Íslenski boltinn

„Uppleggið var að mæta grimmar og kröftugar en ekki að vera komnar undir eftir eina mínútu“

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Andri Ólafsson, til vinstri, í mynd.
Andri Ólafsson, til vinstri, í mynd. vísir/elín

Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigur á móti taplausu Selfoss liði í Pepsi Max deild kvenna í dag. 

„Mér líður mjög vel. Við byrjuðum ekki vel en eftir það fannst mér við verða betri,“ sagði Andir í leikslok. 

ÍBV lenti undir strax á 2. mínútu leiksins og voru í smá basli í byrjun fyrri hálfleiks.

„Við erum með marga leikmenn sem þora ekki að skalla boltann. Það kostar okkur eftir tvær mínútur að þora ekki að skalla boltann og þá erum við komnar undir.“

Andri var með annað upplegg fyrir þennan leik heldur en það sem spilaðist á vellinum. 

„Uppleggið var að mæta grimmar og kröftugar en ekki að vera komnar undir eftir eina mínútu.“

Það voru engar kjöraðstæður á Hásteinsvelli í dag. Suðaustan hvassviðri og úrhelli sem að vísu skapaði mark fyrir ÍBV þegar að Delaney Baie Pridham skoraði þar sem að boltinn hreinlega fauk inn í netið. 

 Við bjuggumst reyndar við betra veðri í dag en var. Seinni hálfleikur gekk fullkomnlega.“

Nú tekur við landsleikjahlé og verða næstu leikir ekki fyrr en 21. júní.

„Við ætlum að hvíla okkur. Við erum með fullt af landsliðsmönnum þannig að þær fara í verkefni. Við ætlum að leyfa fólki sem er ekki í landsliðum að skoða landið og aðeins að njóta þess að eiga frí og vera á Íslandi,“ sagði Andri að lokum.


Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×