Körfubolti

Ey­gló Kristín frá KR til Kefla­víkur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eygló Kristín hefur skrifað undir hjá Keflavík.
Eygló Kristín hefur skrifað undir hjá Keflavík. Keflavík Karfa

Körfuknattleikskonan Eygló Kristín Óskarsdóttir hefur samið við Keflavík um að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Hún kemur frá KR sem féll úr Domino´s deild kvenna á nýafstaðinni leiktíð.

Hin tvítuga Eygló Kristín lék með KR en gat ekki hjálpað liðinu að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Hún leikur stöðu miðherja og skoraði að meðaltali 7,4 stig, tók 7,3 fráköst og gaf 1,4 stoðsendingar.

Þá hefur hún leikið töluvert af leikjum með yngri landsliðum Íslands eins og kemur fram í tilkynningu Keflavíkur um félagaskiptin.

„Eygló Kristín á að baki 13 leiki með U-18 ára landsliði Íslands og 17 leiki með U-16 ára landsliðinu. Keflavík bindur miklar vonir við Eygló og býður hana hjartanlega velkomna í Keflavík,“ segir í yfirlýsingu Keflavíkur um skiptin.

Keflavík endaði í 3. sæti Domino´s deildar kvennar í vetur eftir að hafa unnið 14 leiki og tapað sjö. Suðurnesjaliðið verður þriðja félag Eyglóar en hún lék með Fjölni tímabilið 2019-2020.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×