Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víðs vegar um land Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. júní 2021 10:44 Hátíð hafsins hefur verið aflýst í ár, en hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2002. HÁTÍÐ HAFSINS Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur víðs vegar um land í dag, þótt samkomutakmarkanir setji vissulega sinn svip á daginn. Ýmislegt verður um að vera í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum, á Ólafsfirði, Neskaupstað og Bolungarvík. Hátíð hafsins sem haldin hefur verið árlega síðan árið 2002, hefur verið aflýst. Á höfuðborgarsvæðinu verður formleg afhending atvikaskráningarkerfisins ATVIK-sjómenn í tilefni dagsins. Kerfið er gjöf frá VÍS til íslenskra sjómanna og er ætlað að fækka sjóslysum. Afhendingin fer fram um borð í skólaskipinu Sæbjörgu hjá Slysavarnaskóla sjómanna klukkan 13. Þá verður sjómannadagurinn með óhefðbundnu sniði í Hafnarfirði. Þar verður meðal annars boðið upp á fiskasýningu Hafrannsóknarstofnunar við Háabakka, opið hús Siglingaklúbbsins Þyts og ljósmyndasýningu á Strandstígnum. Álfarnir Þorri og Þura munu einnig bjóða til veislu í Hellisgerði klukkan 14. Í Þorlákshöfn var dagskrá alla helgina, en bærinn heldur jafnframt upp á 70 ára afmæli sitt. Í dag verður boðið upp á sjómannadagsmessu klukkan 11, dagskrá í Skrúðgarði og kaffihlaðborð Björgunarsveitarinnar Mannbjargar. Hægt er að nálgast frekari dagskrá hér. Sjómannadagskaffi Eykindils fellur niður í Vestmannaeyjum. Þó verður boðið upp á sjómannadagsmessu í Landakirkju klukkan 13, lúðrasveit Vestmannaeyja mun taka lög og Eliza Reed, forsetafrú mun flytja ræðu. Dagskrá Vestmannaeyja er að finna hér. Á Ólafsfirði var mikið um hátíðarhöld alla helgina. Í dag verður hátíðarmessa, skrúðganga og fjölskylduskemmtun þar sem fjölmargir skemmtikraftar stíga á stokk. Hátíðinni lýkur í kvöld með árshátíð sjómanna í íþróttahúsinu. Þá verður einnig dagskrá á Neskaupstað og í Bolungarvík í dag. Sjómannadagurinn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Hátíð hafsins sem haldin hefur verið árlega síðan árið 2002, hefur verið aflýst. Á höfuðborgarsvæðinu verður formleg afhending atvikaskráningarkerfisins ATVIK-sjómenn í tilefni dagsins. Kerfið er gjöf frá VÍS til íslenskra sjómanna og er ætlað að fækka sjóslysum. Afhendingin fer fram um borð í skólaskipinu Sæbjörgu hjá Slysavarnaskóla sjómanna klukkan 13. Þá verður sjómannadagurinn með óhefðbundnu sniði í Hafnarfirði. Þar verður meðal annars boðið upp á fiskasýningu Hafrannsóknarstofnunar við Háabakka, opið hús Siglingaklúbbsins Þyts og ljósmyndasýningu á Strandstígnum. Álfarnir Þorri og Þura munu einnig bjóða til veislu í Hellisgerði klukkan 14. Í Þorlákshöfn var dagskrá alla helgina, en bærinn heldur jafnframt upp á 70 ára afmæli sitt. Í dag verður boðið upp á sjómannadagsmessu klukkan 11, dagskrá í Skrúðgarði og kaffihlaðborð Björgunarsveitarinnar Mannbjargar. Hægt er að nálgast frekari dagskrá hér. Sjómannadagskaffi Eykindils fellur niður í Vestmannaeyjum. Þó verður boðið upp á sjómannadagsmessu í Landakirkju klukkan 13, lúðrasveit Vestmannaeyja mun taka lög og Eliza Reed, forsetafrú mun flytja ræðu. Dagskrá Vestmannaeyja er að finna hér. Á Ólafsfirði var mikið um hátíðarhöld alla helgina. Í dag verður hátíðarmessa, skrúðganga og fjölskylduskemmtun þar sem fjölmargir skemmtikraftar stíga á stokk. Hátíðinni lýkur í kvöld með árshátíð sjómanna í íþróttahúsinu. Þá verður einnig dagskrá á Neskaupstað og í Bolungarvík í dag.
Sjómannadagurinn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira