunnar. Afbrigðið greindist nýverið í Bretlandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu afbrigði,“ sagði Brett Sutton, yfirmaður heilbrigðisstofnunar Viktoríu, í samtali við fréttamenn í Melbourne í dag. Aðeins tveir hafa greinst smitaðir af Delta-afbrigðinu í Ástralíu og eru þeir því ekki taldir tengjast öðrum smitum sem hafa greinst. Smitrakning stendur nú yfir og vonast heilbrigðisyfirvöld til þess að geta komið í veg fyrir að afbrigðið komist út í samfélagið. Hinir smituðu, sem eru fjölskyldumeðlimir, ferðuðust til Nýju Suður Wales fyrir tveimur vikum síðan og talið er að þeir hafi verið smitandi á meðan á ferðalaginu stóð. Heimsóttu þeir fjölfarna ferðamannastaði í suðurhluta ríkisins. Sutton segir það koma til greina að fólkið hafi smitast á meðan það var á ferðalaginu en það eigi enn eftir að koma í ljós. Enginn hefur greinst smitaður af veirunni í Nýju Suður Wales í mánuð. Viktoría, sem er annað fjölmennasta ríki Ástralíu, hefur glímt við fjölda smita undanfarinn mánuð en alls hafa 64 greinst smitaðir af veirunni frá 24. maí síðastliðnum. Fyrir það hafði enginn greinst smitaður af veirunni í þrjá mánuði. Öll tilfellin hafa verið rekin til eins ferðamanns sem losnaði úr sóttkví eftir að hafa greinst neikvæður á Covid-prófi. Um leið og fyrstu smitin greindust gripu yfirvöld í Melbourne til harðra aðgerða og settu á útgöngubann. Það hefur nú verið framlengt til 10. júní en víða annars staðar í ríkinu hefur verið slakað á aðgerðum. Nú hafa alls 20 prósent fullorðinna fengið fyrsta skammt Covid-19 bólusetningar í Ástralíu en alls hafa 4,8 milljónum skammta verið útdeilt.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira