Síðustu dagar kjörtímabilsins að renna upp á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2021 16:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fer yfir þau mál sem sennilega ná ekki fram að ganga á kjörtímabilinu og hvað tekur við eftir kosningar í september. Stöð 2/Einar Síðustu dagar þingstarfa á yfirstandandi kjörtímabili eru framundan í vikunni og setja svip sinn á Víglínuna á Stöð 2 í dag. Eldhúsdagsumræður fara fram á morgun og samkvæmt starfsáæltun á þingstörfum á vorþingi að ljúka næst komandi fimmtudag hinn 10. júní. Það horfir ekki vel fyrir þingmannafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni. Áætlað er að vorþingi ljúki á fimmtudag.Stöð 2/Einar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2 í dag til að ræða hvaða mál muni hugsanlega daga uppi en þegar hefur komið fram að frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð muni ekki ná fram að ganga fyrir kosningar. Þá eru miklar efasemdir um þingmannafrumvarp Katrínar um breytingar á stjórnarskránni. Ef það verður ekki að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd í þessari viku verður væntanlega engin þörf á að boða þing saman í nokkra daga í ágúst til að afgreiða þau mál. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins vill að Íslendingar fari leið Dana í málum hælisleitenda og telur fráleitt að lögleiða neysluskammta fíkniefna.Stöð 2/Einar Í seinni hluta Víglínunnar fær Heimir Már þau Helgu Völu Helgadóttur þingmann Samfylkingarinnar og formann velferðarnefndar og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins til sín. Miðflokkurinn hélt landsþing um helgina þar sem meðal annars var sterkt kveðið á um stefnuna í málefnum hælisleitenda og mögulega lögleiðingu neysluskammta fíkniefna. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnina ekki hafa staðið við loforð um öfluga innviðauppbyggingu á kjörtímabilinu.Stöð 2/Einar Þau Helga Vala og Sigmundur Davíð munu einnig leggja dóm sinn á frammistöðu ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu sem senn er á enda. Ef tími vinnst til verður einnig rætt um áherslur flokkanna fyrir komandi kosningar í lok September. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40 og fer fljótlega eftir útsendingu inn á Stöð 2 + þar sem áskrifendur geta horft á þáttinn. Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Það horfir ekki vel fyrir þingmannafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni. Áætlað er að vorþingi ljúki á fimmtudag.Stöð 2/Einar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2 í dag til að ræða hvaða mál muni hugsanlega daga uppi en þegar hefur komið fram að frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð muni ekki ná fram að ganga fyrir kosningar. Þá eru miklar efasemdir um þingmannafrumvarp Katrínar um breytingar á stjórnarskránni. Ef það verður ekki að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd í þessari viku verður væntanlega engin þörf á að boða þing saman í nokkra daga í ágúst til að afgreiða þau mál. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins vill að Íslendingar fari leið Dana í málum hælisleitenda og telur fráleitt að lögleiða neysluskammta fíkniefna.Stöð 2/Einar Í seinni hluta Víglínunnar fær Heimir Már þau Helgu Völu Helgadóttur þingmann Samfylkingarinnar og formann velferðarnefndar og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins til sín. Miðflokkurinn hélt landsþing um helgina þar sem meðal annars var sterkt kveðið á um stefnuna í málefnum hælisleitenda og mögulega lögleiðingu neysluskammta fíkniefna. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnina ekki hafa staðið við loforð um öfluga innviðauppbyggingu á kjörtímabilinu.Stöð 2/Einar Þau Helga Vala og Sigmundur Davíð munu einnig leggja dóm sinn á frammistöðu ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu sem senn er á enda. Ef tími vinnst til verður einnig rætt um áherslur flokkanna fyrir komandi kosningar í lok September. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40 og fer fljótlega eftir útsendingu inn á Stöð 2 + þar sem áskrifendur geta horft á þáttinn.
Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira