Kvartað vegna þátttöku Áslaugar og Víðis í „Ég trúi“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júní 2021 21:43 Áslaug Arna og Víðir Reynisson lýstu því yfir að þau tryðu þolendum ofbeldis. vísir/vilhelm Kvartað var til umboðsmanns Alþingis yfir þátttöku Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns almannavarna, í myndbandinu „Ég trúi“, sem hlaðvarpið Eigin konur gaf út til stuðnings þolendum ofbeldis. Umboðsmaður segir að kvörtun til hans verði að varða tiltekna athöfn, athafnaleysi eða ákvörðun stjórnvalds, sem felur í sér beitingu stjórnsýsluvalds og beinist að eða hefur áhrif á hagsmuni þess sem kvartar. Starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds er alla jafna ekki tekin til almennrar athugunar á grundvelli kvörtunar heldur verður umboðsmaður Alþingis sjálfur að ákveða að fara í frumkvæðisathugun á þeim. Hann mun því ekki taka afstöðu til eða fjalla um þátttöku ráðherrans og yfirlögregluþjónsins í myndbandinu vegna kvörtunarinnar. Kvörtuninni haldið til haga Í svari við kvörtuninni sem umboðsmaður birti á heimasíðu sinni segir hann þó að henni verði verði haldið til haga, eins og öllum ábendingum sem berast embættinu, og það metið hvort tilefni sé til að taka atriði hennar til frumkvæðisathugunar. „Verði málefnið tekið til athugunar er almennt ekki upplýst um það sérstaklega heldur er tilkynnt um athugunina á vefsíðu umboðsmanns,“ segir í svarinu. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar stigu fram í myndbandinu og sögðust trúa brotaþolum í ofbeldismálum. Myndbandið fjarlægt Myndbandið sem um ræðir var framleitt af hlaðvarpinu Eigin konur, sem þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir halda úti. Í því kom fram fjöldi frægra einstaklinga fram og lýsti yfir stuðningi við þolendur ofbeldis með orðunum „ég trúi“. Meðal þeirra sem þar komu fram voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, en í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort eðlilegt væri að æðsti yfirmaður dómstóla og yfirmaður innan lögreglunnar tækju þátt í slíku myndbandi. Í samtali við Vísi um miðjan síðasta mánuð sagði Áslaug að hún teldi það ekki mistök að hafa tekið þátt í myndbandinu. „Ég tók bara afstöðu með því að styðja þær vinkonur mínar og þolendur sem hafa stigið fram í að segja sína sögu,“ sagði hún. Myndbandið var fjarlægt af YouTube skömmu eftir birtingu eftir að tveir einstaklingar sem komu fram í því lýstu því yfir að þeir hefðu farið yfir mörk kvenna. Það voru þeir Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar, og Pálmar Ragnarsson. Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar MeToo Dómstólar Tengdar fréttir #Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54 Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21 Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. 13. maí 2021 23:47 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Umboðsmaður segir að kvörtun til hans verði að varða tiltekna athöfn, athafnaleysi eða ákvörðun stjórnvalds, sem felur í sér beitingu stjórnsýsluvalds og beinist að eða hefur áhrif á hagsmuni þess sem kvartar. Starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds er alla jafna ekki tekin til almennrar athugunar á grundvelli kvörtunar heldur verður umboðsmaður Alþingis sjálfur að ákveða að fara í frumkvæðisathugun á þeim. Hann mun því ekki taka afstöðu til eða fjalla um þátttöku ráðherrans og yfirlögregluþjónsins í myndbandinu vegna kvörtunarinnar. Kvörtuninni haldið til haga Í svari við kvörtuninni sem umboðsmaður birti á heimasíðu sinni segir hann þó að henni verði verði haldið til haga, eins og öllum ábendingum sem berast embættinu, og það metið hvort tilefni sé til að taka atriði hennar til frumkvæðisathugunar. „Verði málefnið tekið til athugunar er almennt ekki upplýst um það sérstaklega heldur er tilkynnt um athugunina á vefsíðu umboðsmanns,“ segir í svarinu. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar stigu fram í myndbandinu og sögðust trúa brotaþolum í ofbeldismálum. Myndbandið fjarlægt Myndbandið sem um ræðir var framleitt af hlaðvarpinu Eigin konur, sem þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir halda úti. Í því kom fram fjöldi frægra einstaklinga fram og lýsti yfir stuðningi við þolendur ofbeldis með orðunum „ég trúi“. Meðal þeirra sem þar komu fram voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, en í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort eðlilegt væri að æðsti yfirmaður dómstóla og yfirmaður innan lögreglunnar tækju þátt í slíku myndbandi. Í samtali við Vísi um miðjan síðasta mánuð sagði Áslaug að hún teldi það ekki mistök að hafa tekið þátt í myndbandinu. „Ég tók bara afstöðu með því að styðja þær vinkonur mínar og þolendur sem hafa stigið fram í að segja sína sögu,“ sagði hún. Myndbandið var fjarlægt af YouTube skömmu eftir birtingu eftir að tveir einstaklingar sem komu fram í því lýstu því yfir að þeir hefðu farið yfir mörk kvenna. Það voru þeir Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar, og Pálmar Ragnarsson.
Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar MeToo Dómstólar Tengdar fréttir #Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54 Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21 Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. 13. maí 2021 23:47 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
#Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54
Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21
Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. 13. maí 2021 23:47