Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Árni Sæberg skrifar 8. júní 2021 12:09 Vél Malaysia Airlines hrapaði yfir austurhluta Úkraínu eftir að skotið var á hana. Allir 298 farþegar um borð létu lífið. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. Þann 17. júlí 2014 fórst farþegaþota Flugfélags Malasíu yfir Úkraínu. Flugvélin var á leið frá Schipol flugvelli í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu, 298 voru um borð og komst enginn lífs af. Fljótlega kom upp grunur um að flugvélin hafi verið skotin niður af herskáum stuðningsmönnum Rússlands í Úkraínu. Hollenska ríkið ákvað að sækja þá sem ábyrgir eru fyrir gröndun vélarinnar til sakar þar sem meirihluti farþega hennar voru hollenskir ríkisborgarar. Undir venjulegum kringumstæðum ætti mál af þessu tagi að fara fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag. Hins vegar beittu Rússar neitunarvaldi sínu, sem fastasæti þeirra í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna veitir þeim, til að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki málið fyrir. Sakborningar verða ekki viðstaddir Rannsóknarnefnd, skipuð fulltrúum þeirra landa hverra ríkisborgarar létust þegar flugi MH17 var grandað, hefur borið kennsl á sakborningana fjóra. Þrír þeirra eru rússneskir, Oleg Pulatov, Igor Girkin og Sergei Dubinsky, en einn er úkraínskur, Leonid Kharchenko. Sakborningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin og aðeins einn þeirra, Pulatov, heldur uppi vörnum í málinu. Hann neitar alfarið sök. Aðalmeðferðin sem hófst í gær mun einungis felast í yfirferð sönnunargagna enda er hvorki hægt að taka skýrslur af vitnum né sakborningum. Fjölskyldum fórnarlambanna verður gefið tækifæri til að ávarpa dómstólinn í september. MH17 Fréttir af flugi Úkraína Holland Rússland Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Þann 17. júlí 2014 fórst farþegaþota Flugfélags Malasíu yfir Úkraínu. Flugvélin var á leið frá Schipol flugvelli í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu, 298 voru um borð og komst enginn lífs af. Fljótlega kom upp grunur um að flugvélin hafi verið skotin niður af herskáum stuðningsmönnum Rússlands í Úkraínu. Hollenska ríkið ákvað að sækja þá sem ábyrgir eru fyrir gröndun vélarinnar til sakar þar sem meirihluti farþega hennar voru hollenskir ríkisborgarar. Undir venjulegum kringumstæðum ætti mál af þessu tagi að fara fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag. Hins vegar beittu Rússar neitunarvaldi sínu, sem fastasæti þeirra í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna veitir þeim, til að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki málið fyrir. Sakborningar verða ekki viðstaddir Rannsóknarnefnd, skipuð fulltrúum þeirra landa hverra ríkisborgarar létust þegar flugi MH17 var grandað, hefur borið kennsl á sakborningana fjóra. Þrír þeirra eru rússneskir, Oleg Pulatov, Igor Girkin og Sergei Dubinsky, en einn er úkraínskur, Leonid Kharchenko. Sakborningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin og aðeins einn þeirra, Pulatov, heldur uppi vörnum í málinu. Hann neitar alfarið sök. Aðalmeðferðin sem hófst í gær mun einungis felast í yfirferð sönnunargagna enda er hvorki hægt að taka skýrslur af vitnum né sakborningum. Fjölskyldum fórnarlambanna verður gefið tækifæri til að ávarpa dómstólinn í september.
MH17 Fréttir af flugi Úkraína Holland Rússland Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira