Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins, en rannsókn eftirlitsins hefur beinst að því hvort að Eimskip og Samskip hafi haft með sér ólögmætt samráð á mörkuðum fyrir sjóflutninga, flutningsmiðlun og landflutninga og brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum.
„Rannsóknin hófst með húsleit í september 2013 í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum Eimskips og Samskipa. Önnur húsleit var framkvæmd í júní 2014. Hefur málið verið til samfelldrar rannsóknar og hefur fyrirtækjunum m.a. í tvígang verið gefinn kostur á að tjá sig um frummat eftirlitsins, með útgáfu svokallaðra andmælaskjala.
Fyrirtæki geta á hvaða stigi rannsóknar óskað eftir viðræðum um hvort unnt sé með vísan til 17. gr. f. samkeppnislaga að ljúka rannsókn eftirlitsins á ætluðum brotum fyrirtækisins með sátt, sbr. 22. gr. reglna nr. 880/2005.“
Í tilkynningu eftirlitsins og Eimskips kemur fram að ritað hafi verið undir yfirlýsingu um að leitast verði eftir sátt á miðvikudaginn.
Í sátt samkvæmt samkeppnislögum getur falist að fyrirtæki viðurkenni brot, fallist á að greiða sekt og grípi til aðgerða til að efla samkeppni.