„Höfum aldrei séð svona frammistöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 11:30 Þórsarar eru komnir í 2-1 í einvígi sínu við Stjörnuna og geta klárað dæmið með sigri í Garðabæ á miðvikudaginn. Ef Stjarnan vinnur mætast liðin í oddaleik næsta laugardagskvöld. vísir/bára Stórbrotin frammistaða Þórsara í sigrinum gegn Stjörnunni í Þorlákshöfn í gærkvöld var til umræðu í Dominos Körfuboltakvöldi. Teitur Örlygsson kallar eftir meiri „ruddaleik“ frá Garðbæingum á miðvikudaginn. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Þór sem getur því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á miðvikudaginn. Liðið vann öruggan 115-92 sigur í gærkvöld þegar leikmenn þess hittu meðal annars úr 15 af 25 þriggja stiga skotum sínum! „Þetta var bara þeirra dagur. 160 framlagspunktar, við höfum aldrei séð svona frammistöðu frá því að úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Teitur í þættinum í gær. Klippu úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frábær frammistaða Þórs „Stjörnumenn þurfa einhvern veginn að brjóta upp þetta tempó hjá Þórsurum. Þannig að þeir skori ekki mikið úr innan við tíu sekúndna sóknum; opnir þristar… Með þetta sjálfstraust og þegar þeir skjóta boltanum 60% þá er voðalega erfitt að stoppa andstæðinginn,“ sagði Teitur. „Málið er að þessir þristar sem þeir eru að skora, með 60% nýtingu, eru með menn eins og Lindqvist og fleiri, tveggja metra stráka, í sér. Þetta er ekkert eðlileg hittni, miðað við hve mörg skotanna þeir taka með mann í sér,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég held að við höfum orðið vitni að einhverju… Svona hittir ekkert lið aftur. Þeir munu ekki hitta aftur á svona leik. Það er ekkert auðvelt að spila betri vörn en var spiluð á móti 70% af þessum skotum,“ sagði Sævar. Ekki komnir út í ruddaleik en geta það Teitur kallaði engu að síður eftir því að Þórsurum yrði gert erfiðara fyrir að spila sóknarleik sinn: „Þeir fá einhvern veginn að hlaupa allar sínar línur óáreittir. Brynjar Þór Björnsson talaði um það fyrir úrslitakeppnina að nú væri tíminn til að vera meira „nastí“. Í því felst að vera dálítið vondur. Ekki leyfa mönnum að vera að gera það sem þeir vilja. Láttu þá hlaupa á þig, vertu með olnbogana aðeins út, og láttu þá finna aðeins fyrir þér án þess að fara yfir línuna. Mér finnst Þórsliðið enn fá að spila ofboðslega „sweet“. Mér finnst þeir [Stjörnumenn] ekki enn komnir í einhvern ruddaleik. Ég er ekki að segja að þeir geti það ekki, því það er heldur betur keppnisskap í þessum strákum,“ sagði Teitur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Þór sem getur því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á miðvikudaginn. Liðið vann öruggan 115-92 sigur í gærkvöld þegar leikmenn þess hittu meðal annars úr 15 af 25 þriggja stiga skotum sínum! „Þetta var bara þeirra dagur. 160 framlagspunktar, við höfum aldrei séð svona frammistöðu frá því að úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Teitur í þættinum í gær. Klippu úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frábær frammistaða Þórs „Stjörnumenn þurfa einhvern veginn að brjóta upp þetta tempó hjá Þórsurum. Þannig að þeir skori ekki mikið úr innan við tíu sekúndna sóknum; opnir þristar… Með þetta sjálfstraust og þegar þeir skjóta boltanum 60% þá er voðalega erfitt að stoppa andstæðinginn,“ sagði Teitur. „Málið er að þessir þristar sem þeir eru að skora, með 60% nýtingu, eru með menn eins og Lindqvist og fleiri, tveggja metra stráka, í sér. Þetta er ekkert eðlileg hittni, miðað við hve mörg skotanna þeir taka með mann í sér,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég held að við höfum orðið vitni að einhverju… Svona hittir ekkert lið aftur. Þeir munu ekki hitta aftur á svona leik. Það er ekkert auðvelt að spila betri vörn en var spiluð á móti 70% af þessum skotum,“ sagði Sævar. Ekki komnir út í ruddaleik en geta það Teitur kallaði engu að síður eftir því að Þórsurum yrði gert erfiðara fyrir að spila sóknarleik sinn: „Þeir fá einhvern veginn að hlaupa allar sínar línur óáreittir. Brynjar Þór Björnsson talaði um það fyrir úrslitakeppnina að nú væri tíminn til að vera meira „nastí“. Í því felst að vera dálítið vondur. Ekki leyfa mönnum að vera að gera það sem þeir vilja. Láttu þá hlaupa á þig, vertu með olnbogana aðeins út, og láttu þá finna aðeins fyrir þér án þess að fara yfir línuna. Mér finnst Þórsliðið enn fá að spila ofboðslega „sweet“. Mér finnst þeir [Stjörnumenn] ekki enn komnir í einhvern ruddaleik. Ég er ekki að segja að þeir geti það ekki, því það er heldur betur keppnisskap í þessum strákum,“ sagði Teitur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli