Fótbolti

Tevez hættur?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carlos Tevez gæti verið hættur í fótbolta.
Carlos Tevez gæti verið hættur í fótbolta. Alexis Lloret/Getty Images

Carlos Tevez hefur tilkynnt að hann sé að yfirgefa uppeldisfélag sitt Boca Juniors og nú er óljóst hvað fótboltaframtíð Tevez ber í skauti sér.

Hinn 37 ára gamli Tevez sagði þegar hann tilkynnti ákvörðun sína að hans blóð væri ekki rautt heldur væri það blátt og gult.

Vitnaði hann þar með í liti uppeldisfélag síns en hann staðfesti þó ekki að hann væri hættur.

„Ferill minn í Argentínu er búinn,“ sagði Tevez. „Ég hef alltaf sagt að eina félagið sem ég myndi spila með hér er Boca.“

Tevez missti föður sinn í febrúar vegna kórónuveirunnar og hefur ekki fengið tækifæri til að syrgja hann.

Tevez hefur ásamt Manchester-liðunum spilað með Corinthians, West Ham, Juventus og Shanghai Shenua.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×