Ráðherrar duglegir að kaupa auglýsingar af Zuckerberg Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 11:10 Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Þau voru duglegust frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í að kaupa sér auglýsingar á Facebook. vísir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra keypti auglýsingar fyrir tæpar 800 þúsund krónur á Facebook vegna prófkjörsbaráttunnar. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lögðu misjafnlega mikið í kaup á auglýsingum af Mark Zuckerberg og þeim hjá Facebook. Þetta má sjá ef litið er til skýrslu auglýsingasafns Facebook. Þau sem voru í slag um leiðtogasætið, ráðherrarnir Guðlaugur Þór og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, voru fremst í flokki í að velta fé til hinnar alþjóðlegu samfélagsmiðlaveitu. Ef miðað er við leitarskilyrði á tímabilinu 10. mars 2021 til 7. júní 2021 kemur í ljós að Guðlaugur Þór keypti auglýsingar fyrir 792 þúsund krónur meðan Áslaug Arna pungaði út 573 þúsund krónum. Sem segir ekki alla söguna, því til þess var tekið að það vakti athygli hversu áberandi Áslaug Arna var á öðrum samfélagsmiðlum svo sem Instagram og Twitter. Upplýsingar þar um liggja ekki fyrir. Hér má sjá hversu miklu fé þeir vörðu í auglýsingakaup á Facebook. Athygli vekur að Facebookstjarnan Brynjar Níelsson gaukaði ekki svo miklu sem þúsund krónum til Zuckerbergs.skjáskot Þá vekur athygli að sjálf Facebookstjarnan Brynjar Níelsson þingmaður kemur ekki í leitirnar á þessari skýrslu auglýsingasafns né heldur Birgir Ármannsson þingmaður. Aðrir frambjóðendur drógu hins vegar upp veskið og keyptu auglýsingar af Zuckerberg. Friðjón R. Friðjónsson almannatengill er í þriðja sæti með 396 krónur en aðrir minna. Sigríður Á. Andersen keypti auglýsingar fyrir liðlega hundrað þúsund krónur á Facebook sem og þau Diljá Mist Einarsdóttir, Kjartan Magnússon og Hildur Sverrisdóttir. Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna af erlendum samfélagsmiðlaveitum hafa verið gagnrýnd af formanni Blaðamannafélags Íslands, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, á þeim forsendum að veiturnar grafi beinlínis undan rekstrargrundvelli fjölmiðla á Íslandi. Og þannig megi draga í efa hvort stjórnmálaflokkarnir, sem hafa seilst ákaft í ríkissjóð eftir fjármagni til reksturs flokkanna, sýni með því samfélagslega ábyrgð. Hér neðar getur að líta yfirlit yfir fleiri frambjóðendur og auglýsingakaup þeirra: Það er svo eigi síðar en 5. september sem þau eiga að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar um kostnað við prófkjörið. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsleg ábyrgð Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. 10. júní 2021 16:26 Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. 16. desember 2020 13:42 Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. 27. maí 2020 13:28 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lögðu misjafnlega mikið í kaup á auglýsingum af Mark Zuckerberg og þeim hjá Facebook. Þetta má sjá ef litið er til skýrslu auglýsingasafns Facebook. Þau sem voru í slag um leiðtogasætið, ráðherrarnir Guðlaugur Þór og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, voru fremst í flokki í að velta fé til hinnar alþjóðlegu samfélagsmiðlaveitu. Ef miðað er við leitarskilyrði á tímabilinu 10. mars 2021 til 7. júní 2021 kemur í ljós að Guðlaugur Þór keypti auglýsingar fyrir 792 þúsund krónur meðan Áslaug Arna pungaði út 573 þúsund krónum. Sem segir ekki alla söguna, því til þess var tekið að það vakti athygli hversu áberandi Áslaug Arna var á öðrum samfélagsmiðlum svo sem Instagram og Twitter. Upplýsingar þar um liggja ekki fyrir. Hér má sjá hversu miklu fé þeir vörðu í auglýsingakaup á Facebook. Athygli vekur að Facebookstjarnan Brynjar Níelsson gaukaði ekki svo miklu sem þúsund krónum til Zuckerbergs.skjáskot Þá vekur athygli að sjálf Facebookstjarnan Brynjar Níelsson þingmaður kemur ekki í leitirnar á þessari skýrslu auglýsingasafns né heldur Birgir Ármannsson þingmaður. Aðrir frambjóðendur drógu hins vegar upp veskið og keyptu auglýsingar af Zuckerberg. Friðjón R. Friðjónsson almannatengill er í þriðja sæti með 396 krónur en aðrir minna. Sigríður Á. Andersen keypti auglýsingar fyrir liðlega hundrað þúsund krónur á Facebook sem og þau Diljá Mist Einarsdóttir, Kjartan Magnússon og Hildur Sverrisdóttir. Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna af erlendum samfélagsmiðlaveitum hafa verið gagnrýnd af formanni Blaðamannafélags Íslands, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, á þeim forsendum að veiturnar grafi beinlínis undan rekstrargrundvelli fjölmiðla á Íslandi. Og þannig megi draga í efa hvort stjórnmálaflokkarnir, sem hafa seilst ákaft í ríkissjóð eftir fjármagni til reksturs flokkanna, sýni með því samfélagslega ábyrgð. Hér neðar getur að líta yfirlit yfir fleiri frambjóðendur og auglýsingakaup þeirra: Það er svo eigi síðar en 5. september sem þau eiga að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar um kostnað við prófkjörið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsleg ábyrgð Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. 10. júní 2021 16:26 Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. 16. desember 2020 13:42 Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. 27. maí 2020 13:28 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. 10. júní 2021 16:26
Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. 16. desember 2020 13:42
Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. 27. maí 2020 13:28