Segir Henderson ekki eiga að fara á EM: „Verður hann með spilagaldra?“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 08:00 Jordan Henderson er mikilvægur enska landsliðinu sem leiðtogi að mati landsliðsþjálfarans Gareths Southgate. Getty/Stu Forster Roy Keane botnar ekkert í því að varafyrirliði Englands, Jordan Henderson, skuli vera í enska EM-hópnum þrátt fyrir að hafa ekki getað spilað með Liverpool síðan í febrúar vegna meiðsla. Englendingar hafa gert eina breytingu á hópnum sínum vegna meiðsla. Ben White kemur inn í 26 manna EM-hópinn í stað Trents Alexander-Arnold sem meiddist í 1-0 sigri á Austurríki síðasta miðvikudag. Henderson lék sínar fyrstu mínútur síðan hann meiddist þegar hann kom inn á í upphafi seinni hálfleiks í 1-0 sigri Englands á Rúmeníu í vináttulandsleik í gær. Keane segir alveg ljóst að Henderson sé ekki klár í slaginn á EM þar sem fyrsti leikur Englands er stórleikur við Króatíu á sunnudaginn. „Ég var viss um að Jordan myndi spila um daginn. Ég tel að þetta valdi mikilli truflun – hann er augljóslega ekki tilbúinn,“ sagði Keane í þætti á ITV Sport. „Mér finnst að hann ætti ekki að vera valinn í hópinn. Ef hann gat ekki byrjað á móti Rúmeníu þá er hann ekki tilbúinn. Sá leikur var hvorki líkamlega né andlega svo erfiður fyrir hann, svo reynslumikinn leikmann. Hann er ekki búinn að sparka í bolta í þrjá og hálfan mánuð en er á leiðinni á EM? Það getur ekki passað,“ sagði Keane. Vill örugglega ekki vera þarna sem klappstýra Marcus Rashford skoraði sigurmark Englands úr víti í gær. Hann var farinn af velli þegar England fékk aðra vítaspyrnu sem Henderson tók en klúðraði. Gareth Southgate, þjálfari Englands, sagðist hafa búist við að Dominic Calvert-Lewin myndi taka vítið og að næst myndi hann skipa fyrir um hver tæki vítið. Southgate hefur hins vegar lýst því hve mikilvægur Henderson sé sem leiðtogi fyrir enska hópinn. Keane lætur sér fátt um finnast. „Ég hef heyrt ýmsa segja að þeir vilji hafa hann á svæðinu. Til hvers? Verður hann með spilagaldra? Tekur hann lagið? Sér hann um spurningakeppni á kvöldin? Hvað gerir hann? Þetta er ekki til að gleðja Liverpool heldur. Jordan vill alveg örugglega ekki vera á svæðinu sem einhvers konar klappstýra. Menn vilja spila og hann er greinilega ekki klár í slaginn,“ sagði Keane. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Englendingar hafa gert eina breytingu á hópnum sínum vegna meiðsla. Ben White kemur inn í 26 manna EM-hópinn í stað Trents Alexander-Arnold sem meiddist í 1-0 sigri á Austurríki síðasta miðvikudag. Henderson lék sínar fyrstu mínútur síðan hann meiddist þegar hann kom inn á í upphafi seinni hálfleiks í 1-0 sigri Englands á Rúmeníu í vináttulandsleik í gær. Keane segir alveg ljóst að Henderson sé ekki klár í slaginn á EM þar sem fyrsti leikur Englands er stórleikur við Króatíu á sunnudaginn. „Ég var viss um að Jordan myndi spila um daginn. Ég tel að þetta valdi mikilli truflun – hann er augljóslega ekki tilbúinn,“ sagði Keane í þætti á ITV Sport. „Mér finnst að hann ætti ekki að vera valinn í hópinn. Ef hann gat ekki byrjað á móti Rúmeníu þá er hann ekki tilbúinn. Sá leikur var hvorki líkamlega né andlega svo erfiður fyrir hann, svo reynslumikinn leikmann. Hann er ekki búinn að sparka í bolta í þrjá og hálfan mánuð en er á leiðinni á EM? Það getur ekki passað,“ sagði Keane. Vill örugglega ekki vera þarna sem klappstýra Marcus Rashford skoraði sigurmark Englands úr víti í gær. Hann var farinn af velli þegar England fékk aðra vítaspyrnu sem Henderson tók en klúðraði. Gareth Southgate, þjálfari Englands, sagðist hafa búist við að Dominic Calvert-Lewin myndi taka vítið og að næst myndi hann skipa fyrir um hver tæki vítið. Southgate hefur hins vegar lýst því hve mikilvægur Henderson sé sem leiðtogi fyrir enska hópinn. Keane lætur sér fátt um finnast. „Ég hef heyrt ýmsa segja að þeir vilji hafa hann á svæðinu. Til hvers? Verður hann með spilagaldra? Tekur hann lagið? Sér hann um spurningakeppni á kvöldin? Hvað gerir hann? Þetta er ekki til að gleðja Liverpool heldur. Jordan vill alveg örugglega ekki vera á svæðinu sem einhvers konar klappstýra. Menn vilja spila og hann er greinilega ekki klár í slaginn,“ sagði Keane. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira