Telur umræðuna um Samherja smita út frá sér Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 08:08 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, tjáir sig um mál Samherja í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Vísir/Vilhelm Neikvæð umræða um stórútgerðina Samherja smitar út frá sér og hefur áhrif á tiltrú almennings á sjávarútveginn í heild sinni, að mati Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra. Hann telur Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum. Meintar mútugreiðslur Samherja til þess að komast yfir kvóta í Namibíu og harðar árásir fyrirtækisins á fréttamenn RÚV sem hafa fjallað um málið hafa verið ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu. Í viðtali við sérblað Morgunblaðsins vegna sjómannadagsins segir Kristján Þór að sér þyki vont hvernig umræðan um Samherja smiti út frá sér og hafi áhrif á heila atvinnugrein. „Hún veikir tiltrú fólks til sjávarútvegsins sem er mjög slæmt,“ segir sjávarútvegsráðherra um stöðu Samherja. Þegar Namibíumál Samherja komu upp segist Kristján Þór strax hafa sagt að forsvarsmenn fyrirtækisins þyrftu að ganga fram fyrir skjöldu og gera hreint fyrir sínum dyrum. „Ég held að flestir sem fylgjast með þessari umræðu geti verið sammála um að það hafi fyrirtækinu ekki tekist enn þann dag í dag,“ segir Kristján Þór sem telur dapurlegt að horfa upp á stöðu Samherja nú. Segist ekkert þekkja til Namibíumála Kristján Þór hefur sætt harðri gagnrýni á undanförnum mánuðum vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans sem ráðherra vegna þess. Meðal annars hefur komið fram að Kristján Þór var viðstaddur þegar forsvarsmenn Samherja funduðu með þremur namibískum ráðamönnum árið 2014. Þá var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagður hafa talað um Kristján Þór sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni. Kristján Þór, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi verið samsamaður viðbrögðum Samherja við uppljóstrunum um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. „Í pólitík er ekkert spurt um hvort það sé sanngjarnt eða ekki en ég hef frá fyrsta degi lagt mig fram um að svara þeim spurningum sem að mér hefur verið beint. Þau svör hafa meira snert fyrri aðkomu mína að fyrirtækinu, þá helst þá staðreynd að ég sat þarna í stjórn fyrir rúmlega tveimur áratugum, en ekki þær ásakanir sem hafa komið fram á hendur fyrirtækinu enda þekki ég þau mál ekki neitt,“ segir hann. Í mars tilkynnti Kristján Þór að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningunum í haust. Hann hefur um hríð mælst langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24 Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24 Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. 5. mars 2021 19:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Meintar mútugreiðslur Samherja til þess að komast yfir kvóta í Namibíu og harðar árásir fyrirtækisins á fréttamenn RÚV sem hafa fjallað um málið hafa verið ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu. Í viðtali við sérblað Morgunblaðsins vegna sjómannadagsins segir Kristján Þór að sér þyki vont hvernig umræðan um Samherja smiti út frá sér og hafi áhrif á heila atvinnugrein. „Hún veikir tiltrú fólks til sjávarútvegsins sem er mjög slæmt,“ segir sjávarútvegsráðherra um stöðu Samherja. Þegar Namibíumál Samherja komu upp segist Kristján Þór strax hafa sagt að forsvarsmenn fyrirtækisins þyrftu að ganga fram fyrir skjöldu og gera hreint fyrir sínum dyrum. „Ég held að flestir sem fylgjast með þessari umræðu geti verið sammála um að það hafi fyrirtækinu ekki tekist enn þann dag í dag,“ segir Kristján Þór sem telur dapurlegt að horfa upp á stöðu Samherja nú. Segist ekkert þekkja til Namibíumála Kristján Þór hefur sætt harðri gagnrýni á undanförnum mánuðum vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans sem ráðherra vegna þess. Meðal annars hefur komið fram að Kristján Þór var viðstaddur þegar forsvarsmenn Samherja funduðu með þremur namibískum ráðamönnum árið 2014. Þá var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagður hafa talað um Kristján Þór sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni. Kristján Þór, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi verið samsamaður viðbrögðum Samherja við uppljóstrunum um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. „Í pólitík er ekkert spurt um hvort það sé sanngjarnt eða ekki en ég hef frá fyrsta degi lagt mig fram um að svara þeim spurningum sem að mér hefur verið beint. Þau svör hafa meira snert fyrri aðkomu mína að fyrirtækinu, þá helst þá staðreynd að ég sat þarna í stjórn fyrir rúmlega tveimur áratugum, en ekki þær ásakanir sem hafa komið fram á hendur fyrirtækinu enda þekki ég þau mál ekki neitt,“ segir hann. Í mars tilkynnti Kristján Þór að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningunum í haust. Hann hefur um hríð mælst langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.
Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24 Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24 Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. 5. mars 2021 19:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24
Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24
Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. 5. mars 2021 19:00