Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 22:45 Clippers er komið í undanúrslit Vesturdeildar. Kevork Djansezian/Getty Images Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. Að venju fór allur sóknarleikur Dallas í gegnum Dončić og hann brást ekki í fyrsta leikhluta. Hann skoraði 19 stig og sá til þess að Dallas var þremur stigum yfir að honum loknum, staðan þá 38-35 Dallas í vil. Heimamenn í Clippers bitu frá sér í öðrum leikhluta. Paul George fór mikinn í leikhlutanum og þá var Marcus Morris Sr. sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann skoraði alls 23 stig í leiknum. With this triple, Marcus Morris Sr. joins Steph Curry as the only players in GAME 7 HISTORY to hit 7 threes! #NBAPlayoffs #ThatsGameWIN or GO HOME GAME 7 on ABC pic.twitter.com/Dzfwy8cnTo— NBA (@NBA) June 6, 2021 Eftir frábæran annan leikhluta var Clippers komið átta stigum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, staðan þá 70-62. Varnarleikur beggja liða ekki upp á marga fiska. Dallas byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti og tókst að jafna metin í 72-72 þegar tvær mínútur voru liðnar. Staðan var jöfn um miðbik leikhlutans en þá tóku heimamenn öll völd á vellinum og voru komnir 15 stigum yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins, staðan þá 100-85. Líkt og í öðrum leikjum einvígisins var Dončić einfaldlega búinn á því í fjórða leikhluta og virtist sem leikurinn væri tapaður. Hann náði hins vegar að setja niður stóra þriggja stiga körfu þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og munurinn kominn niður í sjö stig. Reggie Jackson setti niður enn stærri þriggja stiga körfu hinum megin á vellinum í kjölfarið og eftir það var allt loft úr Mavericks-mönnum. Clippers gekk frá leiknum í kjölfarið og vann 15 stiga sigur, lokatölur 126-115. Reggie and Mook coming up clutch. pic.twitter.com/8ycFesqdGP— LA Clippers (@LAClippers) June 6, 2021 Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig. Hann var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann tók 10 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Paul George var svo með 22 stig. Luka skoraði 46 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Dorian Finney-Smith kom þar á eftir með 18 stig. Clippers þar með komið áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar þar sem Utah Jazz bíður. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira
Að venju fór allur sóknarleikur Dallas í gegnum Dončić og hann brást ekki í fyrsta leikhluta. Hann skoraði 19 stig og sá til þess að Dallas var þremur stigum yfir að honum loknum, staðan þá 38-35 Dallas í vil. Heimamenn í Clippers bitu frá sér í öðrum leikhluta. Paul George fór mikinn í leikhlutanum og þá var Marcus Morris Sr. sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann skoraði alls 23 stig í leiknum. With this triple, Marcus Morris Sr. joins Steph Curry as the only players in GAME 7 HISTORY to hit 7 threes! #NBAPlayoffs #ThatsGameWIN or GO HOME GAME 7 on ABC pic.twitter.com/Dzfwy8cnTo— NBA (@NBA) June 6, 2021 Eftir frábæran annan leikhluta var Clippers komið átta stigum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, staðan þá 70-62. Varnarleikur beggja liða ekki upp á marga fiska. Dallas byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti og tókst að jafna metin í 72-72 þegar tvær mínútur voru liðnar. Staðan var jöfn um miðbik leikhlutans en þá tóku heimamenn öll völd á vellinum og voru komnir 15 stigum yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins, staðan þá 100-85. Líkt og í öðrum leikjum einvígisins var Dončić einfaldlega búinn á því í fjórða leikhluta og virtist sem leikurinn væri tapaður. Hann náði hins vegar að setja niður stóra þriggja stiga körfu þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og munurinn kominn niður í sjö stig. Reggie Jackson setti niður enn stærri þriggja stiga körfu hinum megin á vellinum í kjölfarið og eftir það var allt loft úr Mavericks-mönnum. Clippers gekk frá leiknum í kjölfarið og vann 15 stiga sigur, lokatölur 126-115. Reggie and Mook coming up clutch. pic.twitter.com/8ycFesqdGP— LA Clippers (@LAClippers) June 6, 2021 Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig. Hann var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann tók 10 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Paul George var svo með 22 stig. Luka skoraði 46 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Dorian Finney-Smith kom þar á eftir með 18 stig. Clippers þar með komið áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar þar sem Utah Jazz bíður. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira