Vill nýja ríkisstjórn í anda R-listans Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júní 2021 17:46 Frá flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. samfylkingin Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist lesa það úr nýlegum skoðanakönnunum að flokkur hans geti haft forgöngu um að mynda ríkisstjórn í anda R-listans eftir kosningar í haust. Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi í dag sagði Logi að „óvenjulegt stjórnarmynstur“ íhaldsflokkanna á kjörtímabilinu hafi mögulega hentað til að koma á pólitískum stöðugleika í landinu eftir skandala fyrri stjórna. „En þessir flokkar munu ekki finna samhljóminn til að ráða við þau risastóru verkefni sem eru fram undan. Málamiðlanir sem ósamstiga ríkisstjórn þarf að gera við hvert fótmál er ekki svarið í núverandi ástandi,“ sagði Logi. Ríkisstjórn sem er óhrædd við sérhagsmunaöflin Þess vegna væri nauðsynlegt að greiða veginn fyrir nýja ríkisstjórn að loknum kosningum sem væri sammála um meginverkefnin sem þyrfti að ráðast í. „Ríkisstjórn sem er óhrædd við markvissari beitingu hins opinbera“ og „ríkisstjórn sem hefur burði til að takast á við sérhagsmunaöflin sem hafa fengið verðmætustu eign þjóðarinnar í sínar hendur.“ Hann sér fyrir sér að Samfylkingin geti myndað þessa ríkisstjórn eftir því sem hann kallar „Reykjavíkurmódelið“ eða „R-lista konseptið“. Þar vísar hann í R-listann, sameiginlegan framboðslista félagshyggjuflokkanna í Reykjavík í þrennum borgarstjórnarkosningum, frá 1994 til 2002, sem alltaf náði hreinum meirihluta í borginni. Meirihlutasamstarf Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna í Reykjavíkurborg í dag er auðvitað svipað því. „Kæru vinir, það er þannig stjórn sem við skulum mynda eftir kosningarnar í haust, og það eru sterkar líkur á að það takist, en það er okkar allra hér inni að sigla því í höfn. Svo verum samstíga, komum málefnum okkar skýrt á framfæri við almenning og gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana,“ sagði Logi við samflokksmenn sína. Katrín í lykilstöðu Samkvæmt nýjustu könnun MMR mælist Samfylkingin með 10,9 prósent fylgi. Saman eru Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar með 35,5 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Með Viðreisn yrði fylgið 46,5 prósent en með Framsókn 48 prósent. Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 48,2 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, virðist vera í lykilstöðu fyrir næstu ríkisstjórnarmyndun og nokkurn veginn geta valið hvort hún vilji halda áfram samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn eða reyna að mynda stjórn frá miðju til vinstri. Samkvæmt nýjustu könnunum vilja langflestir landsmenn að hún leiði næstu ríkisstjórn, eða 46 prósent. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi í dag sagði Logi að „óvenjulegt stjórnarmynstur“ íhaldsflokkanna á kjörtímabilinu hafi mögulega hentað til að koma á pólitískum stöðugleika í landinu eftir skandala fyrri stjórna. „En þessir flokkar munu ekki finna samhljóminn til að ráða við þau risastóru verkefni sem eru fram undan. Málamiðlanir sem ósamstiga ríkisstjórn þarf að gera við hvert fótmál er ekki svarið í núverandi ástandi,“ sagði Logi. Ríkisstjórn sem er óhrædd við sérhagsmunaöflin Þess vegna væri nauðsynlegt að greiða veginn fyrir nýja ríkisstjórn að loknum kosningum sem væri sammála um meginverkefnin sem þyrfti að ráðast í. „Ríkisstjórn sem er óhrædd við markvissari beitingu hins opinbera“ og „ríkisstjórn sem hefur burði til að takast á við sérhagsmunaöflin sem hafa fengið verðmætustu eign þjóðarinnar í sínar hendur.“ Hann sér fyrir sér að Samfylkingin geti myndað þessa ríkisstjórn eftir því sem hann kallar „Reykjavíkurmódelið“ eða „R-lista konseptið“. Þar vísar hann í R-listann, sameiginlegan framboðslista félagshyggjuflokkanna í Reykjavík í þrennum borgarstjórnarkosningum, frá 1994 til 2002, sem alltaf náði hreinum meirihluta í borginni. Meirihlutasamstarf Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna í Reykjavíkurborg í dag er auðvitað svipað því. „Kæru vinir, það er þannig stjórn sem við skulum mynda eftir kosningarnar í haust, og það eru sterkar líkur á að það takist, en það er okkar allra hér inni að sigla því í höfn. Svo verum samstíga, komum málefnum okkar skýrt á framfæri við almenning og gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana,“ sagði Logi við samflokksmenn sína. Katrín í lykilstöðu Samkvæmt nýjustu könnun MMR mælist Samfylkingin með 10,9 prósent fylgi. Saman eru Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar með 35,5 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Með Viðreisn yrði fylgið 46,5 prósent en með Framsókn 48 prósent. Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 48,2 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, virðist vera í lykilstöðu fyrir næstu ríkisstjórnarmyndun og nokkurn veginn geta valið hvort hún vilji halda áfram samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn eða reyna að mynda stjórn frá miðju til vinstri. Samkvæmt nýjustu könnunum vilja langflestir landsmenn að hún leiði næstu ríkisstjórn, eða 46 prósent.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira